— GESTAPÓ —
Langlokan - langþráður langlínuþráður
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/9/07 09:53

Hér fann ég þráð sem má aldregi eyðast að böðlunum,
hann orsakar líklega megnið af skáldskaparpínunni.
Mig langar í fróðleik um hvar á að stilla upp stuðlunum
þó stafurinn hreyki sér fremstur í öftustu línunni.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Eftirfarandi stuðlasetningarmynstur eru að mínuviti augljóslega í lagi:

S - - / - - - / S - - / - - - / - - -

- - - / - - - / S - - / S - - / - - -

- - - / - - - / S - - / - - - / S - -

- - - / - - - / - - - / S - - / S - -
________________________________________________________________________

Einnig getur hugsast að notast mætti við eftirfarandi, þó ég mæli varla með því
(nema ómissandi merking beinlínis krefjist þess) :

- - - / S - - / S - - / - - - / - - -
________________________________________________________________________

Ef línulengdin færi svo uppí sex eða fleiri bragliði þarf að fara varlega, hugsa sig vel um & hlusta vandlega eftir hljóðfallinu.
Undir slíkum kringumstæðum mætti t.d. líklega færa rök fyrir möguleikum á borði við þennan :

S - - / - - - / - - - / - - - / S - - / - - -

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 22/9/07 11:48

Þríliðavísur eru stuðlalega í engu frábrugðnar tvíliðavísum.

Á Heimskringlusvæðinu er eftirfarandi:

Tilvitnun:

Reyndar er auðvelt að stuðla fimm bragliða ljóðlínur rétt ef farið er eftir eftirfarandi reglu: Ef ekki er stuðull í þriðja braglið verða stuðlarnir að vera í fjórða og fimmta braglið. Í ljóðlínum með fjórum bragliðum er reglan enn einfaldari.Stuðull skal vera í þriðja braglið. Þá er rétt stuðlað.

Sjá hér

Þar er ekki fjallað um sex-liða vísur, það ég sé, og tek því undir með ZNÓJ.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 22/9/07 13:05

Eftir því sem ég best veit eiga alltaf að vera 3 stuðlar í hverri sex-liðalínu.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/9/07 13:10

Svipað og í fyrri línu afhendingar, þá? Og svo bara einn höfuðstafur á móti, er það ekki?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 22/9/07 13:15

Sex-liða línur eru bara einar um sína ljóðstafi, líkt og í afhendum, þar sem seinni línan hefur síðan tvo stuðla. Hexametur (hetjulag) samanstanda t.a.m. af sexliðalínum, tveimur eða fleiri, þar sem hver lína inniheldur þrjá stuðla.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/9/07 14:06

Já, eins og Húmbaba fór að gera í vor fyrir lokun.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 22/9/07 14:43

Akkúrat

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/07 15:18

Þráður vikunnar.... um að gera að hamra járnið meðan það er heitt...

Yrkið nú meira og eflum hér langlínuþræði
albest er forskriftin herramanns Natans og Kó.
Sígillt og allnokkuð frjótt er það forskriftarsæði
fylgið því ótrautt þá kemst allt í stóíska ró.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 22/9/07 21:03

Þetta er furðulega óvinsæll þráður.

mætti henda inn vondri vísu, veðraðri, í ljóðakrísu
sem reyndar lopann tyrfinn teygir teygðan ennþá meir?
engin meining, engin saga, ekkert til að kæta Braga
eflaust mætti ljóðið laga: laga og henda þessum leir,
þessa hluti þyrfti að gera - þennan draga ekki leir
______________________ aðeins það og ekkert meir

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/9/07 21:36

Í efna-menn gef ég nú dauðann og djöfulinn hlandbrunninn,
dópmangarana skal fangelsa, henda svo lyklinum.
Og spíttbátagæja sem læðast með dóp inn á landgrunninn
leggjum í bönd, rúllum upp, og svo kveikjum í hnyklinum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/9/07 15:50

Z. Natan fær bestu þakkir frá mér fyrir að láta þennan stórgóða þráð (og dásamlega upphafsvísu) dúkka upp, sem og vel heppnaðar stökur hinna skáldanna. Fimmfaldir þríliðir er einnig hin besta bragarskemmtun.

Í Kína finnst vart nokkur hræða í stórblokkahverfinu
og hrísgrjónaskálin er dýrari en glóandi gimsteinar.
Oft sig er erfitt að fóta í fjölflokkakerfinu
og flugeldanýársinssýningaratburður finnst ei þar.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/9/07 19:35

Ég setti í gær hér inn fróma og einlæga fyrirspurn.
Finnst mér nú aldeilis gaman að sjá þessi viðbrögð hér.
Þráðurinn núna er settur upp sérlega efst á turn.
Z. Natan Ó. Jónatanz þakka vil fyrir að svara mér.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 23/9/07 19:56

Einn félagi minn lenti í heldur merkilegri lífsreynslu nýlega og orti ég þá þannig í orðastað þess ágæta manns. ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

ég rak eitt sinn lókinn í láfu í bóli vel viljandi
og lemstraðan tók ég út þónokkrum mínútum síðar
en skildi ég þvínæst að þetta var Kalli mér yljandi
og þá fyrst ég mundi að láfurnar eru víst víðar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Mikið er gaman að yrkja í langlínum, makalaust alveg
(margt þó ég hefði nú raunar við tíma minn betra að gera;
helgað mig rannsóknum, farið í líkamsrækt, keyrt yfir Kjalveg
ég klárlega gæti, & afrekað margt – en ég læt það samt vera).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 24/9/07 11:10

Er hljómfögur orðin frá afkimum ljósvakans berast
og einlægur segir mér kynnirinn frómur frá því
að í landinu öllu sé andskotans ekkert að gerast
ég opna mér bokku og tek mér frá heiminum frí.

‹Klórar sér í höfðinu›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/9/07 02:43

Þó vísan sé steypa(og varla nothæf til malbikunar)
ég verð bara að segja ykkur frá þessu, næstum því hvíslandi;
Hve kjarnyrtur sé þessi kveðskaparþráður vikunnar
ég kveðju vil senda til ykkar þar heima á Íslandi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 25/9/07 08:28

Að yrkja í langlokum tæpast er tungunni bjóðandi
því tennurnar þvælast í vegi við blessaðan lesturinn
af óþolinmæði ég enda -og reiði- bandsjóðandi
og efalaust gerð'etta betur þeir Texi og hesturinn.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: