— GESTAPÓ —
Pelíkanar
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 28/1/10 00:41

Já, pelíkanar. Líklega stærsta áhyggjuefni Baggalútíu um þessar mundir.

Eins og þið sjáið er ógnin sem stafar af þessum óargadýrum gífurleg. Þeir svífast einskis til að ná fram djöfullegum markmiðum sínum, og hlusta á engin rök. Ég legg til þess að við gerum tafarlaust áhlaup á alla þá staði þar sem Pelíkanar gætu leynst, framtíðaröryggi Baggalútíu er í húfi!

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/1/10 01:25

‹Hrökklast afturábak og hrasar við› ‹Sjer draug› ‹Áttar sig afar óvænt á að draugurinn er eigi draugur›
Vjer bjóðum yður formlega velkominn til baka ‹Ljómar upp›. Þjer hafið að líkindum sett nýtt fjarverulengdarmet. Voru pelíkanar á vegum óvina ríkisins með yður í haldi ?

En nú að efninu, pelíkaninn á síðustu myndinni er augljóslega stórhættulegur og gæti greinilega gjöreytt öllum sjóher baggalútíska heimsveldisins verði eigi þegar í stað gripið í taumana. Leggjum vjer því til að lögð verði áhersla á kafbátahernað í komandi hernaðaraðgerðum því oss er eigi kunnugt um að til sjeu neðansjávarpelíkanar.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 28/1/10 09:32

En hvað með kyndinguna hérna?
Á ekkert að laga það?

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 28/1/10 09:53

Mér sýnist þetta vera lítið mál, er ekki hundurinn á efstu myndinni að éta pelíkanan og byrjaður á hausnum?
Eða er það öfugt? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við› ‹Klórar sér í höfðinu›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 28/1/10 09:55

Það er greinilega ekki ónýtt að eiga njósnara eins og Hilmar til að leita uppi óvini ríkisins. ‹Lýtur höfði af virðingu›
Nú ríður á að nýta þessar upplýsingar til að leita óvininn allsstaðar uppi og gjöreyða honum.‹Stendur á öndinni af æsingi›

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/1/10 10:02

Regína mælti:

Mér sýnist þetta vera lítið mál, er ekki hundurinn á efstu myndinni að éta pelíkanan og byrjaður á hausnum?
Eða er það öfugt? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við› ‹Klórar sér í höfðinu›

Vandamálið er einmitt að það er öfugt. Þarna kann að vera komin skýringin á dularfullri fækkun varðhunda forsetaembættis Baggalútíu undanfarnar vikur.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 28/1/10 10:04

‹Fölnar upp›
‹Fölnar niður›

Þetta eru hræðilegar fréttir. Hverjar meturðu líkurnar á að þessi fiðurfénaður muni gera árás á Baggalútíska heimsveldið?

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 28/1/10 10:49

Einn gamall en nettur mælti:

En hvað með kyndinguna hérna?
Á ekkert að laga það?

Gamli, það er hún kyndingin. Vertu svo ekki altaf að trufla starfsfólkið með svona leiðinda spurningum.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 28/1/10 10:58

Voru ekki pelíkanarnir búnir að ræna einni pennaverksñiðju?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Al Terego 28/1/10 11:05

Hvar er Pétur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 28/1/10 11:14

Pjetur skrapp í Kaubfjelagið til að kaupa nagla og skrúfur. Kemur væntanlega aftur eftir mat.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Al Terego 28/1/10 11:37

Nei Pétur í Pelíkan þarna tröllið þitt ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 28/1/10 12:57

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við› Drottinn minn dýri! Mikið er ég fegin að fá þessar fregnir. Ég var einmitt að fóðra þessi kvikindi hérna um daginn. Taldi þau vera algjörlega meinlaus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 28/1/10 13:28

Eru þessi illfygli svo stór að þau geti gleypt hann Blesa minn í heilu lagi? ‹Hleður hólkinn›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 28/1/10 17:43

‹Útdeilir eintökum af heimildarmyndinni Pelíkaninn stuttlegi (e. The Pelican Brief)

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 28/1/10 17:51

Og ég sem keypti pela í kanalandinu........

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 28/1/10 18:06

‹Leggst í rannsóknarvinnu og horfir á Pelikanann stuttlega og les í framhaldinu allar Rasmus Klump bækurna.› Þetta er svakaleg kvikindi og greinilega ekki nóg að stunda kafbátahernað sbr. Rasmus Kluppur á sjó bók nr. 24, þar dregur Peli upp úr gogg sínum heilan kafbát.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 28/1/10 19:25

Bara eitt kremkex í skálinni, þetta er hneyksli!

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: