— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 15/12/05 21:55

Nú er það þannig að oft vilja menn setja inn mynd í innlegg sín.
Til þess að myndbirting sé innan eðlilegs ramma þá er sá háttur hafður á að vélbúnaður Baggalútssamstæðunar og tækniórangútarnir skrúfa myndastærðina niður í hæfilegt birtingar form.

Þá er komið að minni umvöndun. Þegar myndir eru minni er það "form" sem þeim er ætlað þá skrúfar vélbúnaður Baggalútssamstæðunar og tækniórangútarnir myndina upp í stærð, og afbaka hana þannig.

Mér þætti afskaplega vænt um að ef tími og vilji fer einhverntíman saman, þá yrði athugað hvort mögulegt væri að setja þetta litla atriði í umhverfismat og jafnvel kostnaðarúttekt og síðar í þarfagreiningu. Von mín yrði síðan sú að þetta myndi ekki spilla útliti og kosta lítinn tíma á móti gífurlegum þörfum.

Annar er væntanlega bara við hæfi í skammdeginu að óska öllum ljóss og frygðar.
-góðar stundir

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/12/05 14:00

Sammála því, sérstaklega er pínlegt að sjá hvað maður bólgnar upp við þessar myndbirtingar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 16/12/05 14:48

Sérstaklega tennurnar!

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 11/1/06 20:08

albin mælti:

Mér þætti afskaplega vænt um að ef tími og vilji fer einhverntíman saman, þá yrði athugað hvort mögulegt væri að setja þetta litla atriði í umhverfismat og jafnvel kostnaðarúttekt og síðar í þarfagreiningu. Von mín yrði síðan sú að þetta myndi ekki spilla útliti og kosta lítinn tíma á móti gífurlegum þörfum.

‹Fer í Umhverfisráðherragallann og gerir umhverfismat›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: