— GESTAPÓ —
Huxi svarar spurningum.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3 ... 10, 11, 12  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 19/9/11 17:36

Þar sem að ég hef það eftir áræðæðanlegustu heimildum, (þ.e. frá sjálfum mér), að ég viti alllt best, þá hef ég ákveðið að bjóða uppá svarþjónustu. Þetta er einfalt: Þið spyrjið og ég svara.
Verði ykkur að góðu.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 19/9/11 19:08

Þetta er svo sannarlega þörf nýjung og nú spyr ég:
Hvernig er best að losna við vindgang eða það sem Nóbelsskáldið kallaði að kveða drundrímur í einni af bókum sínum?

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/9/11 19:10

Hráefni: Epli, bakaðar baunir, kartöflur (þrjár), smjör, hveiti, egg (4), hrísgrjón og ýmis krydd. Get ég útbúið eitthvað góðgæti úr þessu?

To live outside the law, you must be honest.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 19/9/11 19:11

Hvernig er hægt að auka vindgang, eða aftansöng einsog það kallaðist í minni sveit ?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 19/9/11 19:15

Skabbi skrumari mælti:

Hráefni: Epli, bakaðar baunir, kartöflur (þrjár), smjör, hveiti, egg (4), hrísgrjón og ýmis krydd. Get ég útbúið eitthvað góðgæti úr þessu?

Ég skal svara þér Skabbi minn.
Slepptu hrísgrjónunum, alltof mikið að hafa tvö stór kolvetni í einni máltíð.

Gerðu ommilettu, hrærir eggin saman með kryddi, salti og pipar. forsýður kartöflurnar, kælir þær og kubbar í teninga.
Léttsteikja kubbana í smjöri á pönnu og hella eggjahrærunni yfir.

Forhita ofninn á grill og setja pönnuna inn í ofninn þartil innihald hennar verður "golden brown"

Bökuðu baunirnar borðast á kantinum og fersk epli í eftirrétt.

Uppfært.

Gott ráð er líka að kubba niður jarðeplin hrá, þá taka þau minni tíma í suðu. og mikilvægt er að sjóða ekki of lengi og kæla vel fyrir steikingu, annars endaru með kartöflukássu á pönnunni en ekki krispí kartöflibita.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/9/11 21:05

Verður fyrirspurnum líka svarað hér?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 19/9/11 23:02

Herbjörn: Það eru til nokkrar aðferðir. Sumar miðast við að eyða vindganginum sjálfum, en aðrar við að geta laumað frá sér lofti án þess að það veki athygli.
Ráðið við fyrri liðnum er að breyta mataræðinu og minnka neyslu á hveiti og öðrum slíkum kolvetnum ásamt því að éta Asetafilus gerla.
En til að lauma frá sér vindi er best að vera bara slakur og hvorki breyta svip né rembast neitt. Þá gerist þetta hljóðlaust.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 19/9/11 23:03

Skabbi : Já það er hægt.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 19/9/11 23:05

Hvæsi: Borða pasta með miklu pestói og drekka bjór með. Borða baunir og rúgbrauð. En... Þú kannt þetta náttlega manna best.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 19/9/11 23:08

Billi: Já, ef þeim er ekki beint til ritstjórnar.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 20/9/11 08:29

1. Er mark takandi á svörunum hérna?
2. Er ekki öruggara að spyrja á spurt eftir spurninguna, nú eða spurt eftir svarið?
3. Er hámark á fjölda spurninga sem þú svarar í einu?
4. Setur þú þig á háan hest í svörunum eins og æruverðug ritstjórnin gerir?
5. Styðstu við alfræðibækur eða jafnvel hið svokallaða internet í svörum þínum eða svararðu einungis samkvæmt þinni ,,bestu" vitneskju?
6. Hyggstu ráða aðstoðarmenn við að þjónusta fyrirspyrjendur?
7. Er gjaldtaka á dagskrá?
8. Hvaða þjónustustigi stefnir þú að? Þe hversu oft á sólarhring ætlarðu að svara spurningum, eða hver verður meðal biðtími eftir svari?
9. Muntu svara hreinskilnislega ef þú veist ekki svörin eða hyggstu ljúga þíg út úr klípunni?
10. Ertu með lögfræðing ef til málshöfðana kemur í framhaldi af röngum eða villandi svörum?

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 20/9/11 13:14

Ertu alveg að gera miklu betrari svör á þessum vefi en það er verið að gera við mann á Vísindavefinum? Var ekki alveg farið að vanta þeim þessari sam keppni fyrir löngusíðan?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 20/9/11 13:17

Golíat:
1. Já.
2. Nei og nei.
3. Nei, ekki ennþá.
4. Nei, hestar eru hættulegir gallagripir sem ég klifra ekki uppá lengur.
5. Þar eð ég veit allt best verða umspurðar gagnaveitur einungis notaðar til staðfestingar á svörum.
6. Færeyingurinn mun að sjálfsögðu aðstoða mig þegar ég svara spurningum, með blútburði, nuddi og upplestri á spurningum.
7. Nei, en frjáls framlög eru verulega vel þeginn. ‹Hleypur til og rýmir til í kæligeymslum Huxi inc. til að rýma fyrir yfirvofandi blútbirgðum›
8. Spurningum verður svarað svo oft sem næði gefst fá reksti Huxi inc.
9. Ég veit svörin, svo þessi spurning er óþörf.
10. Sjá svar við 9. spurningu. Það að fyrirspyrjandi misskilji svör mín, eða rangtúlki þau vegna fáfræði sinnar, getur aldrei orðið grundvöllur málshöfðunar.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 20/9/11 13:30

hlewagastirR: Jú, míklu betri væni minn. Farðu nú og æfðu þig í málfræðinni og spurðu svo meira á morgunn.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 20/9/11 13:40

Með hvaða hætti nýtist þér doktorsgráðan í fáfræði við að svara spurningum?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/9/11 16:05

Kemur til greina að svara þessu með 'nei' ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 20/9/11 16:53

hlewagastiR: Að vera doktor gefur starfseminni trúverugt yfirbragð. Skiptir ekki öllu máli í hverju maður er doktor.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 20/9/11 16:56

Vladimír: Það kemur vissulega til greina ekki síður en ekki.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
     1, 2, 3 ... 10, 11, 12  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: