— GESTAPÓ —
Bíómyndaglápið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3 ... 48, 49, 50  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 15/4/04 21:34

Þar sem bíómyndagláp virðist vera einhver helsta dægradvöl nútímamannsins, þá er ekki úr vegi að hleypa hér af stokkunum þráðarkorni þar sem við getum deilt með öðrum hvaða ræmur er nýbúið að berja augum eða hvaða ræmur er í bígerð að glápa á og gildir einu hvort um kvikmyndahúsaferðir er að ræða eða myndbönd í heimahúsi.
Ekki væri verra ef menn og konur gætu gert einhverja grein fyrir þessum afurðum t.d. gæðum þeirra eða öðrum fróðleik.

Sjálfur hef ég undanfarið verið að gera skurk í að kynna mér kvikmyndir sem gerast á tímum landnáms Bandaríkjanna á 19 öld og á næstunni ætla ég að kíkja á tvær kvikmyndir sem eiga það sammerkt að fjalla um stórskyttunna Wyatt Earp og kollega hans og berklasjúklinginn Doc Holiday, en þeir eru hvað frægastir fyrir að hafa dritað niður hið illræmda Clantongengi við OK réttina í Dodge City. Myndirnar eru "Dodge City"(1939) eftir Michael Curtiz en þar fer Erroll Flynn með hlutverk Earps. Hin myndin er "My Darling Clementine"(1946) eftir John Ford þar sem Henry Fonda fer með hlutverk Earps. Þá síðarnefndu hef ég reyndar séð áður og er vel þess virði að glápa á aftur, enda ljóðrænn og sterkur vestri sem á held ég engan sinn líka...

Jæja, ágæta fólk, hvað er verið að glápa á nú um stundir...?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/4/04 21:37

Var að ljúka við "Master and Commander" með Russel Crowe í aðalhlutverki. Mér þótti hún virkilega góð en það er kannski ekki að marka því ég er mikill áhugamður um sjóhernað fyrr á öldum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá mynd þar sem stórsjóir voru raunverulegir (hef verið í slíku) og þetta var heldur ekki bara swashbuckling bardagamynd heldur var mannlegi þátturinn í fyrrirúmi. Og engar tjellingar til að flækja málin þótt kannski megi segja að skipslæknirinn hafi verið í þannig hlutverki. Fín mynd og það eina sem ég hef út á setja er þýðingin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/4/04 23:06

vill einhver koma í bíó?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 00:02

Ég biðst forláts á nokkrum staðreyndavillum sem slæddust hér inn. Byssubardaginn við OK réttinna átti sér sjálfsögðu stað í bænum Tombstone í Arizona, en Wyatt réð sig þar til starfa sem lögreglustjóri eftir að hafa sinnt sömu skyldum í Dodge City í Kansas. Síðan má kannski bæta því við kvikmyndin Dodge City byggir eingöngu óbeint á persónu Wyatt Earp...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Konstantín 16/4/04 00:05

Tinni mælti:

Ég biðst forláts á nokkrum staðreyndavillum sem slæddust hér inn. Byssubardaginn við OK réttinna átti sér sjálfsögðu stað í bænum Tombstone í Arizona, en Wyatt réð sig þar til starfa sem lögreglustjóri eftir að hafa sinnt sömu skyldum í Dodge City í Kansas. Síðan má kannski bæta því við kvikmyndin Dodge City byggir eingöngu óbeint á persónu Wyatt Earp...

Þér eruð ansi skeleggir í öllum röksemdarfærslum og fyrir það eigið þér lof skilið ‹lofar Tinna›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/4/04 00:06

Tinni mælti:

Ég biðst forláts á nokkrum staðreyndavillum sem slæddust hér inn. Byssubardaginn við OK réttinna átti sér sjálfsögðu stað í bænum Tombstone í Arizona, en Wyatt réð sig þar til starfa sem lögreglustjóri eftir að hafa sinnt sömu skyldum í Dodge City í Kansas. Síðan má kannski bæta því við kvikmyndin Dodge City byggir eingöngu óbeint á persónu Wyatt Earp...

Tinni þú þekkir þetta allt saman, meðan við bíðum eftir svörum um hvað aðrir eru að horfa á, geturðu mælt með eins og þremur bíómyndum fyrir mig, ég hef horft á svo lítið markvert...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 00:10

Má ég spyrja þig fyrst: Hver er besta mynd eða myndir sem þú hefur séð?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/4/04 00:12

Svaraðu nú tilgátu minni í bíófrasakvissinu Skabbi minn.

Tillögur að myndum:
The Good Thief með Nick Nolte, afar fín heist mynd. Nýleg.
All About Eve. Stórkostleg mynd. Davis hefur sjaldan verið betri.
The Professionals. Mexíkówestri með Burt Lancaster, Lee Marvin, Robert Ryan og fleiri kempum. Stórgóður og skemmtilegur hasar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/4/04 00:20

Tinni mælti:

Má ég spyrja þig fyrst: Hver er besta mynd eða myndir sem þú hefur séð?

Ég hef einfaldan smekk...en samt slæðast inn sérstakar myndir eins og:

Withnail and I...
Top secret...
Groundhog day.. fáir sammála mér um þessa mynd
þetta eru allt gaman myndir, en ég hef samt gaman af flestum tegundum mynda...

Matrix nr. 1 var frábær, hinar slappar.. þetta er erfiðara en það sýnist að nefna góðar myndir svona einn tveir og þrír...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 00:23

og ef þú fílar allar þessar myndir, hjá Hakuchi, þá geturðu matchað hverja þeirra með þessum og í leiðinni búið til svona, topic eða þema:

1. To Catch A Thief (1955) / The Hot Rock (1972) (Skartgriparán)
2. The Bad And The Beautiful(1952) /The Player (1992) (Innviðir Hollywood)
3. The Wild Bunch (1969) / Viva Zapata! (1952) (Borgaratyrjöldin í Mexíkó)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/4/04 00:31

Hvar fékkstu the Hot Rock Tinni? Ég hef verið að leita að henni um árabil.

Og Skabbi, Groundhog Day er klassísk. Það er heill her þarna úti sem kann vel að meta þá mynd. Þú ert ekki einn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/4/04 00:38

Maður verður að kíkja á þessar...ekki spurning...ég held að málið sé vídeóhelgi, ef að veðrið verður mátulega leiðinlegt og þá er bara að leita að þessum gæðamyndum...

man skyndilega eftir einni af mínum uppáhaldsmyndum... The good, the bad and the ugly...klassík...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 16/4/04 00:39

það þyrfti náttúrulega bara að leigja bíó og sýna uppáhaldsmyndir baggalútsnotenda...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 00:42

Sko! Til þess að matcha Withnail & I, sem ég þekki nú aðeins af afspurn...hmmm...en mér skilst að þetta sé mjög fyndin mynd um svona intellectual fyllibyttur
og því eru hér allavega nokkrar af bestu fyllibyttumyndum allra tíma:

1. Barfly (1987)
2. The Rose (1979)
síðan er hægt að blanda sér fleiri kokteila og breyta prógraminu í algjört og óhófstryllt Las Vegas retró og byrja á Elvis í:
3. Viva Las Vegas(1964)
...og taka síðan nokkrar örvandi, gera allt brjálað og glápa á:
4. Fear And Loathing In Las Vegas (1998)
...taka síðan nokkrar róandi og fíla þá glæsilegu og vanmetnu kvikmynd:
5. One From The Heart (1982), en hún er einmitt uppfull af frábærum Las Vegas lounge-djasssi eftir Tom Waits
...og síðan drekkum við okkur út fyrir gröf og dauða með Nicholas Cage í
6. Leaving Las Vegas(1995)
og síðan má hræra sér fleiri kokteila og fleiri...og fleiri...

Hver segir að maður þurfi að ferðast alla leið til Las Vegas til þess eins að láta peningaplokka sig?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 00:44

Hakuchi mælti:

Hvar fékkstu the Hot Rock Tinni? Ég hef verið að leita að henni um árabil.

Og Skabbi, Groundhog Day er klassísk. Það er heill her þarna úti sem kann vel að meta þá mynd. Þú ert ekki einn.

Já, þó maður eigi þessa lifandis býsn af ræmum, þá á ég reyndar ekki "The Hot Rock" en hún situr samt mjög fast í mér...

Annars eru líka til fullt af skemmtilegum svona swingin 60´s skartigriparánsmyndum eins og:
1. How To Steal A Million
2. Hot Millions
3. Topkapi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/4/04 02:08

Endalaust besserviss er þetta eiginlega í þér. Ég var ekki að spyrja hvort þú ættir Hot Rocks heldur hvar þú hafir séð hana. Leigðir þú hana t.d. á vídeóleigu?

Fyrst við erum í besservissinu, þá má benda á að Frakkar hafa ávallt staðið í fararbroddi hvað varðar heist myndir. Vil ég benda á nokkrar þeirra ásamt öðrum sem mér dettur í hug.

Rififi. Frönsk.Meistaraverk. Fyrsta heist myndin ásamt Bob le Flambeur (lauslega endurgerð sem áðurnefnd The Good Thief m. Nick Nolte).

The Sicilian Clan. Frönsk með hinum snoppufríða Alain Delon. Fáránleg en skemmtileg.

Un Flic. Frönsk. Með Delon, eftir Melville, týndum meistara fágaðra spennumynda. Þeir gerðu líka saman meistaraverkið Le Samourai.

Grand Slam (Ad ogni costo). Léttvægt 60's heist eins og það gerist skemmtilegast, nær anda tímabilsins afar vel. Einvalalið leikara; Edward G. Robinson, Janet Leigh, Klaus Kinski og umfram allt frábær tónlist í boði Ennio Morricone.

Dead Heat on a Merry Go round. Allt of bjánalegur titill fyrir eins svalann mann og James Coburn. Hann leikur aðalhlutverkið í þessari ágætu 60's heist mynd.

Le cercle Rouge. Ein af þeim bestu með konungi heist myndanna: Alain Delon. Melville leikstýrir honum á ný. Frábær mynd. Yves Montand er líka í henni.

City on Fire. Chow Yun Fat undir leikstjórn hins mistæka snillings Ringo Lam (þeirra besta samstarf var ofurofbeldisfulla blóðmeistaraverkið Full Contact). Ekki hefðbundin heist mynd per se en sleppur inn í þann flokk að mínu mati. Tarantino hefur verið sakaður um að stela þessari mynd með Resorvoir Dogs en það er hálfur sannleikur. Myndirnar eru vissulega líkar. Í raun er gott að horfa á báðar myndir í röð því það er eins og City on Fire fylli upp í sögu Resorvoir Dogs. Það þýðir náttúrulega að snillingurinn Tarantino hefur skrifað sig í kringum City on fire með afar góðum árangri.

Ég nenni ekki að telja upp hrúgurnar af misgóðum heist myndum sem hafa komið fram upp á síðkastið. Nema The Good Thief með Nolte. Frábær mynd, skemmtileg samtöl í anda 40's mynda. Vel leikin. Fæst á næstu leigu. Sorglega týnd mynd, þótt ný sé.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 09:45

Hakuchi mælti:

Endalaust besserviss er þetta eiginlega í þér. Ég var ekki að spyrja hvort þú ættir Hot Rocks heldur hvar þú hafir séð hana. Leigðir þú hana t.d. á vídeóleigu?

Sko ég sá Hot Rock upphaflega sem krakki eða unglingur þegar hún var endursýnd í bíó. Ég hef ekki rekist á hana á leigumarkaðnum, en mig minnir hún sé í gangi eitthvað í sjónvarpi eins og t.d. á Sky Cinema

Þú varst eitthvað að telja upp franskar ránsræmur, þá langar mig að bæta einni fransk-engilsaxneskri sem var oft sýnd á þrjúbíói í minni sveit, þegar maður var krakki, en hún heitir Cerveau, Le (1969) og nefndist The Brain upp á ensku og aðalhlutverkið í höndum Jean Paul Belmondo og David Niven. Kannastu eitthvað við þetta?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/4/04 10:42

Já ég kannast við hana. Var sýnd í sjónvarpinu í gamla daga. Hef reynt að eignast hana en hún er ekki til með enskum texta.

Rúv sýndi fullt af yndislegum Belmondo hasarmyndum þegar ég var lítill á 9. áratugnum. Mér finnst að þeir ættu að grafa þær myndir upp aftur og sýna.

     1, 2, 3 ... 48, 49, 50  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: