— GESTAPÓ —
Nýyrði unga fólksins.
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 12/11/05 12:57

Jú það er rétt. Svo held ég að þegar sagt er „unga fólksins“ þá sé verið að meina táningana.

Er enginn táningur

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/11/05 13:01

blóðugt mælti:

Jú það er rétt. Svo held ég að þegar sagt er „unga fólksins“ þá sé verið að meina táningana.

Er enginn táningur

Akkúrat !

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 13/11/05 14:24

En ég veit ekki alveg hvað er nýtt við þessi "nýyrði".

Þegar ég var í grunnskóla fyrir voða, voða mörgum árum (fleiri en puttarnir á mér) var í tísku að kalla alla mongólíta, og einn fékk t.d. viðurnefnið "Mongó".

"Ertu holgóma, homminn þinn?" heyrðist líka.
Getur verið að þessi orð séu kennd í líffræði á svipuðum tíma?

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/11/05 15:55

Hexia de Trix mælti:

Annars heyrði ég einhvern tíma ágæta sögu af því hvernig Halldór heitinn Laxness móðgaði Thor Vilhjálmsson. Þá hafði Thor setið lengi í heimsókn hjá Halldóri og talað svo mikið að nóbelskáldið komst ekki að. Þegar líða tók á daginn og Halldóri þótti ljóst að Thor væri kannski ekki á förum á næstunni, greip hann tækifærið þegar Thor sagði: „Þetta er ansi fallegur græðlingur hjá þér þarna fyrir utan gluggann.“
Og Halldór svaraði að bragði: „Já ég vona að hann verði orðinn stórt og mikið tré þegar þú kemur næst.“

aulinn mælti:

‹Flissar vandræðalega›

........................ég skil ekki?

Ég skal láta þig skilja þetta. Hvað tekur langan tíma fyrir græðling að verða að stóru og miklu tré?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 14/11/05 17:33

Tilvitnun:

Þið eruð bara mannvitsbrekkur! Öll sömul!

Ég lærði þetta sem m a n v i t s b r e k k a og vísaði það þá til þess að viðkomandi (kvenpersóna, man=kona) stigi ekki í vitið. Hennar man-vit (sumsé það sem tengist heimilisstörfum o.þ.h.) væri ekki upp á marga fiska.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/11/05 17:34

Úbs, þetta var víst ég.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 17:41

Orðið kemur fyrir í Eyrbyggjasögu:

Tilvitnun:

þeirra voru þær Auður hin djúpúðga, Þórunn hyrna og Jórunn mannvitsbrekka.

Sjá t.d. http://www.lexis.hi.is/corpus/leit.pl

Þar mun átt við að Jórunn þessi sé gáfuð (mannvitsbrekka = mikið mannvit). Seinna hefur þetta svo verið notað í háði. Þ.e. einhver er sagður mannvitsbrekka þegar allir vita að viðkomandi er ekki mjög vitur.

Þá má lesa meira um þetta á Vísindavef HÍ.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 14/11/05 17:43

Anonymous mælti:

Tilvitnun:

Þið eruð bara mannvitsbrekkur! Öll sömul!

Ég lærði þetta sem m a n v i t s b r e k k a og vísaði það þá til þess að viðkomandi (kvenpersóna, man=kona) stigi ekki í vitið. Hennar man-vit (sumsé það sem tengist heimilisstörfum o.þ.h.) væri ekki upp á marga fiska.

Það hélt ég líka og hef bent á það, en var á móti bent á að í orðabók Eddu stæði mannvitsbrekka. Ég tel víst að þarna sé um að ræða eina af þessum nýmóðins orðabókum sem hafa það að leiðarljósi að fylgja þróun málnotkunar en ekki að kynna sér uppruna orðanna. Að minnsta kosti telst mannvitsbrekka rangt í mínum augum sem og allra þeirra sem þekkja til uppruna og merkingu orðsins.
Hins vegar er afar erfitt að standa gegn notkun orðs ef fólk telur sig hafa trúverðugri heimildir og sterkan vilja til notkunarinnar.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 17:44

Ég bendi ykkur á að lesa innlegg mitt hér að ofan, hér hafið þið augljóslega rangt fyrir ykkur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 14/11/05 17:45

Eftirfarandi grein var birt í pistlinum Íslenskt Mál í Morgunblaðinu:

Tilvitnun:

„Í tilvitnuðu dæmi úr Snorra-Eddu er að finna nafnorðið manvit sem merkir eiginlega ‘hugvit’ þar sem fyrri liðurinn man- er skyldur sögninni muna-man-mundi-munað, sbr. einnig nafnorðin muni ‘hugur’, munúð o.fl. Í nútímamáli er oft notuð framburðarmyndin mannvit og orðið er jafnvel ranglega tengt mannsviti. Mér var kennt í skóla að rita bæri manvit enda er það ávallt ritað svo í eldra máli, sbr. einnig sérnafnið Jórunn manvitsbrekka (Eyrbyggja saga).

Mér er að ljóst að ekki dugir að deila um smekk manna en sjálfum finnst mér orðið manvit fegurra en mannvit og tel rétt að halda því til haga að hvorki manvit/(mannvit) né mannsvit tengist sérstaklega karlmanni.

Morgunblaðið, 9. ágúst 2003 “

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 17:58

Það er í meira lagi athyglisvert hversu mótsagnakenndar þessar heimildir eru. Augljóst er að deilt er um rót orðsins og merkingu. E.t.v. hafa einhverjir einhverju við þetta að bæta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 14/11/05 18:00

Hefur einhver athugað hvernig þessir fornu höfðingjar stóðu sig í stafsetningu í grunnskóla?

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 18:01

Eftirfarandi hefur Íslensk orðabók Eddu um orðið manvit að segja:

Tilvitnun:

man·vit HK
fornt/úrelt

vit, mikil þekking, kunnátta hugans

http://edda.is/vefbaekur/

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/11/05 18:13

Ég las grein Guðrúnar á vísindavefnum og var henni hjartanlega ósammála. Einnig er ekki hægt að treysta merðinum Merði. Hann eltir popúlaritetið í þessu sem öðru. Hafið þið lesið á kjölinn á orðabrókinni hans? Þar stendur, illa falið í dulmáli, Al(þingismaðurinn) Mö(rður).

Tilvitnun:

Jórunn manvitsbrekka hét enn dóttir Ketils. [1]

Svo er það ritað í Laxdælu.

Ég treysti Laxdælu, þó vissulega vanti útskýringar. Gaman væri að kíkja í handrit til að gá hvort n-ið sé bundið eða jafnvel hásteflingur, þá yrði ég að taka undir með mannvitrungunum, en sé það bara eitt, þá verðum við að leita víðar og betur að rökum.

Heimildir:
[1] http://snerpa.is/net/isl/laxdal.htm

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 14/11/05 19:23

Ég er harður á því að þetta sé mannvitsbrekka en ég tel að allar nauðsynlegar skýringar séu þegar komnar. Ég treysti orðabókinni betur heldur en einhverjum rithöfundi sem skrifar bara orðin eftir sínu höfði.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 14/11/05 19:55

Þú gengur þar villur vegar.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 14/11/05 21:13

MEGAS!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 14/11/05 23:45

Günther Zimmermann mælti:

Það stendur í Laxdælu, en hitt í Eyrbyggja sögu (og mér skilst raunar víðar).

http://www.snerpa.is/net/isl/eyrbygg.htm

En engin þessara heimilda fær mann til að ætla annað en að mannvit og manvit þýði að minnsta kosti nokkurn veginn það sama. (Hvort sem það er þá þekking eða hugvit - sbr. það sem heimildarmaður Ísdrottningarinnar er að halda fram.) Þú þarft líklega að styðja mál þitt betri heimildum, trésmiður kær.

‹Bíður spenntur›

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: