— GESTAPÓ —
Hvað er í matinn?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4 ... 113, 114, 115  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 11/9/05 19:36

Já ég væri sko til í villibráð.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 11/9/05 19:39

Ég var að enda við að sporðrenna naglasúpu sem samanstóð af hvítlaukssmjörsteiktu frosnu grænmeti og Heinz tómatsúpu úr dós. Það var alveg hægt að henda þessu í sig, þó ég efist um að þetta verði sett á topp-50 listann yfir góðar uppskriftir.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Línan 11/9/05 19:44

Hér er steiktur smáfugl, einhverskonar bíbí, með kartöflum og lauk. Með þessu er svo dísæt Grand Mariner sósa. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu› Djöfull var annars lítið grand í flözzgunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/9/05 19:45

Var það kannski af því að þú ákvaðst að fá þér fljótandi forrétt?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 11/9/05 20:31

Línan mælti:

Hér er steiktur smáfugl, einhverskonar bíbí, með kartöflum og lauk. Með þessu er svo dísæt Grand Mariner sósa. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu› Djöfull var annars lítið grand í flözzgunni.

.
Ekki klára Grandið, drekk ekkert annað..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Línan 11/9/05 20:41

[quote]Var það kannski af því að þú ákvaðst að fá þér fljótandi forrétt?

Þetta byrjaði nú bara af því að ég átti í verulegum vandræðum með þennan pirrandi smáfugl, skelfing erfitt að hoppa á eftir honum út um allt.
Ég þurfti einn hjartastyrkjandi og svo leiddi eitt af öðru. Það leið líka allt of langt á milli þess að sagt var að í réttinn færi ein Grand, þar til stóð hvar í réttinn hún átti að fara.

‹gefur Heiðglyrni síðasta dropnn úr Grand flöskunni›
Passaðu þig svo á vatninu, það endar allt á milli liða, fyrr en seinna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Holmes 11/9/05 20:41

Það var gamaldags íslensk kjötsúpu eins og hún gerist best.

Starfsmaður pirrandi félagsins - Eigandi Rokkmúsar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 11/9/05 21:15

Hangikjöt með nýuppteknum kartöflum, uppstúf og baunasalati.
Ferlega þjóðlegt.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 11/9/05 21:38

Sænskar kjötbollur hitaðar upp í súrsætri sósu.

Prins Arutha af Krondor
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 12/9/05 01:39

Það er alveg spurning. Kannski svartar baunir með hrísgrjóni, maís og heimalögðu salsa, að mexíkóskum hætti. Já, hvernig væri það?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 12/9/05 01:40

Ertu í útlandinu Mosa mín?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 12/9/05 02:02

Er ég ekki yfirleitt í útlandinu? Já, er í útlegð eins og oftast. Alla vega miðað við Skerið. En á Lútnum er ég heima.

Annars er ég búin að geyma baunirnar og borða núðlur í stað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 12/9/05 02:08

Já mikil ósköp. Lúturinn er alltaf heima, sama hvar maður er.
Verði þér að góðu, ég ætla að reyna að sofa meira.
Kvöldmatartíminn löngu liðinn og því óþarfi að flækjast hér.
Ég býð þér góða nótt.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 12/9/05 02:11

Góða nótt, Norn!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
BíBí 12/9/05 08:19

Góðan daginn Mosa Frænka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/9/05 11:54

Ég hef áhyggjur af mataræðinu hjá þér Mosa frænka. Væri ekki nær að fá sér hnausþykka hormónafyllta nautasteik, löðrandi í bernæssósu, djúpsteikta kartöflubáta og mikið af mæjónesi?

Lengi hefur mig dreymt um risastóra ameríska nautasteik sem maður getur keypt án þess að þurfa að taka lán með veði í húsinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 12/9/05 17:09

Hakuchi mælti:

Ég hef áhyggjur af mataræðinu hjá þér Mosa frænka. Væri ekki nær að fá sér hnausþykka hormónafyllta nautasteik, löðrandi í bernæssósu, djúpsteikta kartöflubáta og mikið af mæjónesi?

Ekki gleyma remúlaðinu maður!

Hér verður líklega eldað grísa-sveppabuff í kvöld... annars úr nægum mat að velja, ekki á hverjum degi sem maður fer og troðfyllir ísskáp, frysti og skápa af matvöru fyrir 15.000 kall...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/9/05 20:10

Ég hitaði upp afgangana af villibráðinni frá því í gær... ‹Slefar›

        1, 2, 3, 4 ... 113, 114, 115  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: