— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3 ... 6, 7, 8 ... 100, 101, 102  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/10/04 19:19

Vladimir Fuckov mælti:

Hjá oss var þetta öfugt: Vér féllum eigi í gildruna en fannst þetta svo augljóst að vér töldum oss hafa fallið í gildru og svöruðum því eigi.

Sem gerir þessa gátu enn betri. Ég lenti einmitt í því sama og þegar ég reyndi við þessa þraut. Og það tók mig 10 mín. af einbeitni að sannfæra sjálfan mig um að ég væri með þetta rétt.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/10/04 19:21

[quote="Limbri"]Jamms, gildran er 5000. Alveg ótrúlegt hvað margir falla í þessa gildru. Prufaðu að leggja þetta fyrir fólk þegar það er í glasi.

Til hamingju Limbri. Þú svaraðir minni rétt ]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/10/04 19:23

Abbababb, hér má engöngu leggja rökfræðiþrautir fyrir menn. Þetta var bara einföld spurning hjá þér og flokkast ekki sem rökfræðiþraut.

Reyndu aftur.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/10/04 19:29

Það mátti reyna þetta.
Fyrst verð ég að koma heilastarfsemi minni í einhvers konar rökrétt ástand.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 4/10/04 09:22

3090 kr. eða er þetta að einhverju leiti kostað af kb banka?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/10/04 15:36

Uuuuu, nei.

Svarið er meira að segja komið.

Þú skilur þetta þegar þú verður eldri. (þó ekki nema nokkrum mín. eldri)

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 4/10/04 16:27

Limbri mælti:

Uuuuu, nei.

Svarið er meira að segja komið.

Þú skilur þetta þegar þú verður eldri. (þó ekki nema nokkrum mín. eldri)

-

Er orðinn nokkrum klukkustunum eldri og first að skilja þetta núna.

En hvers vegna í fjandanum er manni vísað á næst öftustu síðu þegar maður fer í "níjast"

Og hvursvegna í fjandanum ætli ég hafi misst af tvem síðustu upphæðunum ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/10/04 20:03

Dr Zoidberg mælti:

Og hvursvegna í fjandanum ætli ég hafi misst af tvem síðustu upphæðunum

Þetta er bara svona svakaleg gáta.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 4/10/04 20:18

Já hún var snúin ‹Andvarpar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 4/10/04 20:51

Er nýja gátan ekki á leiðinni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/10/04 20:54

Nú bíðum við eftir Vímusi. Þótt ótrúlegt megi virðast er það ekki mér að kenna núna hvað þetta tekur langan tíma.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 6/10/04 11:26

Vímus glímus, hérna er ein létt á meðan.
ef þrír apar drekka 3 glös af kóki á 3 vikum hvað eru pí apar þá lengi að drekka pí glös af kóki

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/10/04 16:38

Óendanlega lengi og fljótir.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 6/10/04 17:25

Oss er eigi ljóst hvernig tilveru 3,14159265 apa er háttað - hvort brot af apa getur drukkið hluta af innihaldi kókglass.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/10/04 17:33

Golíat mælti:

Oss er eigi ljóst hvernig tilveru 3,14159265 apa er háttað

‹Ljómar upp›
‹Veltir fyrir sér hvort hér séu eigi bara nátthrafnar heldur líka málfarslegar hermikrákur›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 7/10/04 10:21

Vér biðjumst innvirðulega afsökunar ef skrif vor og notkun á íslenskri tungu hafa sett yður úr jafnvægi Vlad. Stundum kjósum vér að beita þessari ópersónulegu og frekar snobbuðu málvenju, þe þérunum sem mér falla amk mun betur en méranir.
En áfram með rökfræðiþrautirnar....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 7/10/04 13:01

Já, hér er bara beðið eftir að glerið svari. Ég fer nú samt að gefast upp á biðinni.

‹Starir þegjandi út í loftið og pírir augun›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/10/04 13:28

Eigum við ekki bara að mölva glerið og halda áfram?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
        1, 2, 3 ... 6, 7, 8 ... 100, 101, 102  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: