— GESTAPÓ —
Langlokan - langþráður langlínuþráður
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 25/9/07 13:18

Gamall, í herðunum lotinn og lafmóður
lötrandi gengur öldungur niður á torg,
með vindinn í fangið bölvandi bandóður
barn liðins tíma, fæddur í þessari borg

----------------------------------------------------------

[ Góð tilraun, lappi - & býsna skemmtilegt kvæði.
En hér, rétteinsog í venjulegum ferskeytlum, þarf
(nánast) ávallt að kappkosta að hafa
STUÐUL Í 3. BRAG-LIÐ !
Þá yrði þetta semsagt skothelt með smá breytingu:


Gamall, í / herðunum / lotinn og / lafmóður
lötrandi...
o.s.frv.


- Beztu kv. - Z N Ó J ]

Þakka ábendinguna
kveðja!
Lappi.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/9/07 08:06

Hér verð ég að endurorða kveðjuna sem ég sendi hér á fyrri blaðsíðunni. Ég leit ekki á ártölin og hélt að þráður vikunnar væri alltaf nýr þráður en ekki öðlingurinn Skabbi að vekja gamlar og góðar hugmyndir upp frá dauðum. Hann fær því klapp fyrir lofsvert framtak.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/9/07 22:46

Dagstund er liðinn gamanið hefst dreg fyrir gluggana
dæmalaust verður kvöldið í rökkrinu þá .
Drungi í loftinu hljóður fanga skammdegis skuggana
skrælnar lauvið og öll tilveran verður grá.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 30/9/07 03:39

Í rúminu ligg ég og skemmti mér vísurnar skrifandi
þá skeður oft það sem ég gjarnan með ykkur vil deila nú:
Að einstaka sinnum mér finnst þær svo léttar og lifandi
þær lyftast af blaðinu og smjúga í nærstaddra heilabú.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/10/07 10:31

Jæja... nú læt ég þessum þræði vikunnar lokið, en mælist til þess að fólk gleymi honum ekki og haldi áfram að yrkja langlokuvísur...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 15/1/08 20:49

Innan við múrvegginn átti ég löngum mér legubekk
og las þar til rassinn varð sár eða þrotinn var dugurinn.
En minnið úr kollinum gnauðar með sífelldum gegnumtrekk
svo galtómur, reikandi, firrtur og brotinn er hugurinn.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/4/08 12:20

Hlandblautur styðst ég við húsvegginn ælandi landanum.
Hálfpottur drukkinn á mettíma leiddi að vandanum.
Snemmkveldis, þess vegna, dó ég af áfengisandanum.
Ámiginn ráfa loks heimleiðis, blótandi fjandanum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/4/08 13:12

Helvíti þykir mér hryssingsleg tíðin
Hoppa mig langar í sófann minn í
Kannski ég brenni nú klunnaleg skíðin
og komi mér því næst í dívaninn í!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/4/08 14:53

Langlokuþráðurinn þykir mér töff.
þrælgóðar vísur hér ærnar.
Fallega bragyrtar flott þetta stöff
fiðring mér gefur í tærnar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/4/08 01:04

Sextíu atkvæði setjum í vísur að lágmarki
svo að þær teljist nú uppfylla þráðarins skilyrði.
(Ferskeytlur þola víst fjögur í viðbót, að hámarki.)
Fylgir þú þessu, til innleggs hér hefur þú vilyrði.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/4/08 07:21

Vilyrði færðu loks Billi minn Bilaði geggjaði
sem birtist hér yrkjandi kátur og allsekki hikandi
Stendur á túninu eins og stóðhestur hann hneggjaði
og heiðsól sem skein sínum eldgulu logunum blikandi.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/4/08 09:09

Með blikandi augu ég baksa við atkvæðatalningu,
og ber saman vísu með ferskeytluhámark af atkvæðum.
Þó óttast ég það að brátt yfir- ég fái hér -halningu
frá öryrkjum snjöllum sem nóg hafa fengið af hratkvæðum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/4/08 14:36

Kvæði ég reyni að yrkja þó andinn sé horfinn mér,
orðunum raða af natni og vanda mig (stillt og prúð).
Skrýtið hvað verða oft langlínulanglokur (hvað finnst þér?)
langar og innihaldsrýrar hjá mér, þó sé vel að hlúð.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 24/9/08 11:41

Á háskólavarnarliðsvellinum er sífelldur næðingur
og ekkert sem bendir til annars en að það haldi.
En glugginn er lokaður og á borðum er léttur snæðingur
þannig að mér er skítasama þó hér sé smá kaldi.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/11/08 19:24

Kaldranalegt er nú og ansi hreint kreppulegt vinur minn
í kofunum hanga enn stjórar og telja inn skuldirnar
ég missi oft andlitið nú hér á andartaki hrynur kinn
og emja ei því hér eru bankanna leyndardómsduldirnar.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/12/08 01:58

Á heimsvísu verður brátt hrunið mun stærr'en á Íslandi
nú hriktir í grautfúnum stoðum sem upphalda bretlandi
því varla telst skrítið að hamingjan far'um mig hríslandi
er helvítin þar fá brátt smjörþefinn af eigin fretlandi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
1/12/08 13:17

Má vera' að desembermánuður leyni ekki prófunum.
Mikil er ólgan og lætin í krökkum í skólunum.
Eftir á klappa þau ef til vill hress saman lófunum -
í ofvæni bíða svo prófniðurstaðna á jólunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 1/12/08 17:29

Hversu sem mannkynið endalaust munar í fríðindi
og magntölur neyslunnar svimháar runur í töflunum.
Þá get ég ei stillt mig og treð núna upp með þau tíðindi
að tölfræðin sýnir að skuldsettir ganga af göflunum.

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: