— GESTAPÓ —
Rannsókn mín á talnagildi orða
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 3/12/08 19:52

Jarmi mælti:

Eiga ekki allir Íslendingar rætur sínar að rekja í allar sveitir landsins? Þessir víkingar riðu um allar sveitir hefur mér sýnst. Þeirri hefð hefur svo verið viðhaldið í gegnum tíðirnar.

Þið megið eiginlega prisa ykkur sæla útfrá því. Ef allir höfðu setið bara í sinum dal eða firði, hvernig væru Íslendingar núna... ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/12/08 02:01

Grágrímur mælti:

...
Og Ps... Hvað er Bláskógabyggð'?

Er það ekki sveit rétt hjá Þingvöllum.
Er mig að misminna, eða segist bóndinn, sem mótmælir því að Jón Hreggviðsson á Rein höggvi niður Íslandsklukkuna undir umsjón Sigga Snorrasonar böðuls, ekki einmitt vera úr Bláskógabyggð?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 4/12/08 02:14

Kiddi Finni mælti:

Jarmi mælti:

Eiga ekki allir Íslendingar rætur sínar að rekja í allar sveitir landsins? Þessir víkingar riðu um allar sveitir hefur mér sýnst. Þeirri hefð hefur svo verið viðhaldið í gegnum tíðirnar.

Þið megið eiginlega prisa ykkur sæla útfrá því. Ef allir höfðu setið bara í sinum dal eða firði, hvernig væru Íslendingar núna... ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Fáir... ‹Glottir eins og fífl›

Og Billi, Ég veit, Biskupstungur voru sameinaðar, held ég Þingvallasveit og einhverjum fleirri hreppum og það heitir núna Bláskógarbyggð... mér finnst það bara sorglegt að Biskupstungur eru vístformlega ekki lengur til.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 4/12/08 22:27

Bláskógar eru örnefni við Þingvelli. Bláskógabyggð er nýlegt sveitarfélag sem til varð við sameiningu Þingvallahrepps, Laugardalshrepps og Biskupstungna og tók nafn sitt af Bláskógum.

Vegna umræðna um meint ágæti Tungnanna: Einhverjar ættir á ég nú þangað, en vænna þykir mér nú um legginn upp í Hreppa. En fallegt er í Skálholti og Bræðratungu.

Svo má ekki gleyma því fornkveðna:

Kvæði:

Grímsnes hið góða
og Gull-Hrepparnir,
Sultar-Tungur
og svarti Flói.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 5/12/08 20:45

Billi bilaði mælti:

Grágrímur mælti:

...
Og Ps... Hvað er Bláskógabyggð'?

Er það ekki sveit rétt hjá Þingvöllum.
Er mig að misminna, eða segist bóndinn, sem mótmælir því að Jón Hreggviðsson á Rein höggvi niður Íslandsklukkuna undir umsjón Sigga Snorrasonar böðuls, ekki einmitt vera úr Bláskógabyggð?

Sagði ekki bóndinn, að afi sinn væri fæddur á Bláskógaheiði?

Og þegar böðullinn segist að vera "með bréf uppá það" þá svarar bóndinn:
"Það er nú margt bréfið. Og bréfin eru orðin mörg."‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 5/12/08 20:55

(678) Ég fór í ferð á æskuslóðir forfeðra minna og þá var mér bent á bláskóginn sem sveitin er kennd við . Það fylgdi sögunni að skógurinn sæist ekki lengur því hann er fyrir löngu farinn, höggvinn og fullnýttur. Í dag er þar gras, urð og grjót.

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 5/12/08 21:03

Þar ætti að gróðursetja skóginn uppá nýtt.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 5/12/08 21:04

Ó já. Með blágreni. (684)

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 5/12/08 22:44

Lokka Lokbrá mælti:

Ó já. Með blágreni. (684)

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við› Ekkert annað en víði og birkikjarr, takk fyrir!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 5/12/08 22:57

(699) ‹Klukkan tifar› Afhverju ekki hið fagra blágreni?

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 5/12/08 23:02

Liggur það ekki í augum úti? Viljir þú endurskapa Bláskógaheiði, þá notar þú þann gróður sem á Bláskógaheiði var. Viljir þú gera eitthvað annað á því landi þar sem Bláskógaheiði var, setur þú eitthvað annað, t.d. blágreini.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/12/08 23:42

Bláskógar hafa líklega verð bláir í fjarlægð, blágreni er miklu yngra fyrirbrigði á landinu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 5/12/08 23:44

Kannski var þetta kóbalthúðaður skógur. ‹setur upp spekingssvip›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/12/08 23:51

Kiddi Finni mælti:

Billi bilaði mælti:

Grágrímur mælti:

...
Og Ps... Hvað er Bláskógabyggð'?

Er það ekki sveit rétt hjá Þingvöllum.
Er mig að misminna, eða segist bóndinn, sem mótmælir því að Jón Hreggviðsson á Rein höggvi niður Íslandsklukkuna undir umsjón Sigga Snorrasonar böðuls, ekki einmitt vera úr Bláskógabyggð?

Sagði ekki bóndinn, að afi sinn væri fæddur á Bláskógaheiði?

Og þegar böðullinn segist að vera "með bréf uppá það" þá svarar bóndinn:
"Það er nú margt bréfið. Og bréfin eru orðin mörg."‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Faðir minn heitinn spilaði Íslandsklukkuna af 33 snúninga plötum um hver jól þegar ég var yngri. Það var gaman. ‹Fyllist þáþrá›
Jú, ætli það hafi ekki verið afinn sem var fæddur þarna.

‹Tekur undir með Jóni í „vandarhöggsvísum“:› ♪♪♪ ... utan hún sé feit og rííííííííííík... ♪♪♪

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 6/12/08 14:36

En hvað með talnagildi orða?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 6/12/08 15:25

Jarmi: vertu ekki að skipta um umræðuefni!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bu. 6/12/08 15:27

Billi bilaði mælti:

Kiddi Finni mælti:

Billi bilaði mælti:

Grágrímur mælti:

...
Og Ps... Hvað er Bláskógabyggð'?

Er það ekki sveit rétt hjá Þingvöllum.
Er mig að misminna, eða segist bóndinn, sem mótmælir því að Jón Hreggviðsson á Rein höggvi niður Íslandsklukkuna undir umsjón Sigga Snorrasonar böðuls, ekki einmitt vera úr Bláskógabyggð?

Sagði ekki bóndinn, að afi sinn væri fæddur á Bláskógaheiði?

Og þegar böðullinn segist að vera "með bréf uppá það" þá svarar bóndinn:
"Það er nú margt bréfið. Og bréfin eru orðin mörg."‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Faðir minn heitinn spilaði Íslandsklukkuna af 33 snúninga plötum um hver jól þegar ég var yngri. Það var gaman. ‹Fyllist þáþrá›
Jú, ætli það hafi ekki verið afinn sem var fæddur þarna.

‹Tekur undir með Jóni í „vandarhöggsvísum“:› ♪♪♪ ... utan hún sé feit og rííííííííííík... ♪♪♪

Hvað var þá kona kölluð? Ég man bara eftir nistisbrík.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 6/12/08 15:31

hlewagastiR mælti:

Jarmi: vertu ekki að skipta um umræðuefni!

Fyrirgefðu. Svona er að vera með gen úr Hornafirði, maður veit ekki betur.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: