— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 116, 117, 118 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 21/9/07 16:39

Hausinn tómur en hugur frjór
hvernig má það vera.
Heilaleysi og litlir skór,
logar ei þá pera.

Drullusokka sé ég hér,
er Sorpa kannski lokuð?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/9/07 16:44

Drullusokka sé ég hér,
er Sorpa kannski lokuð?

Við erum hér að hirða gler,
hrein, og öll for-pokuð.

Skal ég hirða skilagjald
af skáldskap endurnýttum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/07 16:47

Skal ég hirða skilagjald
af skáldskap endurnýttum.
Víst er þó að vantar hald
í vísum útúrsnýttum.

Stundum finnst mér glóa gull
í gula klósettinu.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/9/07 16:51

Stundum finnst mér glóa gull
í gula klósettinu.

Það oftast reynist síðan sull
úr sokki skinns míns fínu.

Þarna reyndist rímið bras,
ég roðna upp að hári.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/07 16:59

Þarna reyndist rímið bras,
ég roðna upp að hári.
Aftur kom þitt mjúka mas
sem myrti feitur ári.

Æ æ, nú ég ætti víst
Ákavíti'að drekka

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/9/07 17:03

Æ æ, nú ég ætti víst
Ákavíti'að drekka.

Bíddu! Út í búð ég skýst,
og borga þar með tékka.

Blandinu er best að sleppa,
bragsins skaltu njóta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 21/9/07 19:56

Blandinu er best að sleppa,
bragsins skaltu njóta.
þá muntu feitast hnossið hreppa
í hafi vímu fljóta

Dýrri lögg að dreypa á
dýrðlegt þykir flestum

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 21/9/07 21:37

Dýrri lögg að dreypa á
dýrðlegt þykir flestum.
Alkarnir hjá SÁÁ
ekkert soddan lengur fá.
‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Sit ég löngum sumbli að,
sopinn göfgar andann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/9/07 06:21

Sit ég löngum sumbli að,
sopinn göfgar andann.
Sálina ég set í bað
svolgra í mig landan

að morgni núna líður loks
líst mér betur áða

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/9/07 11:11

að morgni núna líður loks
líst mér betur áða
Útlit slæmt hjá Framaflokk
fyrir okkur báða.

Nú er dagur kemur kvöld
og klárast þessi vika.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Úlvur 22/9/07 15:04


Nú er dagur kemur kvöld
klárast þessi vika.
Á morgun tekurValur völd
vinnur,ekki hika.

Gaman er á góðri stund
guða veigar súpa,

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/07 15:23

Gaman er á góðri stund
guða veigar súpa,
Best er þó að ganga grund
og góla líkt og rjúpa.

Myndleysingur malar hér
um mjöð og aðrar veigar.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/9/07 15:36

Myndleysingur malar hér
um mjöð og aðrar veigar.
meðan Skabbi mallar sér
Manhattan og teygar

Sýnast þunnir sumir nú
sjálfsagt drukku mikið.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/07 15:44

Sýnast þunnir sumir nú
sjálfsagt drukku mikið.
Kláraði ég bjór og bú
blásnautt, horfið spikið.

Þó á ennþá tunnur tvær
af téðum heimalanda.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 22/9/07 17:43

Þó á ennþá tunnur tvær
af téðum heimalanda.
Skýst ég til þín Skabbi kær,
Skal ég drykki blanda.

Undir borðið, óðar skal,
elsku vininn drekka.

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/9/07 17:57

Undir borðið, óðar skal,
elsku vininn drekka.
af mér spíra stoltur stal
steluþjófurinn Pekka.

Finnar eru ferleg þjóð
fullir alla daga

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/07 20:33

Finnar eru ferleg þjóð
fullir alla daga
Sánan þeirra þykir góð
þekur gufan maga.

Það var botn hér á undan sem hvarf?

Að mér setur heljar hroll
hvítna fjalla tindar,
Hér á Fróni taka toll
tregir norðanvindar.

Uppí sófa sit og drekk
sætan Ákavíta.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Úlvur 22/9/07 20:36


Finnar eru ferleg þjóð
fullir alla daga,
allir þar drekka af djöfulmóð
dæmalaus raunarsaga.

Danskurinn er dæmalaus
Dönum er til sóma,

        1, 2, 3 ... 116, 117, 118 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: