— GESTAPÓ —
Fjölgun í 10.000 klúbbnum
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/10/05 15:02

Það tilkynnist hjer með opinberlega að eftir stutta stund, þ.e. örstuttu eftir að vjer smellum á Senda, mun verða fjölgun í 10.000 klúbbnum (sjá http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=5928 ).

Vonum vjer að í augum þeirra þriggja er klúbb þennan skipa er þetta er ritað sjeum vjer velkomnir.

Eigi er oss fullkomlega ljóst hvort svona mikill innleggjaföldi sje tilefni til fögnuðar eða tilefni til einhvers annars en fögnuðar. Þegar allt er lagt saman er þó frekar tilefni til að fagna þar eð þegar á allt er litið hefur verið gaman hjer.

Hefst því hjer með veisla mikil í tilefni af þessu en í ljósi framansagðs er gestum veislunnar einnig frjálst að drekkja sorgum sínum hjer kjósi þeir það fremur.

xT SKÁL ! xT

‹Sýpur á fagurbláum drykk og kemur með risaflutningagáma fulla af veitingum inn í veislusal svo stóran að eigi sjest þar enda á milli›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 17/10/05 15:07

Til hamingju með áfangann Hr.Fuckov.

Ku þetta vera hæsta orða er jeg hefi augum litið í háa herrans tíð.
Skál !!
‹Byrjar að þamba spíra alltof hratt og raða í magann á sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 17/10/05 15:09

Til hamingju með þennan merka áfanga Vladimir. Þetta eru vissulega tímamót í sögu Gestapó, skál! xT

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/10/05 15:19

Til hamingju!

‹Fær víðættubrjálæði. Ákveður að takast á við það með því að sturta í sig áfengi›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 17/10/05 15:54

Til hamingju xTxT ‹Skálar með báðum höndum›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 17/10/05 16:02

Til lykke!

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 17/10/05 16:14

Til hamingju með það, hvar skráir maður sig í þúsund pósta klúbbinn, maður er farinn að nálgast það mark ‹Ljómar upp›xT

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 17/10/05 17:53

‹Kemur færandi hendi með blásvartan silkislopp merktan 10.000. Að vísu er sérsaumað orðið mílur fyrir neðan, en er nokkuð langt í þann klúbb hjá þér?›

‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 17/10/05 18:10

Til hamingju.‹Skálar› xT

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 17/10/05 18:33

Kling, kling Riddarinn slær saman glösum til að fá hljóð. Ehemm. Kæri Forseti og aðrir gestir, Riddaranum er það enn í fersku minni, hvað honum þótti óskaplega merkileg að ná hundrað innleggjum. Mikið af vatni og sjálfsagt ýmislegt annað, hefur runnið til sjávar síðan þá.
.
En hjer erum við í dag að fagna með ástsælum hæstvirtum Forseta Baggalúts, þeim áfanga hans að vera búinn að berja hjer inn ein tíuþúsund innlegg. Hann er kominn við fjórða mann í 10.000 innleggja klúbbinn. Megi þau verða tíuþúsund í viðbót, hann lifi húrra húrra húrra. Skálum fyrir Forseta vorum. Kæri Forseti skál fyrir yður.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 17/10/05 18:57

xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 17/10/05 18:59

Til hamingju Vladimir! ‹Knúsar› xT

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 17/10/05 19:00

Megi þau verða 10.000 í viðbót ‹heldur upp glasi með fagurbláum drykk til heiðurs forsetanum›

SKÁL! xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 17/10/05 19:14

Skál kæri forseti xT

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 17/10/05 19:20

Til hamingju með þennan glæsta áfanga. xT

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 17/10/05 19:31

‹Birtist í dyrunum með barðastóran hatt. Tekur ofan›Ég tek ofan fyrir þér, afreksmaður.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 17/10/05 19:38

Innilega til hamingju með þennan merka áfanga megir þú skrifa mörg og jafnvel gáfulegri (ef það er þá bara hægt) innlegg í framtíðini.

tólffalt húrra fyrir forseta vorum og Baggalútíu.

HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA

xTxTxT[/g]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/10/05 19:56

Takk, takk ‹Ljómar upp›. Vjer þökkum góðar kveðjur í tilefni af þessum áfanga ‹Dreifir litríkum, snúrufríum plútóníumljósaperum, glænýjum frá einni af rannsóknastofum forsetaembættisins, til gesta sem þakklætisvotti›.

Skál ! ‹Sýpur á fagurbláum drykk og veltir fyrir sjer hvort ástæða sje til að setja einhverja þeirra gesta er eigi hafa látið sjá sig hjer á listann yfir óvini ríkisins sökum þess hve sá listi virðist allt í einu stuttur - aðeins þrír 60 cm háir skjalastaflar›

Og nú er innleggjafjöldi vor samhverfa ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: