— GESTAPÓ —
Kannast hlustendur við...
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 1/1/10 17:04

Hér má leita skýringa á orðum og orðatiltækjum, kanna hvort hlustendur þekki vísur eða hvað annað sem mönnum liggur á hjarta.
Mig langar að byrja á að spyrja hvort hlustendur kannist við eftirfarandi vísu og hvort verið geti að vor átsæli forseti hafi ort:

Ég (jeg) geng til læknis á fáeinna daga fresti,
hann finnur ei meinið en dável þó listina kann.
Vöntun á skorti á vanheilsuleysisbresti,
verður að lokum það sem drepur mann.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelkur 3/1/10 15:11

Þetta getur vel verið eftir Vladimir, að minnsta kosti er þetta ekki eftir mig. Hef reyndar aldrei heyrt þetta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 3/1/10 17:51

Átsæli? Ertu að segja að forseti vor sé feitur?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/1/10 19:10

Brennir hann ekki bara svona hratt?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 4/1/10 09:45

Regína mælti:

Átsæli? Ertu að segja að forseti vor sé feitur?

Kannast hlustendur við nýyrðið átsæll? (ef svo er þá er ekki víst að um nýyrði sé að ræða)

Nú ef menn kannast ekki við orðið er hér með farið fram á að fólk komi með tillögur að útlistun á þýðingu þess. Er orðið með neikvæðum undirtón?

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/1/10 10:58

Ég var afar átsæll um jólin. Það fannst mér mjög jákvætt. (Veit þó ekki hvort það var eins jákvætt fyrir kransæðarnar.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
meegaas 23/3/10 21:50

kannst vi böguna sona
jeg geng til laknis á fánna daga fresti,
hann finnur ei meinið en dável þó lisi
na kann.
Vöntun á skorti á vaneilsuleysisbresti,
verður að lokum ð sem drepur mann

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugðir 23/3/10 23:55

Lýsandi dæmi um þetta er orðið snjótittlingur, Ingibjörg......

Símamynd: Reuter
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 25/3/10 19:03

Svona til að fækka möguleikunum þá orti ég þetta ekki.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: