— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 7/1/10 21:07

Ég er Huldra. Ég er ekki öll þar sem ég er séð og ekki sýnileg öllum en ef þú sérð mig og þorir að koma nær þá muntu sjá að ég er ekki sú sem þú heldur að ég sé. Ég er algjörlega meinlaus, nema þú gerir mér mein og ég held mig að mestu í felum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

‹Setur upp gleraugun›
Já, þarna ertu þá! ‹Ljómar upp›
Velkomin.
Og reyndu nú að hegða þér skikkanlega hérna.

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 7/1/10 22:04

Þakka þér fyrir. Ég skal vera stillt. ‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 7/1/10 22:05

Ef þú ert ekki öll þar sem þú ert séð hlýtur þú að vera býsna stór.
Velkomin. ‹Ljómar upp›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 7/1/10 22:22

Já ég er frekar stór en samt svo lítil.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 7/1/10 22:27

Margvelkomin Huldra. Ég horfi að vísu ekkert af viti, enda glápi ég alltaf eitthvað útí buskann. Ég vona að það komi ekki að sök.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 7/1/10 22:36

Það kemur ekki að sök, enda er ég alltaf einhversstaðar útí buskanum þannig að þú gætir rekist á mig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 7/1/10 23:03

Velkomin sértu. Mundu bara að ganga vel um og þurrka af fótunum á þér áður en þú stígur í salinn.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 7/1/10 23:09

Takk fyrir. Ég skal muna það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 8/1/10 00:22

Sæl og velkomin. Það er alltaf gaman að fá nýtt fólk í hópinn. Þú vilt kannski segja okkur hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja til Baggalútíu?

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 8/1/10 00:31

Takk Huxi. Ég hef fylgst með Baggalútíu úr fjarlægð í dágóðan tíma án þess að hætta mér nær. En ég var orðin leið á að vera ósýnileg svo ég ákvað að flytja til ykkar. ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 8/1/10 09:07

Það bendir til þess að þú sért nægilega „sérstök“ til þess að falla í hópinn. ‹Ljómar upp›
Kanntu að yrkja?

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 8/1/10 09:52

Velkomin Huldra.
Vertu ekkert að hlusta á þá sem segja þér að hegða þér vel. Það er mun meira gaman af þeim sem ekki fylgja normunum.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 8/1/10 10:27

Huldra mælti:

Ég er Huldra. Ég er ekki öll þar sem ég er séð og ekki sýnileg öllum en ef þú sérð mig og þorir að koma nær þá muntu sjá að ég er ekki sú sem þú heldur að ég sé. Ég er algjörlega meinlaus, nema þú gerir mér mein og ég held mig að mestu í felum.

Þýðir þetta að þjer sjeuð laumupúki ? ‹Ljómar upp›

Vjer bjóðum yður formlega velkomna með hefðbundnum fyrirvörum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hvar fær maður svona nuddolíu með svona flottum ilm?

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 8/1/10 12:20

Takk fyrir. Já ég held að það sé óhætt að segja að ég sé sérstök, þó ekki kannski á þann hátt sem flestir halda. Og jú, ég yrki en ég er ekki viss um að það mundi falla ykkur Baggalútíubúum í geð, en það kemur ef til vill í ljós síðar.

Ég laumast mikið og oft er ég svolítill púki líka svo það gæti eflaust verið hægt að kalla mig laumupúka. En ég mundi aldrei viðurkenna það opinberlega enda væri það þá ekki neitt laumu lengur heldur á allra vörum.

Og varðandi nuddolíuna, þá veit ég um stað þar sem hún fæst, en þú verður þá að koma með mér svo ég geti sýnt þér hann. ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 8/1/10 12:29

‹Sér ekki Huldru og labbar á hana›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huldra 8/1/10 16:56

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: