— GESTAPÓ —
Draumráðningar.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 28/9/04 11:51

Það er gamall og góður siður að ráða í drauma.
Ég bíð mig hér með fram til þess arna, en í árans bænum ekki kasta fram öllum votu draumum ykkar. Þeir eru ekki mitt verksvið.

Í nótt dreymdi mig að ég væri staddur í giftingaveislu systur minnar. Ég var með nýjan gemsa og tíndi honum. Einhver kona fann hann og kom honum til mín. Hún var höfðinu hærri en ég og þegar ég kom til hennar til að fá gemsann, féll ég algerlega flatur fyrir henni.´
Já. Svona geta draumar verið skrítnir og skemmtilegir.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/9/04 12:00

Ætlarðu þá ekki að ráða þinn draum?

Annars dreymdi mig síðastliðna nótt að ég væri í partíi nokkru, í sumarbústað nokkrum upp í sveit, þar sem staddir voru Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr í góðu stuði, ásamt fleiri góðum partígestum. Allt í einu stökk Sigurjón á mig og beit í hökuna á mér og ég vaknaði... hvað táknar þessi draumur?
Skabbi
p.s. hvað lestu út úr skriftinni minni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 28/9/04 12:11

Skabbi skrumari mælti:

Ætlarðu þá ekki að ráða þinn draum?

Annars dreymdi mig síðastliðna nótt að ég væri í partíi nokkru, í sumarbústað nokkrum upp í sveit, þar sem staddir voru Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr í góðu stuði, ásamt fleiri góðum partígestum. Allt í einu stökk Sigurjón á mig og beit í hökuna á mér og ég vaknaði... hvað táknar þessi draumur?
Skabbi
p.s. hvað lestu út úr skriftinni minni?

Þessi er nokkuð þungur verð ég að segja.
En út úr skriftinni les ég að þú hafir fengið ágætis nætursvefn í það heila.

En ég er hræddur um að þessi draumur hafi frekar litla merkingu, þar sem Sigurjón Kjartansson og Jón Grarr koma báðir við sögu.
En það má með herkjum lesa úr skriftinni, að þig hafi lengi langað að eignast sumarbústað til að geta boðið til ærlegrar veislu með tignum gestum.
Að vera bitinn í hökuna, má túlka sem svo, að draumur þinn um eigin sumarbústað sé ey svo fjarlægur.

Gangi þér vel kæri Skabbi!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ormlaug 28/9/04 12:19

hundinginn mælti:

Það er gamall og góður siður að ráða í drauma.
Ég bíð mig hér með fram til þess arna, en í árans bænum ekki kasta fram öllum votu draumum ykkar. Þeir eru ekki mitt verksvið.

Í nótt dreymdi mig að ég væri staddur í giftingaveislu systur minnar. Ég var með nýjan gemsa og tíndi honum. Einhver kona fann hann og kom honum til mín. Hún var höfðinu hærri en ég og þegar ég kom til hennar til að fá gemsann, féll ég algerlega flatur fyrir henni.´
Já. Svona geta draumar verið skrítnir og skemmtilegir.

Ooo, þetta eru bara exotískar leifar af þínum fyrstu ástarþrám, þegar þú lést þig dreyma um amors fundi með vinkonum systur þinnar þegar þú varst lítill patti, nú ertu vaxinn úr grasi en eitthvað við þetta forboðna samband við þér stærri og þroskaðari konu er þér greinilega hugleikið. ‹leggur arminn yfir öxlina á hundingjanum, hallar sér að honum og segir lágri röddu› Gemsinn táknar mojoið þitt, sem þér finnst þú vera búinn að glata og vonast til að stóra stelpan muni færa þér.

Fegurðin kemur að innan! • Heimska anórexíu beyglan þín!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 28/9/04 12:30

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/9/04 12:38

Mig dreymdi að ég væri í svakalega stóru teiti með hóp af fólki sem ég kannaðist ekkert við. Ég lét mikið á mér bera og þótti hrókur alls fagnaðar. Þegar leið á veisluna hóf ég þann afar hressa leik að bjóða öllum sem vildu á barinn og um leið að fá sér að borða steiktar pylsur með sinnepi. Eftir að ég hafði stofnað til umtalsverðs reiknings og gerði mig líklegan til að fara að borga, áttaði ég mig á að skuldin væri niður fallin en veislan að sama skapi búin.

Hvað ætli þetta þýði ?

p.s. hvað þíðir það þegar allar línurnar í lófanum á manni eru óslitnar ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 28/9/04 13:02

Limbri mælti:

Mig dreymdi að ég væri í svakalega stóru teiti með hóp af fólki sem ég kannaðist ekkert við. Ég lét mikið á mér bera og þótti hrókur alls fagnaðar. Þegar leið á veisluna hóf ég þann afar hressa leik að bjóða öllum sem vildu á barinn og um leið að fá sér að borða steiktar pylsur með sinnepi. Eftir að ég hafði stofnað til umtalsverðs reiknings og gerði mig líklegan til að fara að borga, áttaði ég mig á að skuldin væri niður fallin en veislan að sama skapi búin.

Hvað ætli þetta þýði ?

p.s. hvað þíðir það þegar allar línurnar í lófanum á manni eru óslitnar ?

-

Limri. Þú munt verða langlífur.
Ég hef hins vegar áhyggjur að draumnum.
Það er eitt smáatriði sem truflar mig, sem er það að þú varst að éta pylsur með sinnepi. Þig langar sem sagt innst inni að verða forseti. Og verðir þú forseti, þá fer illa fyrir þegnunum. Og þeir munu yfirgefa þig.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Dr. Gottfriedsen 28/9/04 22:49

Mig dreymdi að ég væri hluti af tölvuleik, ca. 10 ára gömlum. Eftir að haf beðið ósigur gagnvart austurlenskum bardagamanni vaknaði ég og fór á fætur. Þar sem ég sat í eldhúsinu og snæddi morgunverð áttaði ég mig á því að ég var alls ekki vaknaður. Því næst vaknaði ég áttaði mig á því að mig hafði verið að dreyma þetta en svo vaknaði ég og komst að því að sú uppgötvun var bara draumur. Þá vaknaði ég skyndilega og eftir nokkra stund áttaði ég mig á því að þetta hafði allt saman verið draumur. Því næst fór ég í vinnuna en tók eftir því að ekki var allt með felldu. Eftir nokkra stund áttaði ég mig á því að ég var enn ekki vaknaður.
Þess má til gamans geta að þetta ástand varir enn og býst ég við að vakna upp frá draumnum á næstu mínútum.

Alois Florian Gottfriedsen, landlæknir og frækinn kapteinn á sjóræningjaskipinu "Dallurinn BL"
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 29/9/04 10:51

‹Klípur Gotta mjög fast í kinnina›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/9/04 11:07

Undir morgun dreymdi mig að fimm (frekar en fjórir) lögreglumenn í gamla, glæsilega einkennisbúninginum gengju í átt til mín. Áður en þeir náðu að bera upp erindið vaknaði ég. Hvað merkir þetta?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 29/9/04 11:10

Að þú notar DC++ og KaZaa of mikið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 29/9/04 14:58

Dr. Gottfriedsen mælti:

Mig dreymdi að ég væri hluti af tölvuleik, ca. 10 ára gömlum. Eftir að haf beðið ósigur gagnvart austurlenskum bardagamanni vaknaði ég og fór á fætur. Þar sem ég sat í eldhúsinu og snæddi morgunverð áttaði ég mig á því að ég var alls ekki vaknaður. Því næst vaknaði ég áttaði mig á því að mig hafði verið að dreyma þetta en svo vaknaði ég og komst að því að sú uppgötvun var bara draumur. Þá vaknaði ég skyndilega og eftir nokkra stund áttaði ég mig á því að þetta hafði allt saman verið draumur. Því næst fór ég í vinnuna en tók eftir því að ekki var allt með felldu. Eftir nokkra stund áttaði ég mig á því að ég var enn ekki vaknaður.
Þess má til gamans geta að þetta ástand varir enn og býst ég við að vakna upp frá draumnum á næstu mínútum.

Ágæti Dr. Gottfredsen.
Svona lagað getur einungis gerst, hafi maður gleymt að stilla vekjaraklukkuna.
Miðheiladordingullinn lætur viðkomandi ýmist halda að hann sé vaknaður og allt í sómanum. Eða að viðkomandi sé sofandi og muni vakna of seint.
Þetta gerist í hvert skiptið sem viðkomandi skiptir um hlið til að sofa á.

Rumski viðkomandi hins vegar og dettur á gólfið, getur allt farið úrskeiðis þann daginn, því miðheiladordingullin kemur því ekki til skila að viðkomandi sé vaknaður.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 29/9/04 15:00

Júlía mælti:

Undir morgun dreymdi mig að fimm (frekar en fjórir) lögreglumenn í gamla, glæsilega einkennisbúninginum gengju í átt til mín. Áður en þeir náðu að bera upp erindið vaknaði ég. Hvað merkir þetta?

Kæra Júlía.
Þér eruð haldnar einkenningsbúningahungri eftir þessu að dæma. En þú villt bara ekki vita hvers vegna.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/9/04 16:38

Um daginn dreymdi mig mjög skýrt og án gríns Risaskjaldbökur ásamt risavöxnum eggjum þeirra. Hvað á það að fyrirstilla?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 29/9/04 17:26

Mig dreymir bara klámdrauma. Hvað á það að þýða...?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/9/04 18:05

Frelsishetjan mælti:

Mig dreymir bara klámdrauma. Hvað á það að þýða...?

Það þýðir að þig vanti einhvern til að hjálpa þér að láta draumana rætast.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/9/04 19:01

Fyrir nokkru dreymdi oss að vér værum á gangi til austurs eftir undarlegri götu í Þingholtunum nálægt Miklubraut. Húsin voru í samfelldri röð þ.e. engir garðar á milli þeirra. Því miður var endi götunnar svoleiðis líka og gátum vér því eigi komist í næstu götu (sem vér vildum komast í) nema fara í gegnum íbúðarhúsið í endanum. Það kunnum vér eigi við þó vér vissum að það væri nokkuð algengt að gangandi vegfarendur gerðu slíkt. Snerum vér því til baka til vesturs og beygðum svo fyrir horn í átt að Skólavörðuholtinu. Það leiddi til þess að vér enduðum í miðborg Reykjavíkur er var á risastóru sléttu svæði og líktist miðborgin einhverri fáránlegri blöndu af Reykjavík og að því er virtist New York, Moskvu og Peking. Þarna var risastórt torg með afar hárri hvítri byggingu og bílarnir á götunum eins og í A-Evrópu kaldastríðsáranna. Fleira sérkennilegt gerðist, t.d. stórt, nýtt dómhús sunnan við M.R. með dómsali eins og bíósali og endalausa langa og mjóa ganga, svartamyrkur og allt á kafi í snjó um hásumar, fáránleg gaddavírsgirðing og bannsvæði við Umferðarmiðstöðina o.fl. ‹Hlær af allri vitleysunni› Of langt mál er að fara í þetta í smáatriðum - hvað þýðir þetta rugl eiginlega ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/9/04 19:09

Án þess að ég sé nokkur draumráðningarmaður þá held ég að þetta sé nokkuð augljóst. Þig dreymir um Móðurina = Rússland.

-

Þorpsbúi -
     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: