— GESTAPÓ —
Langhendur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 14/8/12 19:49

Langhendur eru tvær hendingar (fjórar línur), þar sem allar ljóðlínurnar eru fjórir bragliðir. Öftustu bragliðir síðlína eru stýfðir.

Áður líktist illum skolla,
úfinn haus og makkinn grár,
varð svo eins og rúin rolla,
rakað, snyrt og þvegið hár.

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/8/12 23:21

Hár og grannur gæti verið
gengi vöxtur upp'á við.
Gott á brauðið gott er smérið
grenningin því sett í bið.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 14/8/12 23:36

Biðin þínar þyngir stundir
þolinmóður vertu hér
Jafnvel þó að litið lundir
léttist næstu ár a þér

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/8/12 00:01

Þér ég heilsa þér hér mæti
þig ég gjarnan kveðst á við
Gaman að því gleði kæti
gott að fá þig hér í lið.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 15/8/12 07:44

Liðið hér með ljóðagleði
ljúfar bögur skapar ótt
Yrki hér með glöðu geði
Gestapóar sofið rótt

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 18/8/12 10:32

Rótt nú menn hér margir njóta
menningar i Reykjavík
Skoða söfn og list mjög ljóta
löng er nótt af svalli rík

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/8/12 11:34

Ríkidæmið dalað hefur
dollararnir eyðast nú
Þegar maður mikið hefur
magnast útgjöld tæmist bú.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 18/8/12 18:26

Búðum er að bíða í
Bráðum þær þó loka
Þangað alltaf aftur sný
Eftir frúnni doka

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 19/8/12 00:35

Doka eftir litlu ljóði
langhendu skal yrkja hér
Hafðu það og heyrðu góði
hér það einmitt reglan er.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 19/8/12 09:45

Ertu býsna orðinn góður
Yrkja langhend kvæði tel
um aðra hætti einnig fróður
Offari hér semur vel

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/8/12 23:38

Velur þú þér villigelti
veiðir þá í fögrum skóg
Þótt að allir aðrir svelti
aldrei þú af mat færð nóg.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 28/8/12 11:49

Nóg af ljóðum ætíð yrkir
sem allir vilja lesa hér
Gestapóið glatt þú styrkir
gumi sem að líkar mér

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 28/8/12 13:49

Mér er nú í geði glatt,
gaspra hátt og kjaftinn ríf.
Tefl'og verð við páfann patt,
pínlegt virðst svona líf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 28/8/12 15:46

Mjási minn þetta er Gagaraljóð en ekki langhenda, hafðu frumlínurnar (1 og 3) óstýfðar

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 28/8/12 18:46

Lífið hér er fjölbreytt flóra
fiska endur hund og kú
Kindur refir hross og hóra
heljarmikið er mitt bú.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 28/8/12 21:25

Búa verð með Blix á hælum
bölvun slíka fæstir þrá.
Fráleitt undan vér þó vælum
virkja andann betur má.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 28/8/12 22:14

Má nú hrósa Mjása kvæði
mikið er hans listaverk
Vísan háfleyg vönduð gæði
viskan hans er traust og sterk

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 29/8/12 09:02

Sterkir menn hér steina báru
stærðu sig af kröftum hér.
Burðuðust með bökin sáru
bara til að skemmta sér..

KauBfélagsstjórinn.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: