— GESTAPÓ —
EM þráðurinn
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 9/6/12 00:21

Nú er hið langþráða EM hafið og ekki seinna vænna að hefja umræður um viðburðinn. Hér geta menn tippað á leiki, spáð fyrir um markakóng mótsins, hrósað liðum/leikmönnum og allthvaðeina sem mótinu viðkemur.

Í dag fóru fram fyrstu leikir mótsins; hálfgestgjafarnir Pólland spiluðu við Grikki. Leiknum lauk með jabbbntebbbli, hvar bæði lið misstu einn mann af velli með rautt spald. Reyndar voru bæði sjöldin afar vafasöm. Í hinum leiknum stútuðu Rússar Tékkum. Þessi fjegur lið eru í A-riðli sem er frekar klénn.

Á morgun hefst keppni í náriðlinum B. Niðurlendingar etja kappi við Bauna og Þýzka stálið klæst við súkkulaðidrengina frá Portúgal. Eg spái hinum undurfagra Dirk Kuyt og hans samliðungum sigri gegn hinum ofursjálfstrausta Bendtner og co frá Baunalandi. Ennfremur spái ég Þjóðverzka stálinu sigri gegn hinum fallgjörnu suðrænu smérkúkum frá Púrtvínslandi.

Spáin nær ekki lengra en þetta, utan það að ég spái því að sigurvegari mótsins verði sá sem vinnur náriðilinn.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 9/6/12 12:20

Er þetta eitthvað svona eins og Júróvision?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
rutúnK 9/6/12 12:53

Grágrímur mælti:

Er þetta eitthvað svona eins og Júróvision?

Örugglega eitthvað ennþà leiðinlegra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 9/6/12 23:58

Njerðir!

Í dag grísuðust Baunar til að leggja Niðurlendinga, þvert á spá mína. Reyndar var þessi sigur alls ekki verðskuldaður, en það skiptir víst litlu. Hinn leikinn sá ég ekki vegna þess að ónærgætinn bróðir minn kaus að kvænast meðan EM stendur yfir. ‹Urrar› Að sjálfsögðu rættist spá mín um sigur Þýzka stálsins, annað veit ég ekki.

Á morgun verður leikið í C riðli; Spanjólar og Ítalir etja kappi annars vegar og Írar og Króatar hins vegar. Ítalir eru vanir að byrja stórmót hægt og toppa svo á réttum tíma, þannig að ég á ekki von á neinni flugeldasýningu af þeirra hálfu. Spanjólar eru ríkjandi Evrópu og Heimsmeistarar, svo ég veðja á þá. Ef Írar ætla sér að ná í stig á þessu móti verða þeir að gera það gegn Króötum. Ég stórefast um að þeir nái stigi, ég reikna með að Króatar vinni leikinn léttilega.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 10/6/12 00:10

Það vakti sérstaka athygli í leik niðurlendinga og dana að þeir síðarnefndu höfðu fengið undanþágu undan nokkrum mikilvægum reglum eins og þeirri að einungis markvörðurinn mætti handleika knöttinn á meðan sá er í leik. Einnig var markverði baunverjanna heimilt að taka knöttinn með höndunum eftir sendingu frá samherja, þrátt fyrir að almenna reglan sé úrskurða andstæðingunum óbeina aukaspyrnu á staðnum.

Þjóðverjarnir voru margfalt betri en dýfingameistarar Pýreneaskagans.

Frakkar sigra á EM.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 10/6/12 00:58

Loxins einhvur hér með viti. Baunska vörnin, með hinn Liverpoolska Daniel Agger í fararbroddi, stóðst hvurt áhlaup Niðurlendinga. Snillingurinn Robin van Persie sem hefir verið magnaður í vetur tók allt í einu upp á því að vera mistækur fyrir framan mark Baunanna. En mest af öllu kom á óvart að goðsögnin Dirk Kuyt skuli ekki hafa byrjað leikinn. Stórleikja-Kuyt mun klárlega byrja gegn Þýzka stálinu, þar eð leikurinn er orðinn mikilvægari en ella.

En af hvurju telur þú Frakka geta unnið EM kæri Golíat? Þeir áttu í bölvuðu basli með Íslendinga um daginn, voru undir lengst af og grísuðu svo inn tveimur á lokamínútunum.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 10/6/12 14:38

Megum við Blesi vera með? Með hvaða liðum eigum við að spila? ‹Reimar á sig nýtt par af skeifum›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 10/6/12 21:45

Ekki nenni ég að eyða tíma mínum í að glápa á þetta tuðruspark. Mér nægir að sjá mörkin í fréttum daginn eftir.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 10/6/12 22:22

Getið þið Blesi ekki bara verið með Júgóslavíu?

Á morgun hefst keppni í D riðli. Fyrst keppa Frakkar og Englendingar, svo hálfgestgjafarnir Úkraínumenn og frændur vorir Svíar. Það hefur verið mikið drama í kringum hópinn hjá Englendingum; sumir meiddir, aðrir í banni eða þá nýbúnir að halda við kærustur annarra manna í hópnum. Svo er líka splunkunýr þjálfari hjá þeim. Hans aðaláhersla virðist vera að taka sem flesta Liverpoolmenn á mótið, og er það vel. Frakkar eru með sterkan hóp, svona á pappírunum að minnsta kosti. Samt voru þeir í basli með pappakassana í íslenska landsliðinu um daginn. Ég ætla að tippa á jabbbntebbbli. Í seinni leiknum vona ég að Svíar leggi Úkraínumenn að velli.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 10/6/12 22:58

Jibbíííí... ‹Saumar Júgóslavneska þjóðbúninginn á súg og Blesa og fer í „kasta á milli“›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 11/6/12 09:59

Er þessi þráður ekki bara eitthvað djók?

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 11/6/12 10:56

Huxi mælti:

Er þessi þráður ekki bara eitthvað djók?

Nei hann er fyrir huxandi menn.
‹Skellir hurðinni á nefið á Huxa›

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 11/6/12 11:27

Króatarnir spiluðu fínan leik í gærog fóru létt með íra. Þeir taka ítalina í ósmurða görnina í framhaldinu og fara áfram með spanjólunum.

Frakkar sigra englendinga 2-1. Benzema og Ribery hinn gufubaðaði sjá um mörkin.
Það eru of margir leikmenn frá Liverpool í enska liðinu til að þeir eigi raunhæfa möguleika. Það eina sem getur bjargað englendingum er ef leikmennirnir ná að fíla sig sem þá undirhunda sem þeir raunverulega eru. Eina sem Hodgson gerir vel fyrir utan að tala tungum er stjórna undirhundum.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 11/6/12 15:14

Ég held með öllum þeim sem nota bláa búninga!

Séu tvö lið í bláum búningum að spila þá held ég með þeim sem eru með fleiri spjöld úr fyrri leikjum. Séu liðin með jafn mörg spjöld úr fyrri leikjum held ég með Danmörku.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/6/12 16:01

Um þessa kepnni og spádóma varðandi hana höfum vjer það helst að segja að vjer spáum að spáð verði miklu betri árangri hjá Englendingum en svo verður raunin. Þannig hefur það nefnilega verið alla tíð eftir 1966.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 11/6/12 16:21

Vladimir Fuckov mælti:

Um þessa kepnni og spádóma varðandi hana höfum vjer það helst að segja að vjer spáum að spáð verði miklu betri árangri hjá Englendingum en svo verður raunin. Þannig hefur það nefnilega verið alla tíð eftir 1966.

Ég held reyndar að engir nema íslenskir sauðir og álitsgjafar reikni með árangri hjá enskum. Frá því þeir þvinguðu Capello til að segja af sér hefur þetta verið búið spil og skrípaleikur.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 11/6/12 16:27

Við júgóslavar vinnum þetta örugglega létt. ‹Ljómar upp og kastar skeifu í átt að marki›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 12/6/12 23:39

Hvað er eiginlega í gangi? Hinn úrbræddi Andriy Shevchenko hrökk í gang og setti tvö gegn Svíþjóð. Er nokkur þjóð með þreyttara framherjapar en Úkraína? Andriy-arnir tveir, Shevchenko og Voronin, virka jafnferskir og ullarsokkarnir mínir verða stundum. En þetta tóxt hjá þeim.

Á morgun fá spila Baunar og Portúgalar. Það mætti nú fara að setja hjálpardekk á suma Portúgalana svo þeir tolli á löppunum. Ég vona innilega að Baunar vinni, mér leiðist leikarskapurinn og linkindin í Portúgölum.
Hinn leikurinn er milli Niðurlendinga og Þjóðverja. Þetta ætti að verða hörkuleikur, bæði liðin firnasterk. Ég spái Niðurlendingum sigri.

Það held ég nú!
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: