— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 14/2/11 12:27

Jeg hef undanfarin misseri komist að þeirri niðurstöðu , eftir að hafa lesið um Sjóorrustuna hjá herra Aristótelesi , að það er mjer ógerningur að reyna að segja við fólk að jeg ætli að hætta eða eigi hætta ef jeg veit ekki fyrir víst að jeg hætti.
Það er svona álíka gáfulegt af mjer og segja að á morgunn verði sjóorrusta. Vjer vitum ei hvort að á morgunn verði sjóorrusta eður ei , og þeir sem eiga bágt með að trúa því geta lesið De Interpretatione eftir Aristóteles.
Nóg af því. Hjer er jeg með smá skemmtilegt nýirði í belg - mýfía. Mýfía er hópur einstaklinga sem þykjast vera mafíósar en eru það í raun eigi.
Þeir eru oft ærið pirrandi og hittast á stöðum eins og t.d. Mafia Wars á Facebook og þykjast ráða þar lofum og lögum.
Í raunheimum væri líklegast minnsta vandamál fyrir alvöru mafíósa að finna þá.
Alvöru mafíósar eru nefnilega ekki til þess að gera grín að , a.m.k. ekki mikið. Alvöru mafíósi væri líklegast búinn að kála mjer ef jeg hefði skrifað mikið um mafíuna eða mafíur hjer , svo jeg ákvað að forðast að vera mikið að skrifa um þær.
Eigi er jeg að gera lítið úr starfi mafíósa eða mafía eða mafíuleikja á Baggalútíu enda mikil þörf fyrir nærveru mafía hjer , þær skapa svo mikið líf og fjör.
Hvar væru útlönd og jafnvel innlönd án mafía?
Hvar væru tímavjelar eða ótímavjelar án mafía?
En öðru gegnir með mýfíurnar - þannig má líkja þeim sem standa að baki hinum nýja IceSave samningi við mýfíu - fólk sem er bara að reyna að vera pirrandi og þykjast vera mafíósar, þar til alvöru mafíósarnir koma og banka upp að dyrnum hjá þeim.
Mikið er jeg heppinn að vera ei á bak við IceSave með einum eða öðrum hætti svo jeg viti til.
Mýfíumaður er nefnilega með mývit í samanburði við vit hins alvöru mafíumanns.......þess vegna ákvað jeg að gefa þeim nafnið mýfíur.

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/2/11 19:35

Ég er voðalega hræddur um að ef þú færir að taka þátt í þessum mafíuleikjum hér að þú yrðir hengdur með hraði fyrstu leikina og ef ég hefði aðgang að tímavél gengi mér örugglega betur í þessum leikjum en varla yrði það eins gaman.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 15/2/11 18:21

Því er jeg sammála og því hef jeg haft vit á að gjöra eins lítið af slíkri þáttöku og hægt er þar eð jeg myndi að sjálfsögðu fyrst lesa alla leikina og gá út á hvað hver leikur gengur því að annars yrði mjer auðvitað sparkað út á nóinu.
Mafíuleikirnir geta verið bráðskemmtilegir og fyndnir og gott fyrir mig að fylgjast með umræðunni þar ef mig langar en taka að öðrum kosti engann þátt í neinum þeirra fyrr en jeg veit út á hvað hver leikur gengur og get þá hugsað eitthvað áður en jeg framkvæmi og sett einvern smjörþef af mjer á einhvern þeirra.
Því er hárrjett hjá þjer að jeg eigi helst að taka engann þátt sem stendur í neinum þessara annars frábæru og skemmtilegu leikja.
‹›‹Glottir eins og fífl›‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er og tekur þátt í mafíuleik á milli brennihvelju og portúgalsks herskips , snertir ekki brennihveljuna og tapar fyrir portúgalska herskipinu›

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 15/2/11 19:13

svo var jeg eiginlega að tala um mafíuna í Facebook en ekki mafíuleikina hjer.......a.m.k. ekki svo jeg viti til.....

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 15/2/11 19:14

Og jeg er líka að kalla íslensku ´mafíuna´´mýfíu´í samanburði við ´alvöru mafíuna´.
Svo að þú sjerð - mafíuleikirnir stórkostlegu á baggalútíu eru ekki nefndir.........enda engin ástæða til þess.

..
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: