— GESTAPÓ —
Hortittaþráður, árgerð 2015
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 10, 11, 12  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 5/4/15 22:12

Jæja, þó að hér sé litlu meiri traffík en á tunglinu nú á dögum mætti reyna að stofna svo sem einn nýjan þráðarræfil. Vísurnar í honum verða að innihalda einn eða fleiri hortitti. Hortittur er merkingarlaust uppfyllingarorð eða orðaruna í bundnu máli sem gengir því hlutverki einu að fylla upp í kröfur um stuðlun eða rím en kemur innihaldi vísunnar lítt eða ekki við.

Annars gilda sömu reglur og á þræðinum kveðist á.

Ég skal byrja:

Hortittina heiðra ég,
(hnettir svífa um geim)
mörg er bagan bráðfalleg
borin upp af þeim.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/4/15 23:59

Þeim sem rímið þykjast kunna
þyrfti hér að bjóða inn -
(áðan sá ég eld í runna)
- þá eflaust batnar hagur þinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 6/4/15 00:13

Þinn er hlekkur þungur kross,
(því er ekki að leyna)
fantar klekkja enn á oss,
ávallt hrekki reyna.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 6/4/15 11:01

Reyna skal við rímsins þraut
og rísa úr deyfðarpytti:
(Háma í mig hafragraut)
með hor- í nös og -titti.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/4/15 11:32

Titti hef ég tekið þrjá
og talsvert stóran hamar,
barið í krossinn beint á ská.
(Borða hreindýr Samar.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 6/4/15 14:17

Sama er mér hvað sumum finnst,
svona er ég bara;
(Ólöf er lítil en Eygló minnst)
eins og hró til fara.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/4/15 20:18

Farareyri fékk ég nægan,
fullan mal og nýja skó,
(á sunnudögum hef mig hægan)
held ég núna út með sjó.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 7/4/15 00:06

Er sjórinn blái sýnist grænn
og sólin rauð,
(taktu nú eftir, vinur vænn)
er veðranauð.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 7/4/15 00:41

Nauðir karlinn núna rak í
(nefi úr lekur sultardropi).
Hetjan mikla hrundi af því
hann svo "mærði" stelpugopi.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 7/4/15 09:02

Stelpugopinn gætti að því,
- gul er jafnan páskarós -
að tala um Davíðs dúllerí
dáldið þykir tvírætt hrós.

(Hjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimilinu þar sem amma dvaldi síðustu árin sagði mér að hún væri svo mikil dúlla. Ég varð reið og sár og sagði henni við annað tækifæri að hún amma væri sko alls engin dúlla, hún hefði verið verið myndarleg húsmóðir alla tíð á stóru heimili þar sem allt var alltaf án nokkurrar fyrirhafnar í röð og reglu, og ætti betra skilið en að vera kölluð dúlla af einhverri sem aldrei hefði þekkt hana fyrr. Hjúkkan varð ægilega sár yfir að ég tæki þessu ekki sem hrósi. Núna fæ ég hnút í magann yfir þessu Davíðsdúllutali, því ég held nefnilega að hvað sem um hann má segja, þá sé hann ekki nein dúlla frekar en amma.) Ég myndi yrkja bálk um þetta ef ég gæti.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 7/4/15 10:27

Hún er falleg, hún er góð,
hún er kölluð Úlla,
(Hispanjólar heitir þjóð)
hún er engin dúlla!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/4/15 14:46

Ég held að þessi þurfi að vera á milli tveggja síðustu:

Hrósið fékk ég fyrir það
að fara út á tún
(í dögun þá ég dró mér bað)
og draga fána að hún.

- - -

Dúllan mín og dúllan þín,
mig dreymir þær um nætur.
Mín er þín og þín er mín,
(ég þyrfti á skóna bætur).

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 7/4/15 14:51

Þakka þér Bilhjálmur ‹Glottir eins og fífl›

Bæturnar á buxunum
(bráðum kemur sumar)
eru út leðri' af uxunum
(ungmeyjar og gumar).

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 7/4/15 15:25

Gumar yfir gatinu,
gjóar augum víða.
(Fiskur er á fatinu.)
Fer að lokum íða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/4/15 16:06

Íða datt hann enn á ný.
(Allt er sopið kálið).
Farinn er á fyllerí
að friða innra bálið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 8/4/15 00:52

Bálið ástar kyndir kátt,
kerlingin á Fjalli.
{Ræð eg vel við rím og hátt].
Rósir færir kalli.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/4/15 09:13

Kallið er að koma nú,
ég kem til þín, minn herra.
Á því hef ég alla trú,
(að ég nái að hnerra).

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/4/15 10:30

Hnerraðirðu, heillin smáa?
(Hollt er smér.)
Ég skal biðja herran háa
að hjálpa þér.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
     1, 2, 3 ... 10, 11, 12  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: