— GESTAPÓ —
Þekktar vísur með venjulegri orðaröð
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/6/09 12:16

Þessi þráður er er sprottin upp af félagsriti sem ég reit og heitir „Lausar vísur, mjög lausar“.

Reglurnar eru þessar: Taka skal þekkta vísu og raða orðunum upp á nýtt í hlutlausa orðaröð lausamáls, þ.e.a.s. frumlag-sögn-andlag. Ekki má sleppa orði eða bæta orð við. Smá svindl er samt leyft er það er fyndið.

Hér kemur svo það sem komið fram fram í félagsritinu og orðabelgjunum:

Hlebbi:

Hvítu firðrildin fljúga fyrir utan glugga. Einhver ofurlítil dugga siglir inn þarna.

Ég sveima einn yfir kaldan eyðisand um nótt. Norðurland er nú horfið. Ég á hvergi heima.

Vott veður er úti nú. Allt verður að klessu. Hann Grimur fær ekki gott í þessu að gifta sig.

Snati minn, kæri snjalli vinur. Heldurðu ekki að ég bæri hringinn þinn hermannlega?

Afi minn og amma mín búa úti á Bakka. Þau bæði eru sæt og fín og ég vildi fljúga þangað.

Ég geymi nú hringinn, sem mér var gefinn, í grænni lautu og hvar er hann?

Systir mín góð, sestu hérna hjá mér. Við skulum vera kyrrlát og hljóð í kvöld.

Hjörðin mín! Gakktu út um græna grundu! Undu yndi vorsins! Ég skal gæta þín.
Ég snerti gleðistreng; syng um sól og vor. Lömb! Leikið kringum lítinn smaladreng!

Regína
Oft var kátt í koti fyrr, krakkar léku saman. Þar var hlegið dátt og hent gaman að mörgu löngum. Þar urðu einatt skrítnar sögur út um stéttar sumarkvöldin fögur þegar var safnast saman.

Hlebbi
Ég átti einu sinni ofurlítið skóttan hest en það sem mér þótti verst var þegar dauðinn sótti hann.

Hvussi
Þey, þey! Tófa þaut í holti, hún vill væta þurran góm blóði.

Huxi
Ef [að] ég væri söngvari, þá syngi ég ljóð um landið mitt, þjóðina, vorið og sólina.

Ívar
Kappi, komdu að kveðast á, nú ef þú getur. Láttu ljóðaskrá ganga í allan vetur. [Lítillega breytt, Hlebbi]

Ég á skugga. Skömmin (lítill og skrítinn) er svo líkur mér. Hann hleypur alla króka sem èg fer með mér, úti og inni. [Lítillega breytt, Hlebbi]

Regína
Lóan flaug heim úr lofti (veður og gróðurlýsing sem ekki kemur málinu við) til að annast smáunga. Hrafn hafði étið þá alla fyrir hálfri stundu.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 9/6/09 13:07

Komdu og skoðaðu í kistuna mína, ég á þar nóg sem meyjanar allar sem þó brugðust mér hafa gefið mér í minningu sína í kössum og handröðum. Ég á hitt og þetta í þessum handröðum sem er fróðlegt að sjá heldur en ekki.

Ósköp er maðurinn upptekinn af sjálfum sér. Enda virðist hann kvenhollur, og spurning hver hafi brugðist.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 9/6/09 13:20

Mér sýnist þú gleyma Hlebbi að óheppni ferðalangurinn sem sveimaði yfir eyðisandinn kalda gerði það um nótt að auki.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/6/09 13:29

Hafðu þökk, Hvussi, búinn að laga.

Ég hitti þig, bjarta ástin mín, er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði heiminn að hjarta sér. Við leiddumst saman með sumar í ungu hjörtunum og sungum hið ljúfasta úr lögunum mínum. Ég las það augunum þínum. Þó söngrödd andvarans sé þögnuð mun stjörnudýrð himinsins mun loga um ást, yndi og fögnuð okkar.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 10/6/09 00:14

Hani galar, krummi krunkar, hundur geltir, svín hrín, hestur gneggjar, mús tístir, tittlingur syngur.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 10/6/09 00:43

Huxi mælti:

Hani galar, krummi krunkar, hundur geltir, svín hrín, hestur gneggjar, mús tístir, tittlingur syngur.

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Þjóðlið rísi upp í árdagsljóma við Öxarána og skipist í sveit.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 10/6/09 08:56

Mjúkrödduð lóa syngur út um mela og móa og sprellfjörugt lag heyrist og frá sporléttum spóa.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 10/6/09 09:05

Herskarar þínir (timanna safn) hnýta þér krans úr sólkerfum himnanna.
(aurinn hefur laglega verið á sýru)

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég stóð úti í tunglsljósi út við skóg. Þar komu stórir skarar, þar var nóg af álfum. Þeir blésu í sönglúðra, þá bar skjótt að mér. Á heiðskýrri nóttu gullu bjöllurnar.

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 10/6/09 20:42

Ég þekkti einu sinni fatlafól sem flakkaði um í hjólastól með bros á vör, en þó berjandi lóminn. Hann ók loks í veg fyrir valtara og varð að klessu, ojbara. Þeir tóku hann upp með kíttisspaða og settu hann beint á sjónminjasafnið.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 10/6/09 21:04

Já. Megas yrkir á mæltu máli.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 11/6/09 23:35

Krummi krúnkar úti, kallar á nafna sinn. Hann fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn.

Var þetta nokkuð komið áður?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/6/09 01:11

Fjölmargar vísur eru ortar í venjulegri orðaröð. Það er ekkert rosalegt kikk að sjá þær hérna - nema svona til samanburðar.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/6/09 01:23

Það er gott að vera þar sem enginn þekkir mann því að það er hægt að gera allan andskotann þar.

Ég sit ein inni í litlu húsi og sauma. Enginn nema litla músin kemur að sjá mig.

Mædd af táraflóði trega ég þig mest manna. Ó, elsku góði vinurinn, að hefðum aldrei sést.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/6/09 02:07

Fleyið mitt siglir stolt á stórsjónum. Sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá. Það ber líf og limi okkar allra, hvert sem það fer, langt út á sjó.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 22/6/09 17:59

Galar hani? Krunkar krummi? Geltir hundur? Hrín svín? Gneggjar hestur? Tístir mús? Syngur tittlingur?

Ég segi nú bara eins og sá geðklofni: Ég er ekki vissir...

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Í kvæði eftir Matthías má lesa að lífið sé skjálfandi lítið gras. En allir vita hver örlög sú urt fær sem hvergi nær í vætu.
Sem Íslending sæmir það mér ekki að efast um staðhæfing þjóðskáldsins. En ég vil víst ei skrælna úr þurrki og vökva því lífsblómið af og til.
Mikið lifandi, skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður.

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 8/8/09 21:32

Línbergur Leiðólfsson mælti:

Í kvæði eftir Matthías má lesa að lífið sé skjálfandi lítið gras. En allir vita hver örlög sú urt fær sem hvergi nær í vætu.
Sem Íslending sæmir það mér ekki að efast um staðhæfing þjóðskáldsins. En ég vil víst ei skrælna úr þurrki og vökva því lífsblómið af og til.
Mikið lifandi, skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður.

xT Skál fyrir því! ‹drýpur á guðaveig›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: