— GESTAPÓ —
Svalasta grafskriftin.
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
     1, 2, 3 ... 63, 64, 65  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 8/2/04 22:33

Ef við tækjum upp þann sið að fólk ætti síðasta orðið þ.e. veldi áletrun á sinn legstein. Hver yrði ykkar?

Á mínum gæti staðið...

Ég lést þó margt væri óunnið í jafnréttismálum, skildi ég ganga aftur?

Til að fá enn meira fjör í leikinn geta menn komið með uppástungur fyrir aðra Baggalúta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 8/2/04 22:38

Á legsteini exit gæti eftil vill staðið

"Farinn, kem aldrei aftur!"

Hinsvegar kæmi til með að standa svo mikið á mínum legstein að það verður ekki tíundað hér. Gæti eftilvill byrjað eitthvað á þessa leið:

"Leibbi Djazz ástkær Bjúrókrati Nefndamálaráðuneytis . . . etc. etc."

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð

Mér dettur bara í hug brandarinn um hjónin sem voru að rífast. Hann stakk upp á grafskriftinni "Hér liggur kellingin, köld eins og alltaf" fyrir hana.
Hún svaraði að bragði að hans grafskrift yrði "Hér liggur kallinn, loksins orðinn stífur".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð

Hér liggur Leibbi Djazz..loksins rólegur.

Hér liggur Semmning Semmningsen. Topp maður þar á ferð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Feiti Einbúinn 9/2/04 04:16

Þar sem ég er einbúi og heldur breiður, þá þykir mér ólíklegt að grafskrift mín verði nokkur, nema ég holi mér niður sjálfur en nenni varla að grafa. ‹Dæsir mæðulega og lítur ofan í tómt glasið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð

Kemur upp í hugann: "Hér liggur Feiti Einbúinn...og hér ...og hér...og hér...o.s.frv.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 9/2/04 14:14

Jah, ég ákvað mína grafskrift margt fyrir löngu:
"Glúmur er dauður - lengi lifi Baggalútur!"
Í ljósi þróunar mála í alþjóðasamfélaginu þá mætti líka hafa hana:
"Glúmur er dauður - lengi lifi Baggalútía!"

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 9/2/04 14:25

"Hér hvílir Nykur ásamt Leiu prinsessu og Sirrý"

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 9/2/04 15:06

Hér hvílir einhver óheppinn náungi sem var fenginn sem staðgengill fyrir Blástakk.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/2/04 16:10

"Hjálpaðu mér upp" er náttúrulega ansi kröftugt á legstein í kikjugarði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 10/2/04 11:00

ég kem alltaf aftur mun standa á mínu grjóti

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarfi 10/2/04 11:28

Ég myndi notast við enskuna og láta standa: GAME OVER!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 10/2/04 13:20

Hættur
Farinn
Búinn að vera

‹Hringir í steinsmið›

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/2/04 13:23

"Better Off Dead"

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/2/04 13:38

„Komdu og skoðaðu í kistuna mína...“

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
HeMan 10/2/04 15:18

Ekki vera svo viss ég tók skóflu með mér!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/2/04 15:20

Það væri ansi flott að hafa síma á gröfinni og yfirskriftina "Símtöl verða afgreidd í réttri röð"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
HeMan 10/2/04 15:22

eða dyrabjölluhnapp og skilti: styðjið á hnappinn og bíðið þar til röðin kemur að ykkur

     1, 2, 3 ... 63, 64, 65  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: