— GESTAPÓ —
Nýyrði unga fólksins.
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 7/11/05 15:20

Nýlega hef ég tekið eftir nýjum frasa hjá ungu fólki... „Þú ert svo mikill mongólíti“ eða „Ljóti mongólítinn þinn!“. Persónulega finnst mér þetta afar ómerkilegt að segja, ekkert ósvipað að segja „Haha.. Krabbameinssjúklingurinn þinn!“. Oft er notað orð yfir minnihluta hópa í niðrandi tilgangi, þá sérstaklega notað af yngra fólkinu, fólk á mínum aldri.

Annað nýtt orð sem ég hef heyrt t.d. „Ertu holgóma?!“... Það er ekkert að holgóma fólki nema skurður í vör... Hvað varð um orð eins og asni?Fífl?

Og hver kannast ekki við það þegar kallað menn homma fyrir það eitt að gera eitthvað asnalegt eða þess háttar? Er eitthvað asnalegt við það að vera hommi? Er það ekki bara eðilegasti hlutur? Er samfélagið enn það óþroskað að þetta orð sé notað til þess að niðurlægja menn? Og maður myndi halda að yngra fólkið ætti að vera mun opnara fyrir samkynheigð heldur en eldra fólkið.........

Enn og aftur afneita ég aldri mínum.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/11/05 15:26

Ég vil bæta hér við orðinu þroskaheftur, sem er náskylt mongólítanum, og því álíka bjánalegt.

Þetta er allt saman til marks um vanþroska og hugmyndaleysi. Persónulega þykir mér mun meiri prýði að orðum á borð við fæðingarhálfviti, vanviti, og blábjáni. Allt góð og kjarnyrt íslensk orð sem móðga hvorki mongólíta né þroskahefta með samlíkingu við þann sem ávarpaður er.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 7/11/05 15:28

Já einmitt. T.d. orðið vangefinn er einnig afar niðrandi. Þessir krakkar vita ekki hvað þau eru að segja með þessu. Hvað ef einhver sem heyrir þetta á þroskaheftan frænda? Holgóma mömmu? Hugsunarleysi í þessu unga liði!!

‹Urrar›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 7/11/05 15:38

Og það sem verra er þá versnar þetta bara með aldrinum. Mín kynslóð segir t.d. "Ertu unglingur?" eða "Þú ert nú bara unglingur ennþá" þegar ætlunin er að lækka rostann í krökkunum. Svo er náttúrulega klassískt að fussa og segja með samblandi fyrirlitningar og vantrúar "Ja, þessi ungdómur nú til dags". og ef maður vill virkilega sýna þeim hvað manni finnst þá getur maður ekki klikkað með "Jæja, hvað finnst þér nú skemmtilegast að læra í skólanum?" eða "Mundu nú eftir að biðja bænirnar þínar og vera þægur og góður drengur/þæg og góð stúlka". Þau eiga enga vörn gegn því.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 7/11/05 15:41

Það að vera holgóma er ekki að hafa skarð í vör. Að vera holgóma er þegar harði og mjúki gómurinn hafa ekki náð að vaxa eðlilega saman á fósturskeiði og eftir verður op á milli munnhols og nefhols, svokallað gómskarð. Það fer hinsvegar oft saman að hafa skarð í vör og gómskarð.

Annars er ég sammála ykkur.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 7/11/05 15:42

Já og þetta er yfirleitt lagað með skurðaðgerð á fyrsta aldursári, svo enginn er látinn vera holgóma alla ævi.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 7/11/05 16:28

Má segja: Ertu rafvirki?
Er það nokkuð móðgandi?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 7/11/05 16:29

Já.. einnig hefur maður heyrt: "Ertu eitthvað geðveikur?"
Geðveiki geta verið margir alvarlegir sjúkdómar sem ekki ætti að gera grín að, sérstaklega vegna þess hve miklir fordómar fylgja þessum sjúkdómum.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/11/05 16:36

Rétt er það Tigra. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 7/11/05 16:42

‹Mæðir dæsulega og gluggar í moggann›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/11/05 16:44

‹Lítur gluggalega út og mæðir um dæsið›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 7/11/05 16:50

‹Sér að það er þó nokkuð af fólki sem kærir sig kollótt þó það sé skráð sem "rafvirki" í símaskránni›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 7/11/05 16:51

Sundlaugur Vatne mælti:

Má segja: Ertu rafvirki?
Er það nokkuð móðgandi?

‹Stekkur hæð sína›
‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›
Takk Sundlaugur, það er langt síðan ég hef hlegið jafn hressilega. ‹Skellir sér á lær›

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 7/11/05 16:55

Þarfi, Tigra og Sundlaugur, þakka ykkur fyrir fyrstu hláturssprengju dagsins. hahahahahahaaa

‹dettur út um gluggann›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/11/05 16:59

‹Superman grípur Heiðglyrni og flýgur með hann inn um gluggann, svona til tilbreytingar›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 7/11/05 17:04

Þarfagreinir mælti:

‹Superman grípur Heiðglyrni og flýgur með hann inn um gluggann, svona til tilbreytingar›

Hvað meinarðu, breytistu í Súpermann þegar þú tekur niður gleraugun?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 7/11/05 17:31

Eruð þið holgóma, þroskaheftu mongólitarnir ykkar!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 7/11/05 17:35

Þarfagreinir mælti:

‹Superman grípur Heiðglyrni og flýgur með hann inn um gluggann, svona til tilbreytingar›

‹Sér að Supermann verður grænn í framan þegar hann kemst í snertingu við kóbalt og cryptonite blandaða tínaníum brynju Riddarans og missir flugið. Riddarinn gefur frá sér hvellt blístur „fedd..fíoll" Pegasus hinn hvíti vængjaði hestur Riddarans, kemur fljúgandi og flýgur í rólegheitum með þá til jarðarinnar. Súpermann þakkar Riddaranum lífgjöfina.. Ekki málið vinur..!.. ›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: