— GESTAPÓ —
Frjáls leikur Ívars: Hvernig er veðrið?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 22, 23, 24 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/6/04 17:28

Ég sé sól og rigningu á veðurkortinu. Dæmigert íslenskt veðurfar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 17:30

Allt á einum stað? Þá verð ég að vera í regnstakk á Húsdýragarðinum annaðkvöld. [/s]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/6/04 17:34

Nú er það á morgun já. Bálkösturinn og slíkt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 17:36

Skuggabaldrar, skoffín, grasate (eitthvað fyrir þig), varðeldur, kynjaverur, spákona (hef í mörg ár reynt að komast að, en nenni aldrei að standa í röðinni), talandi beljur og almenn skemmtilegheit.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/6/04 17:37

Ja hérna hér. Þetta hefur einhvern veginn algerlega farið fram hjá mér. Hefur þessi hátíð verið haldin oft?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 17:39

Ég veit alltaf um allar 'obskúrar' hátíðir á höfuðborgarsvæðinu.
Húsdýragarðurinn hefur verið með opið á Jónsmessunótt undanfarin 5- 6 ár. Opnar kl. 11 og lokar aftur kl. 1, ef mig misminnir ekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/6/04 17:46

Þetta hljómar ansi vel.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 17:49

Það er alltaf voða gaman og góð stemming. Svo er tilvalið að fá sér hressingu eftir miðnættið í kaffihúsinu, þegar maður er búinn að hlusta á kýrnar tala.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 22/6/04 17:51

-- en best er að fá sér te fyrst. Til varnar. Ekki satt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/6/04 17:52

Te er allra meina bót.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 17:53

Já, afsturlunarteið er eina teið sem ég læt inn fyrir mínar varir, ótilneydd.
Graskögglateð er hins vegar ótrúlegur viðbjóður - varist það, Bagglýtingar!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/6/04 17:54

Afsturlunarteið? Hvað er nú það?

‹Grájarlsteið er sígilt, svartberjate er líka gott. Kann ekkert á græn te, þó það sé upprunalegra›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 17:57

Starfsfólk Húsdýragarðsins hefur af fyrirhyggju sinni bruggað sérstakt te til að varna því að gestir missi vitið þegar þeir heyra kýrnar tala á miðnætti. Verandi sérlega hjátrúarfull drekk ég alltaf vænan sopa af brugginu og hef haldið geðheilsunni merkilega vel til þessa. ‹sjö-níu-þrettán›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/6/04 18:00

Aaah ég skil. Nú vakna upp grunsemdir í huga mínum. Getur verið að starfsfólk húsdýragarðsins setji 'ímyndunarörvandi' efni í bruggið til þess að tryggja að fólk heyri kýrnar tala en selji það síðan sem vörn gegn sturlun er fólk heyrir beljurnar tala?

Hmmm..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 18:01

‹Horfir á heimsmynd sína hrynja til grunna› Áttu við að ég hafi verið blekkt?!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/6/04 18:02

Hver veit mín kæra, hver veit.

Það er ljóst að hér getur verið athyglisvert sakamál á ferðinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 18:06

Gerum vísindalega tilraun: Ég fer og drekk afsturlunarteið og hlusta á kýrnar, þú sleppir teinu, en hlusta líka, svo berum við saman bækur okkar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 22/6/04 18:06

Hér gæti verið á ferð einstakt tækifæri til að afhjúpa umfangsmikið samsæri frímúrara, starfsfólks Húsdýragarðsins, grænfriðunga og Vestmannaeyinga.

        1, 2, 3 ... 22, 23, 24 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: