— GESTAPÓ —
Gestapói-Bagglýtingur
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/10/05 09:17

Þetta verður örstutt, ég hef nefnilega tekið eftir að margir hafa upp á síðkastið kallað sig og okkur Bagglýtinga, sem er svo sem eðlilegt...

Persónulega finnst mér þó að Gestapói sé flottara samheiti yfir okkur og hélt ég reyndar að það væri orðin venja hér að kalla sig Gestapóa...

En hvað um það, ég er ekkert að skjóta á nýliða þann sem að er með Bagglýtinga í fyrirsögn á félagsriti sínu, enda hefur hann séð þetta hjá einhverjum eldri Gestapóa... hvað segið þið, hvað finnst ykkur flottast?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/10/05 09:44

Er Gestapó þorp á Baggalút. Verð að viðurkenna nokkuð jafna misnotkun á þessum orðum. Finnst bæði betra, þó hugsanlega megi deila um tilkall okkar, til notkunar á orðinu Baggalútur/Bagglýtingar.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 3/10/05 09:47

‹Ráfar um í nýliðalegri örvæntingu›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 3/10/05 09:49

Er þetta ekki svona svolítið eins og Reykvíkingur/Íslendingur? Ég hef alltaf skilið það þannig, og finnst eiginlega bara bæði ganga. En ég er náttúrulega bara lítið laufblað.

Krúsídúlla Gestapó.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/10/05 10:55

Ég held að þrátt fyrir smæð þína þá hafir þú aldeilis rétt fyrir þér, laufblað. Gestapóar eru undirmengi Bagglýtinga. Flóknara er það ekki.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/10/05 11:00

Undirmengi ? Eru þá þeir er lesa Baggalút en eigi eru skráðir á Gestapó Bagglýtingar ? Eigi finnst oss það passa því í vorum huga þarf að stunda Gestapó til að vera Bagglýtingur. Annars skiptir munurinn á þessum orðum litlu máli en þess má geta að vjer notum mun oftar orðið 'Bagglýtingur', þrátt fyrir mynd þá er oss fylgir.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/10/05 11:11

Mér finnst ég vera meiri Bagglýtingur en Gestapói, þó vitaskuld sé ég bæði.
Þetta er kannski ekki jafn augljóst og Íslendingur-Akureyringur, en þetta er í ætt við það.
Ef ég segist vera Bagglýtingur vita nokkuð margir út í raunheimum* um hvað ég er að tala, en ef ég segist vera Gestapói, þarf fólk frekari útskýringar.
En svo á móti, stundum, ef ég segist vera Bagglýtingur þá fæ ég oft spurningar um síðuna, fréttirnar, plötuna og fleira sem aðeins ritstjórn veit.
Þá þarf ég að fara að útskýra mig betur.
Þannig að kannski er ég bara Gestapói.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/10/05 13:02

Vladimir Fuckov mælti:

Undirmengi ? Eru þá þeir er lesa Baggalút en eigi eru skráðir á Gestapó Bagglýtingar ? Eigi finnst oss það passa því í vorum huga þarf að stunda Gestapó til að vera Bagglýtingur. Annars skiptir munurinn á þessum orðum litlu máli en þess má geta að vjer notum mun oftar orðið 'Bagglýtingur', þrátt fyrir mynd þá er oss fylgir.

Þótt þú komir í heimsókn til Íslands ertu ekki orðinn Íslendingur.... eða eitthvað.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/10/05 14:18

Nei, það heitir að vera Íslandsvinur, þe ef þú ert nógu "merkileg" persóna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 3/10/05 14:22

Mér finnst „Bagglýtingur“ frekar vera orð yfir háttsetta ritstjórnarmeðlimi. Þó hef ég gerst sek, eins og fleiri, um að nota orðið í víðara samhengi. Ef ritstjórn hefur ekki á móti því að harðduglegir og vel innviklaðir Gestapóar kalli sig Bagglýtinga, þá væri málið leyst af minni hálfu. Niðurstaða: Ég vil síður kalla okkur Bagglýtinga nema ritstjórn hafi lýst yfir samþykki sínu fyrir slíku.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 3/10/05 14:23

Ég er Gestapói, held ég.

‹Starir þegjandi út í loftið›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/10/05 20:31

Mér finnst það bara svo Baggljótt að segja Bagglýtingar... hehe... Gestapói finnst mér fara betur í munni og blaði... en það er bara mín skoðun...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/10/05 20:38

Tek undir með Hexíu. Ritstjórnarmeðlimir eru allir baggalýtingar‹ (nudge nudge). ›Við hin aumu sem hér búum erum Gestapóar. Þannig hef ég hins vegar ávallt skynjað það, þó ég hafi kannski af og til vísað í gestapóa sem bagglýtinga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 3/10/05 20:42

Hakuchi mælti:

Tek undir með Hexíu. Ritstjórnarmeðlimir eru allir baggalýtingar‹ (nudge nudge). ›Við hin aumu sem hér búum erum Gestapóar. Þannig hef ég hins vegar ávallt skynjað það, þó ég hafi kannski af og til vísað í gestapóa sem bagglýtinga.

Sammála þessu. Man eftir því er ég kom fyrst hingað að ég talaði um Bagglýtinga, en var skammðu af vissum rauðum manni nr. 11. Hef alla tíð síðan haft þennan hugsunaháttinn á, er Hakuchi nefnir.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 3/10/05 20:45

Mér finnst reyndar eins og "Bagglýtingi" sé tengt Baggalútíu frekar en Baggalúti, og Gestapó sé aðeins einn hluti Baggalúts. Svo er Baggalútía einn partur af Gestapó.
S.s. Baggalútur ---> Gestapó ---> Baggalútía
Allavega hef ég alltaf skynjað það þannig.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/10/05 20:57

Fyrir mér blasir þetta við svona: Skráðir notendur á Gestapó sem og Ritstjórn eru Bagglýtingar. Aðrir sem lesa Baggalút, þ.m.t. Gestapó en eru ekki skráðir notendur eru Afbæjarmenn og því ekki Bagglýtingar. Ástæðan fyrir því að ég tel bæði Ritstjórn og Gestapóa vera Bagglýtingar er sú að Ritstjórn getur líka skrifað á Gestapó.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/10/05 20:58

Ívar Sívertsen mælti:

Fyrir mér blasir þetta við svona: Skráðir notendur á Gestapó sem og Ritstjórn eru Bagglýtingar. Aðrir sem lesa Baggalút, þ.m.t. Gestapó en eru ekki skráðir notendur eru Afbæjarmenn og því ekki Bagglýtingar. Ástæðan fyrir því að ég tel bæði Ritstjórn og Gestapóa vera Bagglýtingar er sú að Ritstjórn getur líka skrifað á Gestapó.

Þetta er nokkuð góð skilgreining...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 3/10/05 21:02

Ég kann best við að vera kallaður herra.

Ykkur hin finnst mér alger óþarfi að skilgreina sérstaklega.

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: