— GESTAPÓ —
Hverju gleymið þér æ, en þó eigi?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 29/11/10 09:31

Hvað er það helst, er þér þykist ætíð gleyma, og fullvissið yður í hvert sinn, um að þér hafið á yðar persónu, áður þér gangið úr húsi?

Vér þurfum í hvert sinn að þreifa eftir lyfjum, veski og síma. Hvað með yður?

Þessi leikur gæti hæglega orðið lygilegur. Þó teljum vér oss eigi hafa hæfileik til spár um, hvort hann verði vinsæll eður eigi.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 29/11/10 13:08

Þegar ég loka útidyrahurðinni er ég iðulega með hægri höndina á vasanum þar sem ég geymi lyklana. Jafnvel þó ég hafi sett þá þangað fyrir innan við mínútu síðan.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 29/11/10 14:01

Ég þarf að læsa útihurðinni með húslyklunum svo ég gleymi þeim aldrei. það er æði finnsyt mér.
Hins vegar gleymi ég oft að taka með mér almenna skynsemi.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 29/11/10 14:38

Ég gleymi alltaf að taka síman með mér þegar ég fer útúr húsi en gleymi aldrei að taka tóbakið með.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 29/11/10 21:37

Ég held að þetta vefsvæði sé eitt allra gleymdasta vefsvæði sem ég hef kynnst fyrr og síðar..........

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 29/11/10 22:48

Madam athugar hvort höfuð hennar sé fast á og kaffibolli í hendi, áður en gengir er úr húsi.

» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: