— GESTAPÓ —
Limruþráður.
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 25, 26, 27  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/7/04 10:34

Hef ég nú afráðið að reyna mig við limruformið. Það skal tekið fram að ég tel mig engan veginn vera búinn að ná fullkomnu valdi á limrunni og því væru ábendingar sem og eiginleg kennsla frá okkar efnilegustu skáldum vel þegin.

Reyni við limruna ragur
rembist nú drengurinn fagur
kvöl og vá
kallast er á
kveðið uns nýr rennur dagur

Ort hefur anskoti mikið
andinn nú mig hefur svikið
finn ekki orð
fer undir borð
fel mig og krota í rykið

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/7/04 14:18

á limrum er lítið að græða
þeim leirburði fánýtra gæða
ég fúkyrðum þveitá
þau flón sem sig spreytá
því skeinildi skáldskaparfræða

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 2/7/04 14:26

Feitur ei fallegur er'ann
ferlega sver um sig þverann
fer hann um víða
fær ekki að xxxxx
flýja er sjá þær hann berann

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 2/7/04 14:29

tákna þessi fimm x orðið að skíða?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/7/04 14:35

Far þú í forneskjupitt
frjóari menn hef ég hitt
farðu til fjandans
fúskari andans
flengi ég fordómatitt

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 2/7/04 14:45

Hvernig er það þarf þetta allt að stuðla?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/7/04 14:50

Jú það þykir víst betra ef svo er.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 2/7/04 15:02

En nú stuðlar Enter ekki í þriðju og fjórðu línu. Sem þú gerir hinsvegar.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/7/04 15:05

Frelsishetjan mælti:

En nú stuðlar Enter ekki í þriðju og fjórðu línu. Sem þú gerir hinsvegar.

á limrum er lítið að græða
þeim leirburði fánýtra gæða
ég fúkyrðum þveitá
þau flón sem sig spreytá
því skeinildi skáldskaparfræða

Ætli hann hafi ekki verið að hugsa þetta svona karlanginn?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/7/04 15:07

Síðasta línan má stuðla innbyrðis

því skeinildi skáldskaparfræða.

Hún má líka stuðla við línurnar tvær á undan en þá er bara í henni einn höfuðstafur á fyrsta atkvæði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/7/04 15:11

Já, þetta er rétti andinn Haraldur. Þakka þér fyrir að leiða okkur blávötnin áfram í gegnum fræðin.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/7/04 15:16

Frelsishetjan mælti:

Hvernig er það þarf þetta allt að stuðla?

Sko, í íslenskum limrum eru vanalega stuðlar og höfuðstafir.

Í fyrstu línu eru stuðlar og svo höfuðstafur í 2. línu

skelfing er Vamban vit-laus
veit ekkað limran er bitlaus

hins vegar er misjafnt hvort stuðlar séu í 3. og 4.línu og höfuðstafur í þeirri 5.

úldin og þreytt
um ekki neitt
óþjál í munni og litlaus

eða hvort tveir stuðlar séu í 3. línu, höfuðstafur í 4. - og síðan sé 5. lína sér um stuðla

ætlar að yrkja
andann að virkja
en guggnar, sá déskotans drithaus

Góðar stundir

(nújæja, H. Austmann varð fyrri til)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/7/04 15:21

Ég fótbolta spila þá fennt er
fínasti kallast ég center,
gef tuðrunni spark,
glæsilegt mark,
gapir í markinu Enter.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/7/04 15:23

Og ég verð víst að viðurkenna að þessi limringur minn þarna áðan væri ekki hátt skrifaður hjá mjög harðsvíruðum limrufræðingum. Það ber þó að hafa í huga að limran er tökubarn í íslenskum kveðskap og því stuðlasetning ekki skinheilög.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/7/04 15:24

Enda hefðin erlendis sú að fyrsta rímorð sé annað hvort staðarheiti eða mannsnafn. Erfitt að koma slíku við á íslensku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/7/04 15:28

Já, hann verður seint kveðinn í kútinn þessi enda ekki lægsti garður að ráðast á (alveg höfðinu hærri en ég minnir mig). En það þýðir ekki að hætta að reyna þó stóru strákarnir séu að stríða manni.

Enter klár með kjaftinn mætir
karlgreyið í sundur hann tætir
hamast mér á
hundinginn sá
sjúklega eðli sitt kætir

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/7/04 16:20

Nú ýmsir á Baggalút bulla
bagaleg andskotans drulla,
því glasið mitt gríp,
gagntekinn sýp,
glaður í viskíi sulla.

(Taktu þetta ekki til þín Vamban - bara að hugsa um rímið)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 2/7/04 16:31

Bjálfi í bagga lútíu
barðist við atkvæði níu
skorið og sneitt
skeytti í eitt
og skynluast'ann stappað'inn tíu

Gagnvarpið er komið til að vera
     1, 2, 3 ... 25, 26, 27  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: