— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 317, 318, 319 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/11/10 15:01

Þingmenn bara þusa hér
þótt þeir sjái vandann.
Allt það raus í eyrun sker,
allt í boði fjandans.

Alþingi, hið elsta þing,
allt til heljar stefnir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 4/11/10 15:51

Alþingi, hið elsta þing,
allt til heljar stefnir.
Með lygavefinn læst í hring
loforð sjaldan efnir.

Vantraustið er voðalegt
varhuga- og skelfilegt.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/11/10 16:01

Vantraustið er voðalegt
varhuga- og skelfilegt.
Það er einnig agalegt
að það verði sýnilegt.

Töfraleiðin engin er,
allir skulu tapa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 4/11/10 23:35


Töfraleiðin engin er
allir skulu tapa.
Góðærið til fjandians fer
forviða menn gapa:
-----------------------------
Tíminn líður furðu fljótt
færist aldur yfir.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/11/10 23:47

Tíminn líður furðu fljótt
færist aldur yfir.
Líður hratt að lífsins nótt,
lokin mega koma skjótt.

Draga máttu dám af því
sem dregur fram hið besta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/11/10 13:54



Draga máttu dám af þvi
sem dregur fram hið besta
Með góðum vin er hugsun hlý
og hugarþelið mesta.
------------------------------------
Fuglinn sagði bara bý,
burtu flýgur lóan

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 5/11/10 21:26

Fuglinn sagði bara bý,
burtu flýgur lóan
Jaðrakan í jökuldý
jarðar ræfils spóann

Djöfull gott nú drekk ég kók
en dreytil í það vantar

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 6/11/10 11:26

Djöfull gott nú drekk ég kók
en dreytil í það vantar.
Glaður Nermal gemsann tók
- gambraflösku pantar.

Á morgnana ég oftast er
óskaplega lúiinn.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/11/10 15:47

Á morgnana ég oftast er
óskaplega lúiinn.
Þá er helst að halla sér
uns höfginn al er búinn.

Þjóð sem stendur oná önd
ekki tekur flugið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 6/11/10 17:58

Þjóð sem stendur oná önd
ekki tekur flugið.
Fjötruð er í festarbönd,
fangalínan: Íslands strönd.

Ofar flestu er mér nú
óskin sú í huga:

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/11/10 23:46

[ [i]
Ofar flestu er mér nú
óskin sú í huga.
Að eignast lítið kot og kú,
kona ein mindi duga.
----------------------------------
Upp til heiða minn hugur fer
í hreina loftið tæra.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/11/10 01:31

Upp til heiða minn hugur fer
í hreina loftið tæra.
Eignast þar það sem enginn sér,
eina minning kæra.

Þunga hnífa þyrfti til
að þoka áfram málum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Arne Treholt 10/11/10 07:59

Þunga hnífa þyrfti til
að þoka áfram málum.
Engan þar ég undanskil
af allt of mörgum sálum.

Oft ég brölti í berjamó,
í byljum fyrstu hríða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/11/10 10:56

Oft ég brölti í berjamó,
í byljum fyrstu hríða.
Mömmu verður um og ó
ef ey ég brók hef síða.

Holl er bæði sulta og saft
soðin úr krækiberjum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/11/10 11:46


Holl er bæði sulta og saft
soðin úr krækiberjum.
Úr þeim færðu karlinn kraft.
og kemst frá öllum erjum.
-------------------------------------
Grænt og bústið berjaling
börn og okkur gleðja.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Arne Treholt 10/11/10 16:55

Grænt og bústið berjalyng,
börn og okkur gleðja.
Bjöllur dinga-dinga-ling
dásemd jóla kveða.

Grýla rumskar, grett og fúl,
giska stutt til jóla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/11/10 11:54


Grýla rumskar grett og fúl
giska stutt til jóla.
Mikið er sú kerling kúl
kveinar,og fer að góla.
----------------------------------------
Aldurhniginn Leppa lúði
lagstur er í kör.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
tveir vinir 11/11/10 12:13

Aldurhniginn Leppa lúði
lagstur er í kör
undan honum ástin flúði
í hélt bæjarför

afmæli nú eigum við
inn í rafurheimum

viltu með mér vaka í nótt?
        1, 2, 3 ... 317, 318, 319 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: