— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 366, 367, 368 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/6/12 21:09

Grodda lítinn getur ort
gæðaskáldið Hlebbi.
Ljóðin gull þó líði skort
lægstustéttarplebbi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 13/6/12 10:17

Plebbalega pípu eg totta
pínkulítið lyfjaður.
Fram á borðið dett, og dotta.
Djöfulli er eg syfðjaður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/6/12 22:37

Syfjaður mátt síga'í ból,
sólin rennur bak við fjöll.
Í fyrramálið mátt svo gól
mikil heyra: Prestaköll.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 17/6/12 00:43

Prestakallinn sté í stól
með stólu, hempu, rykkilín.
Í píkukraga, klæddur kjól,
konum veitti messuvín.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 17/6/12 00:43

Prestakallinn sté í stól
með stólu, hempu, rykkilín.
Í píkukraga, klæddur kjól,
konum veitti messuvín.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/6/12 00:43

Köllun mín er köld og smá
en kannski berst hún víða:
Að vilji einhver vinur á
vísur mínar hlýða.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/6/12 00:50

Þá er bara að flétta þetta saman:

Vín er auglýst út um allt.
Orðin heyrast víða:
Búkinn á þér bleyta skalt.
Bakkus áttu að hlýða.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 17/6/12 00:50

Að hlýða er mér naumast nýtt
(niður þetta hripa).
Ef mér væri aðeins hlýtt
ykkur mundi skipa.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 17/6/12 01:11

Skipin sigla á makrílmið,
moka upp hrjáðum fiski.
Um makríl sama er mér en styð
að móðga evrópskt hyski.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 17/6/12 01:15

Hyskinn ei við heyskapinn
halur var.
Ég lánaði honum ljáinn minn
sem létt hann bar.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/6/12 01:30

Skipin liggja hljóð í höfn
í húminu að sýsla.
Við mánaskinið meyjarnöfn
milli sín þau hvísla.

(Þessi vísa varð of sein í kapphlaupinu...læt hana samt standa)

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 20/6/12 19:47

Barið hef ég býsna lóm
og bölvað öðrum
er stærðu sig af styrkum róm
og stolnum fjöðrum.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 23/6/12 00:02

Fjöður yfir það ég þrái að draga
og þegja svo um málið árum saman
sem er ljót og svívirðileg saga
(en svakalega fannst mér þetta gaman).

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 23/6/12 19:01

Gaman saman gerist hér,
grettur settar sléttast,
úr ljúfum stúf á léreft fer
léttúð þétt mun fléttast.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 25/6/12 15:11

Fléttar Texi fagurt ljóð
fjarska vandað stykki.
Birtu svona eðal-óð
undir réttu nikki!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 25/6/12 15:22

Nikki ég í nánd við þig
svo nái augu saman
upp þá fer á annað stig
okkar beggja gaman.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 25/6/12 17:27

Gaman er að gantast hjá
gervimanni í boðinu
þó maðurinn sé meira en smá
margfaldur í roðinu.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 25/6/12 23:59

Roðinu við rífum úr hinn ramma fisk,
ristavél svo reddar málum
roðinu við saman kálum.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
        1, 2, 3 ... 366, 367, 368 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: