— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 109, 110, 111 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/9/07 17:41

Sóðalegur Leirinn er
lappa vill hér skamma
Maður þykist meiri hér
má samt ekki gjamma.

Mér finnst skammir vera óþarfar en vinsamlegar ábendingar eins og Skabbi gerði ættu að nægja.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 21/9/07 18:00

Gjamma hér og gaspra þar,
gerst hef kannski sekur.
Nú er ei sem áður var,
eg kann að þegja betur.

-------------------------------------------------------

[ Góð vísa, Andþór. Reyndar er smá vafamál í lokalínunni, en ég geri ráð fyrir að þú hugsir ´eg kann að´ sem þrílið, sem er í sjálfusér í góðu lagi. Heppilegri kostir hefðu getað verið:

eg kann þegja betur
- eða -
enn má þegja betur

- bkv. / Z N Ó J - ]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 21/9/07 19:31

Betur Andþór ætlar sér
eitthvað nú að haga
ef hann líkist Hlebba hér
hann við munum laga

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/9/07 19:39

Lagaflóran flókin er
flókin reglu saga
Lagastafinn bókin ber
bók um reglur laga.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 21/9/07 19:47

lagavísu lagði inn
langa krísudaga
bagar skvísu böllurinn
er bíðst hann Dísu að laga

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Léttfeti 22/9/07 12:56

Laga mætti þessa þjóð
þræla stjórnar okkar
Náttúrunnar sæta sjóð
sópa burtu flokkar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Úlvur 22/9/07 20:57


Flokkar eru fæstir eins
föður ómynd mesta.
Hugar fóstur stáls og steins
stæling hins allra versta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/9/07 22:27

verst er hér að vera einn
voma yfir engu
koma bara svoltið seinn
sjá hvað hinir fengu.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/9/07 22:37

Fengu oftast fisk úr sjó
flestir sem hér róa
Upprifinn fékk úldna skó
á öngla sína mjóa.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/9/07 22:38

mjóa vísa mikils tel
máttu þetta prófa
ekkert ég þér fyrir fel
feitt í mínum lófa.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 23/9/07 01:11

Lófa mér í lagið var
að laumast milli kvæða
Stafir þessir þáðu far
og þráðlaust hingað flæða

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/9/07 01:22

Flóðagátt minn grátur er
gaurinn illa séður.
Héðan brátt minn hlátur fer
hausinn græni kveður.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/9/07 01:24

kveðju þína karlinn minn
kann ég ekki að þekkja
sú hefur komið áður inn
en þá varstu að blekkja.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/9/07 01:37

Blekkingin var sett á svið
særði vin sem lifir
Þekkinguna verðum við
værðarlausir yfir

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/9/07 05:59

yfir mér er engin hér
alltaf fer ég góður
margur sér að mikið ber
mestur er ég sjóður

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/9/07 10:08

Sjóðurinn er særður hér
sættir allar dauðar
Eðalskáld sem skemmtu mér
skrifa síður auðar.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Úlvur 23/9/07 11:59


Auðar hlíðar en tímans tönn
tætir upp gróður víða.
Hugsaðu ei um boð né bönn
bæjinn þarf að smíða .

[Vantar ekki orðið Boð í þriðju línu... Skabbi]

Jú,jú.
Þakka þér kærlega, Skabbi ,

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/9/07 13:10

Smíðað hef ég húsin mörg
í hellinginn af kofum.
Samið ljóðin all oft örg
orti í mínum stofum.

KauBfélagsstjórinn.
        1, 2, 3 ... 109, 110, 111 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: