— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 114, 115, 116 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 15/9/07 23:49

Hafa sumir hérna kjaft
heldur í stærra lagi.
Bölvaðan þekki ég búsandi raft
bestan í sínu fagi

Rennur niður dalinn dökk
dýpsta silungsáin

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 16/9/07 14:33


Rennur niður dalinn dökk
dýpsta silungs áinn,
Í hlykkjum fossa skæld og skökk
skömmin út í bláinn.

Lítill fugl í lækjarhvammi
löngum hefur frelsi þráð,

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 16/9/07 15:00

Lítill fugl í lækjarhvammi
löngum hefur frelsi þráð,
Leiftursnöggt þó lést í hrammi
því lífsins braut er þyrnum stráð.

Brátt á ný þó fuglinn flýgur
og fjaðrir sínar þenur vel.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Brátt á ný þó fuglinn flýgur
og fjaðrir sínar þenur vel.
Heiðloftanna himnastígur
hentar fyrir væng & stél.

-------------------------
Andans flug á æðra plani,
ódauðleikans skilgreining

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/9/07 23:23

Andans flug á æðra plani,
ódauðleikans skilgreining
(á skjánum eru Geir og Grani,
Gylfi Ægis, Chandler Bing.)

En frekar vil ég fögur ljóð
(og fagrar meyjar líka)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 16/9/07 23:26

En frekar vil ég fögur ljóð
(og fagrar meyjar líka)
með heitara og betra blóð
(ber ég eina slíka) og þá á ég eingöngu við hvort ég standi undir þeim væntingum sem slíkur gæðakvenmaður gerir.

ekki vil ég ergja neina
undurfagra konu.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/9/07 23:35

ekki vil ég ergja neina
undurfagra konu.
og ekki þeim það mætti meina
að mína eignast sonu

fagrar meyjar, fögur orð
um firði, heiðar, dali!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

fagrar meyjar, fögur orð
um firði, heiðar, dali!
sumar hafa sundfit, sporð
en sumar prýðir hali

-------------------------
Aldrei hef ég áður séð
svo undurfagra rófu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 17/9/07 09:12

Aldrei hef ég áður séð
svo undurfagra rófu
Þótt hún æti upp allt féð
elska ég þessa tófu.

Tveimur hef ég tímum sóað
tilgangslausan svefninn í.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 17/9/07 13:06

Tveimur hef ég tímum sóað
tilgangs lausan svefnin í
minar samt hefur raunir róað
rævilinn, ég gleðst af því.

Hugurinn dvelur við horfna tíð,
hæg golan stríkur um vanga.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/9/07 13:55

Hugurinn dvelur við horfna tíð,
hæg golan stríkur um vanga.
Seinna víst kemur þó kuldahríð
kræf, svört og lemur þá tanga.

Erfitt er stundum vort þríliðaþref
þegar að áherslur bila.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 17/9/07 14:09

Erfitt er stundum vort þríliðaþref
þegar að áherslur bila.
Þá kemst ég ei áfram eitt einasta skref
og árangri litlum svo skila.

Ljóðin að yrkja, það leiðiist mér ei
látum því vélina snúast.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/9/07 14:17

Ljóðin að yrkja, það leiðiist mér ei
látum því vélina snúast.
Öll eru kvæðin sem uppsnúið hey
upp núna bálkarnir hrúgast.

Í hverjum bálki er heyið mjög rakt
það hraustlega jálkarnir borða.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 17/9/07 14:36

Í hverjum bálki er heyið mjög rakt
það hraustlega jálkarnir borða.
Grasið þó oftast nær gerir fólk skakkt
ég gríp bara svona til orða.

Vankaður illa ég vaknaði upp
veit hvorki upp eða niður.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/9/07 15:02

Vankaður illa ég vaknaði upp
veit hvorki upp eða niður.
Í speglinum aftan við andlit sá hupp
en það er víst fastur liður.

Því hárleysið oftast víst hrjáir mig nú
hnakkinn er -ber líkt og kræki-.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 18/9/07 04:01

Því hárleysið oftast víst hrjáir mig nú
hnakkinn er -ber líkt og kræki-.
Gerðu það fyrir mig göfuga frú
gefðu mér -færi eitt tæki-.

Leikur orða líkast til
Lútnum er til sóma.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 19/9/07 21:36


Leikur orða líkast tíl
Lútnum er til sóma.
Afi fann upp spaða spil
og spöng er festir góma.


Allter þettað arga bull
asna kjálka blaður.

‹Brestur í óstöðvandi grát›

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 19/9/07 22:25

All ter þettað arga bull
asnakjálka blaður.
Í Englalandi heitir Hull
hommalegur staður.

Núna gét ég hrósað happi
hér er góður tannþráður.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
        1, 2, 3 ... 114, 115, 116 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: