— GESTAPÓ —
Langhendur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 29/8/12 23:17

Sérstaklega var hér veður
vont um Ásbyrgið i dag
Fok og rigning fáa gleður
For svo heim að semja brag

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 1/9/12 13:37

Brag ég reyni að berja saman
bara til að sýnast klár.
Þegar tekst loks þá er gaman,
þó að ei sé nema pár.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 1/9/12 16:44

Pára núna ljóðið lítið
langhendunnar gleðispil
Afskaplega er það skrítið
ekkert betra finnst mér til

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 1/9/12 21:49

Tilfinningu tel ég góða
takturinn þá hrífur mig
og ég stúlku upp má bjóða
einstakri sem lætur sig.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 2/9/12 08:01

Siglingar ég lítið lofa
land vill hafa undir mér
svo ég mettur muni sofa
meðan skipið burtu fer

innskot til að redda þræðinum 8/9/12

fer á barinn brattur mjög
bjór á starir langandi
Bílstjóri sem leikur lög
leggst i vatnið hangandi

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 7/9/12 22:52

Hangand'ifir hálfu glasi,
húki ég á Baggalút.
Velkist um í vísna brasi,
væri nær að fara út.

Takk fyrir reddinguna Obélix minn.
Ég á það til að gleima að þræða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 8/9/12 22:00

Úti bíða litlu lömbin
líða fer að slátrum nú
mín svo fyllist mikil vömbin
matinn gefur tíðin sú

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 24/9/12 14:24

Sú var tíð er tók að skyggja
að tappinn valt af flöskunni.
Þjór úr henni þrá- varð -hyggja
uns þegninn lenti í öskunni.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 24/9/12 16:54

Öskubuska ballið sótti
blíð hún prinsinn tældi nóg
fegurst allra fljóða þótti
fór i skyndi, missti skó

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
25/9/12 03:41

Skórinn fast við flísar nemur,
færist yfir drunginn.
Mér úr rassi kúkur kemur.
Klístrast smá við punginn.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/9/12 08:17

Letta er ekki lögleg langhenda hjá þér Pó. Ég hoppa því yfir.

Skórinn meiðir mig á fæti
meðan ég í honum er.
Allgott væri ef ég gæti
alltaf gengið berfætt hér.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 26/9/12 07:24

Hérastubbur brauðið bakar
Bangsapabbi lögum ann
Mikki refur marga þjakar
músin Lilli syngja kann

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/11/12 22:39

Kanntu brauð að baka góði,
bakstur heillar fljótt um storð.
Strax á eftir ertu slóði
aldrei þrífur vinnuborð.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/11/12 00:32

Vinnuborðið verður, ef að
veltir þú um dallinum,
bólgið, eins og brauðið hefað,
brýr þá síga á kallinum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/1/13 22:56

Kallinum mér sýnist sama,
samt hann gaf þó leyfi til
að hingað leiti framir frama
fram að næsta hríðarbyl.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 1/3/13 12:28

Hríðarbyljir hrönnum lyfta,
hlær í björgum öldugnýr.
Ladsins vættir öxslum ypta,
aftur kemur dagur nýr.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/4/13 14:12

Nýr brátt kemur inn á okkar
eðla þingið mannskapur.
Þangað vilja flykkjast flokkar,
fer minn þangað ódapur.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/4/13 15:56

Ódapur ég arka vegi
alla lífsins gönguna.
Um það hér ég ekki þegi
eins þótt snúi á rönguna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: