— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 138, 139, 140 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 19/12/07 02:29

Hækjur sínar ældi á
öldruð múkkabytta.
Lifrarspýjan lýsisgrá
var lagin við að hitta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/12/07 09:47

Skemmtilegt aðbæði hinn aldni Lyra og hinn frábæri hagyrðingur hann Kynjólfur skyldu heiðra okkur... skál

Hitta vil ég hagyrðinga hér á þræði
sem yrkja bæði brag og kvæði
og binda ljóðin sín í næði.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 19/12/07 12:14

Næðis góðs ég hafna hlít
höfuð verk eg fæ af því.
Jóla reglur barna brít.
Brött er lægðin undur hlí.

‹Brestur í óstöðvandi grát›

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geöff Tré 19/12/07 12:52

Hlýjar voru hægðir tvær
hlakkaði í karli
fann ég eina frá í gær
og fyllti mig af snarli.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 19/12/07 14:02

Snarl er talin fæða föst
falin undir súðum.
Uppfundin í Reykjaröst,
reyndar til í búðum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 19/12/07 15:00

Búðir eru bestar hér
bara upp'á Fróni.
Vöðlar seðla virðast mér
í vasanum hjá Jóni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/12/07 17:26

Jón er mikið notað nafn,
nóg er af þeim köppum.
Sjaldgæft er að heita Hrafn,
helst þeir eru´ í klöppum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjöðvitnir 19/12/07 23:39

Klöppum fyrir kvennafans
sem karla tælir þekka.
Með þeim stíga máttu dans,
mjöð af krafti drekka.

Hirðfífl nostalgíunnar. Drottnari einmanaleikans. Verndari þráhyggjunnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 19/12/07 23:50

drekki ég af drukknum nóg
dett ég alveg íða
ferlega ég fúll verð þó
fái ég ekki að ríða.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 20/12/07 03:34

Ríða mun ég röftum hér
og ríms á brattann sækja.
Eins og skaftið upp á fer
eftirlaunaskækja.

Takk fyrir hlý orð í minn garð Skabbi. Gaman að líta við aftur eftir langt hlé og finna gamla félaga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 20/12/07 10:21

Skækjan mörg í mellukofa
mönnum hefur unað veitt.
Þar er gott að serða og sofa,
og súpa vín fyrir ekki neitt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 20/12/07 20:44

Neita ég að nefna þig,
þú nískupúki´ og bjáni.
Ekki dirfast yrða´ á mig,
aumingi og sláni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/12/07 21:05

Sláni ert og slyddujeppi
slagsíður með hnúta.
Enda þú með ýstrukeppi
eftir marga blúta.

Erum við á vitlausum þræði?‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 20/12/07 21:10

Ekki ef þessu er ekki beint til neins
Blútar margir bjarga sál,
bera mig til skýja.
Við engla glaður öskra skál,
en aumingjarnir flýja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/12/07 21:18

Flúið hef ég farið oft
fjarlægt rit og myndir.
Heimska mín er gagnslaust gort
sem grefur eigi syndir.

Lagað eftir að Texi hoppaði yfir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/12/07 22:23

Syndaaflaust færðu fýr
frekar þung var sakka
slitnar þéttur vondur vír
vænan færð nú pakka.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/12/07 22:29

Pakkatilboð tæla menn
turbobíll með arin.
Spilað með menn aftur enn
arðurinn þá farinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/12/07 23:25

Farinn er á fyllerí
fölnar karl af drykkju.
þvílíkt stand og stredderí
stærðar ríður bikkju.

lappi
        1, 2, 3 ... 138, 139, 140 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: