— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 325, 326, 327 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 7/3/11 18:55

Verkun á hákarl' er voðalegt starf,
vestfirskum reynist oft vandi:
Fyrst er að drekka og því næst þarf
að þekja alla beituna hlandi.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 7/3/11 19:52

Hland er landi lagsmaður
látinn á flösku græna
Drekktann og vertu góðglaður
gamla Íslands hæna.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/3/11 23:38

Hænist að mér kvenna kyn,
og kveður mig til leikja.
Blíðlega minn besta vin,
þær bjóðast til að sleikja.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/3/11 00:39

Sleikja skal ég slý úr sjó
og slor úr ýsu
en afþakka með öllu þó
Elmu Lísu.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 9/3/11 13:24

Lísa í Undralandi datt
langt ofaní tré,
hitti brjálaðan mann með brúnan hatt
sem bauð henni uppá te.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/3/11 16:19


Te úr dollu Lísa drakk
drjúgan tekur sopan.
Æringinn svo fer á flakk
frökk er stelpugopan.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/3/11 18:23

lappi mælti:


Te úr dollu Lísa drakk
drjúgan tekur sopan.
Æringinn svo fer á flakk
frökk er stelpugopan.

Þetta þarftu að laga lappi. Tillaga:

Tesopann Lísa úr dollu drakk,
drjúgur reyndist sopinn.
Æringinn svo fór á flakk,
frakkur stelpugopinn.

Í fyllstu vinsemd,
Hf

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/3/11 22:34

stelpugopinn gleymdi sér
í geysihröðum ræl
kylliflöt þar fyrir mér
féll hún víst með stæl

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/3/11 18:30

Stælttur Gvendur stendur vörð
stoltur er hann líka.
Á þrjóta dynja höggin hörð
hreysti má ei flýka.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 16/3/11 20:16

Flíka menn, er fríka út,
fasi illa gerðu.
Líkast til í labbakút
lundu slæma sérðu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
tveir vinir 16/3/11 23:01

sérðu það sem sé ég hér
seint um kvöld?
einver verður alveg ber
og ást fær völd

viltu með mér vaka í nótt?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 19/3/11 13:11

Völdin hremma vondir menn,
vænstu skemma fræin.
Fólksins klemma kjörin enn,
klókir stemma haginn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 20/3/11 00:25

Hag inn fæ með hærra gengi,
heiðrar vorsins sólar.
Hennar beið ég harla lengi.
Hana á margur stólar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 22/3/11 17:15

Stólar vefsinns standa auðir,
storkna blóð í æðum fer.
Baggalútar braga snauðir,
bæta fáu á þráðinn hér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 22/3/11 20:24

Hérvistin er hátíð sönn!
Hérvistin er æði!
Í dumbungi og dagsins önn
má dunda sér við kvæði.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 29/3/11 01:31


Kvæði vil ég gjarnan gera
en getan varla nóg til þess.
Utangátta 'eg brjóstið bera
brögðóttur og nokkuð hress.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/4/11 23:21

Hressandi er Hressó
þá hryssingslegt er kvöld,
og skemmtilegt í skessó
með skólavinafjöld.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/4/11 01:26

Fjöldan þekki af fólki hér
og fagna þessum vinum
Þá sem eru á móti mér
ég maka kúki linum.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
        1, 2, 3 ... 325, 326, 327 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: