— GESTAPÓ —
Hvað er í matinn?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3 ... 113, 114, 115  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 26/8/05 14:07

Öllum þykir jú gott að borða og sumum jafnvel gaman að elda (þó ekki væri nema grátt silfur). Þessi þráður gæti öðrum þræði verið vettvangur kræsilegra matalýsinga og ekki sakaði þótt ein og ein uppskrift fengi að fljóta með.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 26/8/05 14:09

Skyr.is.....

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðhaus 26/8/05 14:32

Svínahnakki!!!!
‹Hlær illum hlátri að aulanum sem nýlega gerðist grænmetisæta›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 26/8/05 14:39

Aha! þú hefur verið á síðunni minni er það ekki?

‹Horfir illilega á Rauðhaus›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 26/8/05 16:54

Kók og pylsa.
‹Sullar sinnepi niður á jakkann sinn.›
Andskotinn!

Prins Arutha af Krondor
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
nirfill 26/8/05 16:58

Naglasúpa. Aftur!!!

sígræn eins og sólin
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 26/8/05 17:20

Pizza

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/8/05 17:22

Þú ert sannur konnössúr Sverfill minn.

Ég fer á veitingastað í kvöld, skilst mér. Ég vona að það verði staður þar sem skammtað er með einhverju viti á diskana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 26/8/05 18:11

Ég mæli með köldu epli úr ísskápnum. Sérstaklega á föstudögum. Nautatunga ef það klikkar.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 26/8/05 22:17

Mikið er gaman til þess að vita að við Sverfill frændi snæðum báðir flatböku í kveld. Á mínu heimili eru föstudagar flatbökudagar og vill nú svo skemmtilega til að ég er einmitt að hnoða deigið í eldhúshjálpinni í þessum rituðum orðum. Ekki er úr vegi að skella uppskriftinni fram svöngum Bagglítingjum , vonandi einhvertíma, til seðjunnar.

Deigið:
900 gr hveiti
1 msk salt
6 dl volgt vatn
1 pk þurrger
1/4 tsk sykur
1 dl extra virgin olífuolía

Vigtið hveitið, mælið saltið og stráið yfir og hellið í skál. Blandið saman 4 dl af köldu kranavatni og 2 dl sjóðandi heitu ketilvatni með sykurögninni. Þessi blanda á að vera temmilega heit fyrir gerið sem nú skal hrært rösklega saman við með handþeytara. Leyfið gerblöndunni að lifna við (5-10 mín). Að því loknu hellast gerblandan og olían saman við hveitið og herlegheitin hnoðuð saman þar til mótast hefur vel samanblandaður deighleifur. Deigið er síðan látið hefa sig í skál undir viskustykki þar til það hefur a.m.k. tvöfaldað stærð sína. Gætið að dragsúg og kulda því hvorugt fellur gerlum í ger. Þegar hér er komið við sögu mæli ég sérstaklega með því að kauntríplata ritstjórnar fari í fóninn og ger gerlunum vottuð virðing með opnun eins bjórs og eitt ákavítisstaup skaðar engann svo fremi sem vel sé búr birgt. Tjillið í örlitla stund og hugsið fallega til deigsins.
xT

Sósan:
1 dós tómatpúrra
1/2 dl extra virgin olívu olía
1 msk oregano
1 tsk timian
1 tsk steinselja
2-3 hvítlauksgeirar (pressaðir)
nýmulinn svartur pipar

Nú þessu er bara hrært saman í lítilli skál og látið standa þar til því er smurt á útflatt degið.
Fáið ykkur sopa af bjórnum og annan snaps, ákavíti er máske ekki algjör skylda en fyrir alla muni ekki fá ykkur Sjenever. Sjenever er bara hollenskur hórudrykkur, magameðal brúkað af sjóaramellum eftir mikla sæðisdrykkju. Jæja núna er degið sennilega fullhefað og tilbúið til fletjunar...................ekki gleyma að kveikja á ofninum í tíma...undir/yfir hiti, 200 °C. Deginu, sem nú er alveg að springa eftirvæntingu, má skipta í tvo hluta og nýta í tvo flatbökubotna þ.e. ef margir eru í mat eða mikið er til af kræsilegu áleggi úr ýmsum áttum. En í kveld ætla ég að nota deigið í eina feita ferhyrnda flatböku. Klippið bökunarpappír í ámóta stærð og bökunarplata ofnsins segir til um og fletjið degið út á pappírnum. Það er í góðu lagi þó degið nái dulítið út fyrir pappírinn. Smyrjið sósunni út á deigið. Flytjið pappírinn og degið yfir á bökunarplötuna, munið bara að brjóta degið sem fór út fyrir, inn yfir áður. Veltið deigflipunum út aftur.

Áleggið:
Allt sem hugur girnist og magann ei mæðir

Á mínu heimili er vinsælast að setja pepperoni, gráðost, sveppi og jafnvel ananananananas ......og mikið af osti að sjálfsögðu.

Verði ykkur að góðu.

E.s. Það er sérlega prýðilegt að setja þykkann ost t.d. Camenbert undir deigflipana á köntum flatbökunnar.

.......xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/9/05 11:51

Sennilega bara brauð og eitthvað gums úr ísskápnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 1/9/05 11:55

Nafni mælti:

[...]fyrir alla muni ekki fá ykkur Sjenever. Sjenever er bara hollenskur hórudrykkur, magameðal brúkað af sjóaramellum eftir mikla sæðisdrykkju.

‹Ælir blóði úr hlátri›

Skál vinur, þú ert snarlega snældu- spinnisprækur get ég séð.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 1/9/05 14:35

Fiskur með lakkríssósu.. nammi gott.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Línan 1/9/05 15:42

Það verða kókosbollur í kvöldmatinn og þeim verður skolað niður Canada dry.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 1/9/05 16:03

Hrútspungar og svið.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/9/05 16:05

Hafragrautur og slátur...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/9/05 16:58

Ekkert. Ef ég næ ekki að skrifa nóg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 6/9/05 18:00

Limbri mælti:

Nafni mælti:

[...]fyrir alla muni ekki fá ykkur Sjenever. Sjenever er bara hollenskur hórudrykkur, magameðal brúkað af sjóaramellum eftir mikla sæðisdrykkju.

Ælir blóði úr hlátri

Skál vinur, þú ert snarlega snældu- spinnisprækur get ég séð.

-

‹hneigir sig djúpt og spjátrungslega› Takk fyrir herra minn........þér veitti kannski ekki af að fá þér sopa af Sjenever.

     1, 2, 3 ... 113, 114, 115  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: