— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 451, 452, 453 ... 455, 456, 457  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 3/8/22 08:50

Hugur dvelst við háfleygt tal.
Hlusta ég á ræður presta.
Hjálpræðis ég sit í sal
sálina mun ekkert bresta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/8/22 09:23

Bresta flestöll bönd um síðir,
brotna niður húsin traust.
Eitt sinn töldumst eflaust fríðir
og okkar nokkuð falleg raust.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 4/8/22 21:28

Rausnarlega gaf mér graut
góða frúin kristna.
Sagði eg glatt er gekk á braut:
"Góð fannst mér þín ristna".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/8/22 12:56

Risnan er víst rífleg hér
í réttútfærðum vísum.
Innihaldið er þó gler
en allt í lagi í krísum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 5/8/22 21:47

Krísum gazt þig kveðið úr,
karl minn, ráðagóði.
Alltaf djarfur aldrei klúr.
Orðfær fylltur móði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 7/8/22 12:24

Móðins er að mjaka sér
í mjúkinn hjá þeim ríku.
Oft það hér þó illa fer
að ana í slíka klíku.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 8/8/22 09:51

Klíkubræðra kærleiksþel
Kappsmál mín oft studdi.
Alltaf þeir mér vildu vel
og virði gáfu í buddu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/8/22 12:26

Buddu vil ég brúka sem
botnlaus er af krónum,
en blankur svo í búð ég kem
og borga allt með jónum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 8/8/22 23:33

Jónsgrösin mín jeg mjög reyki.
Jurtir þær ég rækta út í mó.
Þessu fylgir framandleiki
og friður, sæla, unaður og ró.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/8/22 09:09

Ró og friður ríkja hér
röfl þau ekkert líða.
Ef að ég mér framúr fer
fer mér brátt að svíða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 9/8/22 14:31

Sviðið hef ég haus af kind
Hann í pottinn lét ég
Hann tók á sig mína mynd.
Matgráðugur hann nú ét ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/8/22 19:27

Ég hef lært að lifa með
lokkafæð og hrukkum
þó ekki lyftist upp mitt geð
er andlit fæ úr krukkum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 10/8/22 23:18

Krukkur fullar á ég enn
af ýmis konar keti.
Fer ég þeim að fleygja senn
svo fyllt ég aðrar geti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/8/22 10:07

Geti ég í gamni sett
gemlinginn á þakið
verður frúin voða grett
og vefur mig í lakið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/8/22 19:09

Lakið bætta leggst ég á.
Læt ég undir höfuð svæfil.
Mér ullarteppi ætla fá.
Ekki kalla mig þá ræfil.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/8/22 10:08

Ræfildómur ráðamanna
ríkum hentar vel.
Valdatengslin víst má banna
-vítis dýpsta hel-.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 12/8/22 21:29

Ég heljar karl mig kallaði.
Komst í slag við óðan skríl
Þá einn mig skratti skallaði
skríða varð ég undir bíl.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 13/8/22 23:50

Bíla- fékk ég -braut að gjöf
í botni keyrði druslurnar.
Á því varð því engin töf
að ekki dyggðu göturnar.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
        1, 2, 3 ... 451, 452, 453 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: