— GESTAPÓ —
Huxi svarar spurningum.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 9, 10, 11, 12  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 28/3/12 21:10

Vladimir Fuckov mælti:

Hversu margkynhneigður er Texi ?

Hann er gagnkynhneigður, samkynhneigður, tvíkynhneigður, sjálfkynhneigður og ókynhneigður.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 27/12/12 10:56

Hver er þessi Rest?

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 27/12/12 16:18

Golíat mælti:

Hver er þessi Rest?

Þessi „Rest“ er það sem eftir er af jólahátíðinni, en hún stendur til 6. janúar á næsta ári.

Gleðilega rest Golíat. ‹Ljómar upp›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 8/2/13 23:19

Ertu þarna ennþá?

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 8/2/13 23:44

Ég er nákvæmlega hér.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 14/9/13 17:54

Hvað er að frétta?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 15/9/13 11:56

Þar eð fréttastofa Bagglúts er í sumarfríi þá er ekkert að frétta. Þ.e.a.s ekkert sem skiptir máli.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 15/9/13 16:07

Komust óvinir ríkisins í veðurvjelina ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 15/9/13 18:50

Góðu fréttirnar eru þær að óvinir Ríkisins hafa ekki komið gírugum krumlunum yfir Veðurvjelina.
Þær slæmu eru hinsvegar þessar: Vegna skorts á flæði á böggum og öðrum launatengdum fríðindum, úr fjárhirslum Baggalútíu, í vasa Forstöðumanns Veðurfarsstofnunar Baggalútíska heimsveldisins, hefur Veðurvjelin verið höfð í hlutlausum undanfarin misseri. Því hefur það algjörlrga verið undir duttlungum og skapsveiflum einstakra vaktmanna á Veðurfarsstofnunni hvernig veðrið hefur verið. Þar eð þeir flestir virðast vera eitthvað óstöðugir á geði hefur niðurstaða þess verið jafn óstöðugt veðurfar. Forstöðumaðurinn hefur því miður ekki möguleika á að skerast í leikinn vegna þess að hann er fastur á Túvalú og kemst ekki til starfa fyrr en búið er að skipta um innréttingar í snekkjunni hans. (Það er sko ekki fræðilegur að ég sigli á þessum koppi fyrr en búið er að henda út þessum hryllilegu jade hurðarhúnum og setja nýja úr safírum)
Þangað til þessi mál leysast þá má búast við slagviðri með skítkasti upp á hvern dag.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 15/9/13 20:05

Af hverju segja menn skál þegar þeir drekka úr glösum? ‹Sýpur á fagurbláum drykk.›

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 15/9/13 21:20

Skál er fornt orð um drykkjaílát og er sögnin að skála dregin af því. Svo breyttust drykkjarílát vor og nöfn þeirra, en ekki sá forni siður að slá saman drykkjarföntum, hornum, bikurum, flöskum eða glösum. Alltaf var hið forna orð notað og því segjum við ennþá SKÁL þó að vart sé drukkið úr súpuskálum nema í algjörum undantekningar tilfellum.
‹Sýpur á fagurgrænum drykk›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 15/9/13 22:21

Af hverju fær strangheiðarlegt fólk flensu ? ‹hóstar›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 16/9/13 10:42

Vegna þess að veira sú sem veldur Innflúensu er illa innrætt kvikindi sem gerir ekki greinarmun á góðu fólki og vondu, heiðarlegu eða hröppum. Eina sem stoppar þessi illyrmi er mótefni sem hægt er að fá í sprautuformi á næstu heilsugæslustöð eða að einangra sig svo frá öðru fólki að veiruskepnan finni engar smitleiðir.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 16/9/13 10:57

Mig vantar pening. Ætti ég að ræna banka? myndi það borga sig?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 16/9/13 20:02

Það að ræna banka er vissulega göfug og gegn íslensk íþrótt en er þó aðallega stunduð af eigendum og stjórnendum þeirra. Það er lítið upp úr bankaránum að hafa fyrir okkur sauðsvartan almúgan, sem ekki höfum möguleika á öðru en að ræna íslenskum gjaldmiðli af hræddum miðaldra gjaldkerum.
Því segi ég: Ekki ræna banka nema að þú getir annað hvort tæmt hann innanfrá eins og útrásarvíkingur, eða með því að hakka þig inn á gjaldeyrisreikninga bankans og millifært svo summuna yfir á falinn reikning í hinum svokölluðu „útlöndum“.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 18/9/13 00:14

Hvað er Baggalútía mörg megabæt?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/9/13 00:19

Huxi mælti:

...í hinum svokölluðu „útlöndum“.

Eru hin sk. „útlönd“ enn til ? Vjer höfum sannanir fyrir því að fyrir fáeinum árum voru þau til en eru þau til núna ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 18/9/13 00:24

Og ef svo er, hvað eru þau mörg megabæt?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
        1, 2, 3 ... 9, 10, 11, 12  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: