— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 275, 276, 277 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 19/12/09 22:59

Stefni ég að stuðlaslóð
stefnu tek á veginn
Lofi faðir himna hlóð,
hórur báðu meginn

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 20/12/09 01:28

Meginn og mátt
í Mjölni ég fann.
Forðaðist fátt
færidóm þann
sem ég af sátt
sendi um hann.
Allt sem þú átt
eignast ég kann.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/12/09 23:25


Kanntu Texi lagið ljúfa
um lostafulla yngismær,
lokkaprúðu, reyndað rjúfa
raunasöngin frá í gær.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
21/12/09 02:20

Gæran mín, ó mér hún er
mætari en allt.
Hennar án jú eflaust mér
yrði stundum kalt.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 21/12/09 11:38


Kalt er úti vetrar veður
vindur norðan blæs,
skaflinn djúpa tófan treður
trúlega með jólagæs.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 21/12/09 13:48

Jólagæs ég bar á borð
með berjasultu.
En úti Kári straukst um storð
svo staurar ulti.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 21/12/09 14:31


Ultu af bílnum stólar stórir
stíf var norðan átt,
út í buskan flugu fjórir
og fóru þar í smátt.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 22/12/09 21:52

Smátt er ekki undir mér
eða visið.
Enn hann, þegar alls er ber,
upp fær risið.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/12/09 00:51

rísa stjörnur, lýsa loft
ljós í augun skina
minn er hugur meir og „soft“
þó mætti aðeins hlýna.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/12/09 11:28

Hlýnar mér um hjartarætur
höfgan ilm er til mín ber
og frúin skötufatið lætur
fyrir mig, þá jól hér er.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 26/12/09 22:58

Erill mestur er nú frá,
enda komin hátíð.
Loksins verður ofaná
afslöppunin fátíð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 26/12/09 23:25

Fá tíðindi fá mig snert
- fjármál, eldgos, dauði -
við þessu ég get ei gert,
grantíhjartakauði.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/12/09 00:41

Grantíhjartakauði kann
að kíkja inn í hjörtun.
Er að meyjarást hann vann
aldrey heyrðist kvörtun.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 27/12/09 02:18

Kvartandi og kveinandi
klagandi og slagandi
volandi og veinandi
vælandi og skælandi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 27/12/09 02:35

skæla sumir glatað gull
gæfu sína vilja
auður samt er bölvað bull
bara sál mun hylja.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
27/12/09 04:53

Hulunni ég hefi svipt
og hjartans opnað rætur.
Og ég hefi upp mér lyft
oft um miðjar nætur.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 27/12/09 12:43

Næturgagnið nýtist vel á nóttu hverri.
Fyllist koppur keytu vorri
sem kneyfuð skal er byrjar Þorri.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/12/09 13:07

Þorrablótin þokast nær
af þekktum hraða.
Þorri manna þar með fær
í þau að vaða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 275, 276, 277 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: