— GESTAPÓ —
<Ljómar upp>
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Al Terego 28/1/10 12:44

Tökum lagið tvist og bast!
Trúðu á smæð þína!
Stökktu fram og stígðu fast!
‹Stekkur hæð sína›

MIg langar til að líta í
í leyni-draumahólfið
á þér Rúna, og renna í
‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Viskípela þessa þrjá
ég þamba skal í svakalegri runu.
Geðveikt verður gaman þá.
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Þarna siglir ennþá inn
ofurlitla duggan.
Drottinn leiði drösulinn
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Ýtið þessu, fýrar, frá
og fram á ystu nöf hinu.
Komum svo að kveðast á
‹Klórar sér í höfðinu›

Á þorra éta sumir svið
og súra punga hratt.
‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›
Helvítis! Ég datt!

Þú ert elsku ástin mín
og yndið!
Þú er betri en brennivín!
‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Komdu bara, betra lífs
brátt þú njóta munt hér
í stuði vegna Stáls og hnífs
‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Ekkert kann ég, feyskinn fretur
fyrir utan stífl-
ur að losa, gamli getur.
‹Glottir eins og fífl›

Á Þorranum ég þrái mest
þræla í mig slátri
og fær á Góu gubbupest
‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Allir hata húmor þinn
hæðni, spott og dár þitt
Bíttu í þig, bandíttinn
‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Allir vöru heimsins hnappar
hnepptir sér.
Stýrðu landi stórir hrappar.
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Ástin mín er eitthvað treg
og afar vanþakklát
hún er bara bjánleg
‹Brestur í óstöðvandi grát›

Við stóran glugg í stofu hér
stend ég fjarska oft við
stenþegjandi stend þá hér.
‹Starir þegjandi út í loftið›

Fyrir rímið fann ég upp
frábært orð til ríms við upp
í ljóðum með það legg ég upp
‹Ljómar upp›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 28/1/10 12:59

‹Ljómar upp›og ‹lifnar við›
líkar mér við þetta snið.
‹Glottir eins og fífl með fót›
fer ég brátt á Þorrablót.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
28/1/10 17:36

Sjaldan ríma orð við upp,
er því ver og miður.
Leyfist mér að leggja til
að ljóma heldur niður?

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 28/1/10 23:03

Hásetar og hestamenn
Hnýta á sig bindið
Á Þorrablótin bruna senn
‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/1/10 23:17

Þegar mætir bangsa byssa
bóndi telur góðan sið
fyrst að verða heldur hissa
og ‹Hrökklast afturábak og hrasa við›

(að sjálfsögðu af þessu tilefni: http://www.visir.is/article/20100128/FRETTIR01/839885568 )

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 29/1/10 12:24

Fúlsar enginn, fáir hafna,
feitum hupp.
Ljúft á kryddið læt ég jafna.
‹Ljómar upp›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gúmmí Tarsan 13/3/10 18:12

Yngismær með súlusið
sýnir hupp.
Litli tarfur lifnar við
og ‹ljómar upp›

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: