— GESTAPÓ —
Limruþráður.
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 25, 26, 27
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 4/3/12 22:58

Tíminn hann líður og líður
Og Ljón Baldvin ríður og ríður
Ef skrifar hann bréf
Ég ráð ekki hef
Til stúlku sem eftir því bíður

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/3/12 18:01

Fyrir Landsdómi kjagar einn krabbi,
svo kátlega spaugsamur Dabbi,
á ská út á hlið
og skirrist ei við
þótt skuldsettan pöpulinn gabbi.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 18/7/12 12:19

Alltaf ef illa mér gengur
andans er burtu minn fengur
Ég sem bara ljóð
lygin og góð
og ljóma sem saklaus hér drengur

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/7/12 20:10

Spáin er köld helgin heit
helst ef menn ferðast í sveit.
Sumartíð og sól
semsagt eigi jól
og túnin með beljur á beit.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 24/7/12 22:54

Beita fyrir blíðar hrundir
brókarlausar vilja stundir
vín í dall
víf fær skjall
og vilja henni liggja undir

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 10/11/12 23:10

Bagalegt er Bölmóðs ljóð
brundi þakið forljótt fljóð
öngva fyrir andans gift
okkur hefur yfir lyft
Lánlaus þessi Lútar þjóð

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 21/12/12 13:59

það vill svo skemmtilega til að daginn sem elsti bróðir minn er 65 ára stendur til að heimurinn líði undir lok. því þetta:

Hálf-sjötugir sýnast menn fróðir
og sjúklega vitrir og góðir.
Þótt veröldin farist
skal vasklega barist.
Ég veit að þú stendur þig, bróðir!

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 13/7/15 09:31

Líkt og svo oftlega áður
(alls- bæði fullur og -gáður)
laumast ég ég inn
á limruþráðinn
því það er svo líflegur þráður.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/7/15 10:00

Hér var eitt sinn ver sem hét Blær,
og víst var þar líka hún Blær.
Er ver hitti mær
var vegurinn fær
nú vanfær er sannlega Blær.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 23/12/15 15:29

Kvala- með -losta var kona
hún kom bara strax sí svona
það nægði að klapp'enn-
i, koma við hnappinn
hún kom alltaf strax sí svona.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 20/1/16 12:39

Kolbeinn var kominn í svaðið,
kútveltist fullur um hlaðið
og fann enga fró
fyrr en hann dó
ofan í Bændablaðið.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/8/22 16:07

Blaðið ég fann og svo fletti
upp fréttum er lá úti á bletti,
það seig svo úr greip
er syfja mig greip
nú er á því kúkur úr ketti.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 25, 26, 27
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: