— GESTAPÓ —
Ritað mál.
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 29/11/05 12:13

Í framhaldi af umræðum hér:
http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=6707&start=50
vil ég koma einni ábendingu á framfæri.

Það væri stórfenglegt ef að hér á Gestapó yrði hægt að velja hvort maður skrifi gotneskt kúrsív, karólínskt mínískúl, latínuskrift, þýska skrift og hvað þetta nú heitir allt saman. Ha?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/11/05 12:20

Ætlar þú að sprengja Skýrr !?!

‹Brosir út að dyrum og lyftir báðum eyrum upp fyrir augu til merkis um að sér hafi þótt þetta átakanlega sorglegur brandari›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 29/11/05 12:30

Ha? Ég?

‹Felur nokkrar leturgerðir fyrir aftan bak.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
gregory maggots 29/11/05 13:15

Sammála fyrsta ræðumanni.

pyntingameistari hennar hátignar - konunglegur skrásetjari þess sem eðlilegt skal teljast - mikill aðdáandi lágstafaritháttar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/11/05 13:19

Þetta er prýðisgóð hugmynd, en á henni er einn tæknilegur hængur. Leturgerðirnar sem sjást á vefsíðum tilheyra ekki henni, heldur tölvunni sem maður brúkar til skoðunar þeirra hverju sinni. Því yrðu allir sem vilja skrifa og lesa texta með þessum fornu leturgerðum að ná sér í einhverjar staðlaðar útgáfur af þeim, sem er leiðindavesen, eins og það heitir á fræðimáli.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 29/11/05 22:43

Það væri lítið mál að bjóða uppá þær til niðurhals hér á síðunni, eða hvað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 2/12/05 17:06

Þetta er óneitanlega heillandi hugmynd. Þýðir reyndar að þá getur orðið erfitt um vik í tölvuverum hótela og á netkaffihúsum í erlendum borgum.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 2/12/05 17:56

Enda myndi þetta líka þurfa að vera þannig útfært að maður geti valið hvernig síðan birtist manni.

Gestapó væri því tví- eða þrívistaður hverju sinni.

SPRENGJUM SKÝRR !

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/12/05 17:58

Hvaða endemis vitleysa er þetta! Það er algjör óþarfi að vera með svona kruðerí.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 2/12/05 18:29

Tek undir með Þarfa, þetta er ekki alveg eins auðvelt og það virðist við fyrstu sýn. Sundlaugur bendir strax á vandan sem kemur upp ef að viðkomandi er ekki í sinni eigin tölvu. Hætta er einnig á að óþarfa flúr og ofskreytingar öðlist meira vægi en innihald texta. Minna er því tvímælalaust meira, hvað það varðar, þegar upp er staðið. Þá eru ófyrirséð vandamál sérvitringa sem vilja helst ekki koma nálægt neinu tölvukyns ef það er ekki eplamerkt í bak og fyrir, [samanber undirritaður] þar hafa, eru, og geta komið upp fleiri tæknilegir árekstrar.
.
Eins er ágætt að við leiðum hugann að því, þegar frekjan og tilætlunarsemin er alveg að drepa okkur, að hér er allt okkur að kostnaðarlausu og þrátt fyrir það, er þetta eitt yndislegasta og fullkomnasta vefsvæði sem um getur.
[Hvenær fáum við svo „Hvað er nýtt" í miðjuna, með „Félagrita og Hverjir eru inni" borðana í sjónmáli, ha..!.. muhahahaaaa]

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 2/12/05 18:54

Günther Zimmermann mælti:

Það væri stórfenglegt ef að hér á Gestapó yrði hægt að velja hvort maður skrifi gotneskt kúrsív, karólínskt mínískúl, latínuskrift, þýska skrift og hvað þetta nú heitir allt saman. Ha?

Stórfengilegt væri, já, en tœknilegt flókið. Málið er e.t.v. að ráða atvinnulausan íslenskufrœðing og láta hann endurskrifa allt á Lútnum sem mann langar að lesa, í gotneskum letrum eða í hvaða skrift sem maður vill sjá.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/12/05 22:46

Þetta er fín hugmynd hjá Gúnteri og ætti hiklaust að reyna að framkvæma hana ef tæknileg útfærsla er innan þekkingarsviðs tækniórangútana Baggalútssamsteypunnar. Verðugt og gott verkefni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 2/12/05 23:00

Svo væri einnig ágætt ef téður íslenskufræðingur gæti skrifað þræðina upp á mismunandi málstigum, þ.e. að hægt yrði að velja þá málfræði sem ríkjandi er í handritum (NB, ég treysti mér ekki til að segja ríkjandi málfræði, því of lítið er varðveitt til að geta fullyrt eitt eða neitt) frá ca. 13. til 15. öld og 16. til 18. sirkabát. Einnig ef maður á sér eftirlætis skrifara, að fá að sjá síðuna með hans stíleinkennum, t.d. ef mig langar til að lesa heyrst hefur... með þeirri stafsetningu sem Ketill Jörundson brúkaði á sínum efri árum með kanselísku fraktúrletri, þá gæti ég valið það.

Þetta var kannski tú möts?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/12/05 23:18

‹Hristir höfuðið...› Á ekki orð.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/12/05 23:21

Það er ekkert tú möts þegar miklar kröfur eru annars vegar á Baggalúti.

Ég er viss um að Enter geti hent þessu inn við tækifæri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 3/12/05 05:18

Er ekki ráð að hafa möguleika á að sjá í það minnsta fyrirsagnir og starfslýsingar hér á vefnum á latínu þar sem latína virðist því miður vera á miklu undanhaldi? Svo væri hægt að hafa sér þræði sem eru á latínu. Það ætti ekki að vera flókið ef ásjónusmiðir Baggalúts hafa haldið skrá yfir helstu stikkorð.

Hvað með Esperanto?

Veni, Vidi, Audi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/12/05 07:55

Í raun ætti að bjóða upp á Gestapó (og Baggalút allan) á öllum þekktum tungumálum heimsins. Þannig geta hirðingjar Mongólíu jafnt sem verðbréfasalar Ameríku kynnt sér sannleikann. Þó er mikilvægt að vinna jafnt og þétt að því að smita íslenzku inn í hin tungumálin og þannig hægt og rólega gera íslenzku hið eina talaða mál í heiminum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 3/12/05 09:59

Limbri mælti:

Í raun ætti að bjóða upp á Gestapó (og Baggalút allan) á öllum þekktum tungumálum heimsins. Þannig geta hirðingjar Mongólíu jafnt sem verðbréfasalar Ameríku kynnt sér sannleikann. Þó er mikilvægt að vinna jafnt og þétt að því að smita íslenzku inn í hin tungumálin og þannig hægt og rólega gera íslenzku hið eina talaða mál í heiminum.

-

Auðvitað. Byrja t.d. að lauma inn einum og einu breiðum sérhljóða.

     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: