— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 22/11/09 12:32

Ég hef þennan þráð skapað því ég treysti mér ekki til að sverta foríðu Gestapó með kvabbi. Svo er mál með vexti að ég hef nú ver og miður yfir tveimur eintökum að ráða af bókum úr hinum háæruverðuga bókaflokki Lærdómsfélagsins. Þar með er ekki öll sagan sögð, því þó ég eigi í raun réttri fleiri en tvö eintök þá eru þessi tvö vandræðalegu eintök einmitt af sömu bókinni.
Þannig er málum háttað hjá mér að ég get aðeins lesið eina bók í einu og hef því ekki beinlínis not fyrir bæði eintökin og hugnaðist því að deila ógæfu minni með eina fólkinu sem mér hugnast að hefðu not fyrir slíkan varning, póum, ef ég gæti í leiðinni létt ef til vill nokkuð á byrði þeirra sem lent hafa í sams konar lánleysi.

Fyrirspurn mín er því þessi: Hefur nokkur pói tvö eintök af eftirfarandi bókum sem hann þyrfti að losna við og gæti séð sér fært að skiptia á eintökum við undirritaðan (vel má líta á þann möguleika að pói vilji ef til vill skipta á eintaki sem hann hefur lesið svo rækilega í kjölinn að hann kunni hana utan að og/eða hafi ekki lengur not fyrir eintak sitt og vilji þess vegna skipta). Þau eintök sem mig vanhagar um eru eftirfarandi (önnur ýmist á ég þegar eða hef engin not fyrir):

Platon: Ríkið.
Albert Einstein: Afstæðiskenningin.
Samuel Johnson: Vandræðaskáld.
Aþanasíus frá Alexandríu: Um holdgun orðsins.
Klemens frá Alexandríu: Fræðarinn I.
Klemens frá Alexandríu: Hjálpræði efnamanns.
Jan Kott: Shakespeare á meðal vor.
Marteinn Lúther: Um ánauð viljans.
Platon: Gorgías.
Platon: Menón.
Friedrich Schleiermacher: Um trúarbrögðin.
Tómas af Aquino: Um lög.
Ludwig Wittgenstein: Bláa bókin.

Séu gallar þessarar fyrirspurnar lesendum yfirþyrmandi og eigi hér ekkert erindi vil ég sjálfsagt biðjast afsökunar á allri lákúru og vanhugsun sem mér deilist.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 22/11/09 15:19

Ég á reyndar til vel með farið Vandræðaskáld. Ágætlega læsileg bók, og allt að því skemmtileg, þó að mér finnist ekki nauðsynlegt að eiga hana uppi í hillu þangað til erfðaskrá mín (sem er v.a.m. ennþá óskrifuð) kemur til framkvæmda.
En hvaða bók langar Húmbaba að losna við?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 22/11/09 15:33

Obbosí, ég gleymdi að segja frá eintakinu ofaukna, en það er Handan góðs og ills eftir Nietzsche. Nú er að sjá hvort nokkur hafi áhuga á að lesa það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 22/11/09 21:45

Ég er úr leik þá, því að þá bók á ég og hef lesið. Stórmögnuð, þó að ég hafi ýmislegt að athuga við furðulega kommusetningu þýðenda, sem er síst til þess fallin að gera bókina skiljanlegri.
En væri ekki líka tilvalið að gefa þetta aukaeintak af bókinni bara til einhvers bágstadds sparisjóðs?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/11/09 23:32

Því miður er þarna engin af þeim lærdómsbókum sem ég á uppi í hillu. Handan góðs og ills er nefnilega ein sem hefur alltaf verið á leslistanum.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/11/09 08:51

Átt þú ekki eitthvað sem Blöndung vantar, hvurslags? Þá er kominn fínn trekantur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 23/11/09 19:09

Ég er augljóslega ekki sami ofurnjörðurinn og þið. Ég les bara einhverja lágmenningu. Baggalútur og Gestapó eru þó ekki flokkuð sem lágmenning.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 24/11/09 15:40

hvurslags mælti:

Því miður er þarna engin af þeim lærdómsbókum sem ég á uppi í hillu. Handan góðs og ills er nefnilega ein sem hefur alltaf verið á leslistanum.

Reyndar væri ég alveg til í að líta á aðrar bækur en það sem er á litsanum, þar sem hann er kannski svolítið þröngur. Er eitthvað sem þér þurfið að losna við?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 7/1/10 15:52

Jæja herrar mínir, hvernig fór þetta svo?

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: