— GESTAPÓ —
Ritað mál.
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 3/12/05 11:58

Og þ í staðinn fyrir th og svona.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 3/12/05 14:43

Og dúndra svo inn ð þegar minnst varir

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/05 18:23

Það eru feykigóð rök fyrir upptöku Þ í enskri tungu amk. Ímyndið ykkur þann hafsjó af bleki og heilu regnskógana sem myndu sparast við upptöku eins stafs í stað tveggja, sérstaklega í ljósi þess hve mikið th/þ er notað. Auk þess myndi prentunarkostnaður lækka verulega þar sem minna væri prentað og tímasparnaðurinn (eitt slag í stað tveggja) myndi líka skila sér í kassann, það höfðar til bísnessmanna. Það er líka hægt að beita menningarlegum rökum þar sem Þ er upphaflega ensk rún.

Tilvalið er að nota þann slepjulega hippaumhverfisverndarkjaftæðistískukjaftavaðal í hinum vestræna heimi til þess að lauma þessu inn.

‹Hringir í umhverfisverndarsamtök og frægar rokkstjörnur sem vantar málstað til að hefja sjálfar sig upp á stall›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/05 21:28

Hakuchi mælti:

Það eru feykigóð rök fyrir upptöku Þ í enskri tungu amk. Ímyndið ykkur þann hafsjó af bleki og heilu regnskógana sem myndu sparast við upptöku eins stafs í stað tveggja, sérstaklega í ljósi þess hve mikið th/þ er notað. Auk þess myndi prentunarkostnaður lækka verulega þar sem minna væri prentað og tímasparnaðurinn (eitt slag í stað tveggja) myndi líka skila sér í kassann, það höfðar til bísnessmanna. Það er líka hægt að beita menningarlegum rökum þar sem Þ er upphaflega ensk rún.

Tilvalið er að nota þann slepjulega hippaumhverfisverndarkjaftæðistískukjaftavaðal í hinum vestræna heimi til þess að lauma þessu inn.

‹Hringir í umhverfisverndarsamtök og frægar rokkstjörnur sem vantar málstað til að hefja sjálfar sig upp á stall›

Augnablik, hvernig færð þú það út að regnskógar sparist við þetta?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 3/12/05 21:29

Þetta er allt saman helvítis prenturunum að kenna (starfsstéttinni, ekki þeim sem maður stingur í samband við tölvunua).

Þ var lengi vel í enskum bókum, en þegar Englendingar byrjuðu að prenta bækur fengu þeir prentvélar og stafasett frá meginlandi Evrópu (önnur saga segir að fyrsta útgáfa biflíunnar á ensku hafi verið prentuð í Hollandi).
Allavega var ekkert Þ í meginlandstungumálunum svo að það vantaði Þ í stafasettið, og prentararnir voru ekkert að hafa fyrir því að búa til nýja stafi eins og hér Íslandi.
Þ datt því út úr bókum og þetta fáránlega Th kom í staðinn.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 3/12/05 21:38

Ívar Sívertsen mælti:

Augnablik, hvernig færð þú það út að regnskógar sparist við þetta?

Hugsaðu þér allan pappírinn sem sparast við að fækka stöfunum um einn.
Til dæmis ef einhver myndi skrifa Ththththththththththththththththththththththththththththththththththththththththththththth (o.s.frv.) og prenta það út á pappír úr 2 regnskógum, þá hefði hann bara þurft að prenta það út á einn regnskóg ef hann hefði notað Þþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþ (o.s.frv.) í staðinn.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/05 21:43

Ég vil bara benda á tvennt í þessu samhengi.
1) Viðurinn í regnskógunum er einfaldlega ekki hæfur til pappírsgerðar þar sem trefjarnar í þeim eru svo lausar í sér þannig að pappírinn héldist ekki saman alveg sama hversu kemísk efni væru notuð til að halda þeim saman.
2) Allur sá viður sem notaður er til pappírsframleiðslu er sérræktaður. Fyrir hvert tré sem fellt er til pappírsframleiðslu eru gróðursett fjögur.
Pappírsnotkun hefur þar af leiðandi alls engin áhrif á eyðingu regnskóganna. Þeir sem eyða þeim eru landgráðugir aðilar sem vilja hraðbrautir og ræktunarland fyrir bændur.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 3/12/05 21:50

Hvað ertu að meina með því að vera að blanda staðreyndum inn í háalvarlegar umræður eins og þessar?
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/05 21:53

Láttu ekki svona, Þetta með TH á móti Þ er prýðileg hugmynd. Sjáðu líka t.a.m. allt þetta vesen með að nota ee sem í sem og oo sem ú! Þetta er alveg að gera sig!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/05 22:18

Ívar Sívertsen mælti:

Hakuchi mælti:

Það eru feykigóð rök fyrir upptöku Þ í enskri tungu amk. Ímyndið ykkur þann hafsjó af bleki og heilu regnskógana sem myndu sparast við upptöku eins stafs í stað tveggja, sérstaklega í ljósi þess hve mikið th/þ er notað. Auk þess myndi prentunarkostnaður lækka verulega þar sem minna væri prentað og tímasparnaðurinn (eitt slag í stað tveggja) myndi líka skila sér í kassann, það höfðar til bísnessmanna. Það er líka hægt að beita menningarlegum rökum þar sem Þ er upphaflega ensk rún.

Tilvalið er að nota þann slepjulega hippaumhverfisverndarkjaftæðistískukjaftavaðal í hinum vestræna heimi til þess að lauma þessu inn.

‹Hringir í umhverfisverndarsamtök og frægar rokkstjörnur sem vantar málstað til að hefja sjálfar sig upp á stall›

Augnablik, hvernig færð þú það út að regnskógar sparist við þetta?

Þegiðu flón! Þetta áróður!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/05 22:22

Hakuchi mælti:

Ívar Sívertsen mælti:

Hakuchi mælti:

Það eru feykigóð rök fyrir upptöku Þ í enskri tungu amk. Ímyndið ykkur þann hafsjó af bleki og heilu regnskógana sem myndu sparast við upptöku eins stafs í stað tveggja, sérstaklega í ljósi þess hve mikið th/þ er notað. Auk þess myndi prentunarkostnaður lækka verulega þar sem minna væri prentað og tímasparnaðurinn (eitt slag í stað tveggja) myndi líka skila sér í kassann, það höfðar til bísnessmanna. Það er líka hægt að beita menningarlegum rökum þar sem Þ er upphaflega ensk rún.

Tilvalið er að nota þann slepjulega hippaumhverfisverndarkjaftæðistískukjaftavaðal í hinum vestræna heimi til þess að lauma þessu inn.

‹Hringir í umhverfisverndarsamtök og frægar rokkstjörnur sem vantar málstað til að hefja sjálfar sig upp á stall›

Augnablik, hvernig færð þú það út að regnskógar sparist við þetta?

Þegiðu flón! Þetta áróður!

Þegiðu sjálfur! Áróður verður að vera sannfærandi!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/05 22:23

Þú hefur greinilega ekki verið að fylgjast með Íraksstríðinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/05 22:26

Það fer nú eftir því hvaða hluta þess þú átt við.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/12/05 22:30

Vjer viljum hjer með mótmæla því harðlega með formlegum hætti að staðreyndum á borð við þá að pappír komi eigi úr regnskógunum sje blandað í umræður þessar. Áróður þarf einvörðungu að vera sannfærandi og þannig að sem flestir trúi honum. Sannleiksgildi hans skiptir engu máli. Það hljómar afar trúlega í eyrum margra grænmetissmjattandi umhverfisverndarhippa að pappírsframleiðsla sje að ganga af regnskógunum dauðum og því á að básúna það út um allt til að fá sem flesta til liðs við málstaðinn.

Vjer viljum síðan biðjast afsökunar á hvað vjer höfum verið hjer lítið að undanförnu. Óvinir ríkisins hafa sjeð til þess að vjer höfum haft (of) mikið að gera að undanförnu. En nú ætlum vjer að lesa þennan þráð allan til að komast að ástæðu þess að það er mikilvægt að breiða út þann boðskap að pappírsframleiðsla gjöreyði regnskógunum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/05 22:36

Vertu velkominn til starfa á ný forseti góður og gleður mig að þú hafi séð þér fært að koma, þrátt fyrir að áframhaldandi og tilgangslaus th notkun enskumælandi fólks sé að valda gríðarlegri eyðingu á regnskógum jarðarinnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/05 22:43

Jáenn það má ekki gera það. Það stendur hér í ... ‹fer að blaða í reglugerðum samþykktum og sáttmálum› ... reglugerð frá umhverfisráðuneyti Baggalútíu að ekki megi fara með rangt mál um regnskóga. ‹hnussar›

Já og velkominn Vlad.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/12/05 22:47

Enda er þetta rétt mál. Th-væðing enskunnar er að tortíma regnskógunum. Ef ekkert verður gert innan 10 ára verða engir regnskógar eftir í Suður Ameríku. Þetta eru staðreyndir!

‹Bendir á línurit en heldur því í hæfilegri fjarlægð›

Svo virðist vera einhver misskilningur í gangi hérna. Umhverfisráðuneyti Baggalútíu, eins og allar stofnanir heimsveldisins, eru að sjálfsögðu bundnar sannleikanum í einu og öllu. En það er sannleikur séður frá sjónarhóli Valdsins, ekki þessi ómerkilegi raunheimasannleikur sem er ekkert að marka hvort eð er og hefur engu áorkað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/12/05 22:49

Ívar Sívertsen mælti:

Jáenn það má ekki gera það. Það stendur hér í ... ‹fer að blaða í reglugerðum samþykktum og sáttmálum› ... reglugerð frá umhverfisráðuneyti Baggalútíu að ekki megi fara með rangt mál um regnskóga

Þjer gleymið smáa letrinu: Þar segir að sk. 'sannleikur' um regnskóga sjeu þær upplýsingar (rjettar eða rangar) er best henta valdhöfum í Baggalútíu hverju sinni. Pappírsframleiðsla getur eytt regnskógunum í dag, stækkað þá á morgun og breytt engu fyrir þá á mánudag, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Og vjer þökkum góðar kveðjur. Þó verðum vjer e.t.v. eitthvað minna hjer alveg á næstunni en verið hefur sökum margvíslegra anna ‹Veltir allt í einu fyrir sjer hvort orðaröð skipti máli hvað merkingu snertir í orðasambandinu 'önnum kafinn' því 'kafinn önnum' hljómar undarlega›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: