— GESTAPÓ —
Frjáls leikur Ívars: Hvernig er veðrið?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3, 4 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/3/04 16:07

Ég held helst hinn ágæti doktor hafi stungið af og sest að á Suðurhafseyju - sendu nú endilega þotuna eftir okkur hinum, vesalingunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 13/3/04 18:07

Heyrðu VÁ! vitið þið hvað?

Það er rok og rigning úti, nei nú detta mér allar...

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 13/3/04 21:42

Vegna veðurs er ég hættur að fara út. Jafnframt búinn að draga fyrir alla glugga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 13/3/04 21:49

Það er nú ekki það mikil sól úti.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 14/3/04 00:42

plebbin mælti:

Það er nú ekki það mikil sól úti.

Nei. Rok og rigning. Ég vil hvorki sjá það né vita af því.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/3/04 03:03

Veðrið er svart á þessu augnabliki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 14/3/04 13:01

Sól ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 14/3/04 15:06

Rétt hangir þurr. Eins og ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/3/04 16:12

Vorið er komið (en gæti farið aftur fljótlega).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 14/3/04 17:24

Oj

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/3/04 17:55

Yndælt veður. Gekk meðfram Ægissíðunni í blíðskaparveðri. Sólin og skýin tóku sig saman um að mynda ægifagra sýningu, þetta var eins og barrokkmálverk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 14/3/04 19:47

Jahá; við höfum þá kannski mæst, ég var einmitt líka á rölti eftir hinni ægifögru Ægissíðu.
Mikið er nú annars hressandi að spóka sig í góða veðrinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/3/04 19:48

Já, besta veðrið á árinu en vonandi verður það "met" slegið á næstu vikum því annars er illt í efni.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 14/3/04 19:50

Er ekki vorið bara komið í ár? Sá litla stelpu að blása sápukúlur, það er í mínum huga traustur vorboði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/3/04 19:54

Júlía mælti:

Jahá; við höfum þá kannski mæst, ég var einmitt líka á rölti eftir hinni ægifögru Ægissíðu.
Mikið er nú annars hressandi að spóka sig í góða veðrinu.

Hver veit, hver veit. Og þó, ég sá engan undurfagran kvenmann ganga eina fram hjá mér. Mest voru þetta hlaupagikkar og leiðinlegt fjölskyldufólk.

Ég ákvað líka að fá mér ís í búllu í vesturbænum eins og þú og plebbin. Keypti stóran ís en fíflið lét mig fá lítinn. Ég varð áþreifanlega hneykslaður þannig að ég þurfti bara að borga fyrir miðstærð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 14/3/04 19:57

Svei mér alla daga! Fórstu á Hagamelinn? Við höfum greinilega verið á sömu slóðum í dag, en farist svona illilega á mis.
Sá heldur enga óvenju myndarlega karlmenn - en því meira af ansvítlans fjölskyldufólkinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/3/04 20:02

Já, déskotans óheppni er þetta eiginlega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 14/3/04 20:04

Blað skilur bakka og egg - en anda sem unnast fær eilífð aldrei að skilið.

        1, 2, 3, 4 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: