— GESTAPÓ —
Klámhöggvakeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... , 10, 11, 12  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/10/13 12:32

Í Hamrinum bjó heljar tröll
harðgert var það líla
heyrðust þaðan hlátrarsköll
er hitti tröllið píla.

Saman brugðu sér í leik
systurnar frá Hróki.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/10/13 19:41

Saman brugðu sér í leik
systurnar frá Hróki.
Pöntuðu sér "Prison Break",
popp og fullt af kóki

Billi er fær í flestan sjó,
farið hefur víða

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/10/13 09:22

Billi er fær í flestan sjó,
farið hefur víða,
af því fær þó aldrey nóg
í Ölpunum að skíða.

Í þér mun hann eflaust kveikja,
ofurhátt þú munt þá fljúga,

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 30/3/15 09:20

Í þér mun hann eflaust kveikja,
ofurhátt þú munt þá fljúga,
Að flugi loknu flestir reykja
og finnst það gott, því máttu trúa.

Skoða mætti að skipta um kanal
skilurðu hvað ég meina, gaur?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/3/15 11:32

Skoða mætti að skipta um kanal
skilurðu hvað ég meina, gaur?
ÍNN er afar banal,
Yngvi Hrafn er fréttamaur.

Maður einn af miklum þjósti
mælti hátt um léttklætt skass:

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 30/3/15 18:08

Maður einn af miklum þjósti
mælti hátt um léttklætt skass:
Hún mun frjósa í fyrsta gjósti!
(Fréttaheimild: Itar-Tass).

Jafnan þegar upp ég yngi
ætlast ég til þess af sprundi

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/3/15 18:26

Jafnan þegar upp ég yngi
ætlast ég til þess af sprundi
að í gömlu'ún ekki hringi,
eða komi á leynifundi.

Ef ég skyldi í þér kveikja,
ef við munum saman fljúga,

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 2/4/15 14:02

Ef ég skyldi í þér kveikja,
ef við munum saman fljúga,
íspinna við ættum sleikja
eða Bismarck-mola sjúga.

Dragðu af þér sjal og svuntu,
síðan pils og klæðin öll

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/4/15 17:16

Dragðu af þér sjal og svuntu,
síðan pils og klæðin öll
innan skamms þá eflaust muntu
upp úr dögg þér rúlla um völl.

Undir sæng ég ætla að skríða
ef að þú þar liggur stök.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/4/15 23:29

Undir sæng ég ætla að skríða
ef að þú þar liggur stök
svo getum, sæta Fríða
saman látið snúa bök.

Tyfringur fékk tannpínu
talvert slæma á Munkaþverá.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/4/15 00:24

Tyfringur fékk tannpínu
talvert slæma á Munkaþverá.
Hann með sóma og sann pínu-
na setti í hendur manns við Glerá.

Í holdið oft víst Hansi klípur
helst til þó hann sé víst ungur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 5/4/15 14:18

Í holdið oft víst Hansi klípur
helst til þó hann sé víst ungur.
Aðallega í eyrun grípur,
illar þetta mæla tungur.

Kærustunnar Benni beið
að Baska sið

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 5/4/15 22:18

Kærustunnar Benni beið
að Baska sið
á feitu hrossi er flennireið
og fékk að ETA svið.

Viltu beibí bera þitt
besta lífsins kvæði

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/4/15 00:12

Viltu beibí bera þitt
besta lífsins kvæði?
Eða viltu aðeins hitt-
a mig hér á þræði?

Ertu núna orðin rök?
Á að herða leikinn?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 13/7/15 17:30

Ertu núna orðin rök?
Á að herða leikinn?
Elda skal ég ýsuflök,
ansaði konan hreykin.

Ágætt væri að yngja
upp með nýju sprundi

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/7/15 19:31

Ágætt væri að yngja
upp með nýju sprundi.
Í Hemma skal þá hringja,
ef hann er ekki á fundi.

Þó konan upp hér kveikti
má karlinn ennþá bíða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 14/9/15 11:52

Þó konan upp hér kveikti
má karlinn ennþá bíða.
Hún sígarettu reykti
í reiðileysi og kvíða.

Nú er lag að losa smellu,
lyfta sér á kreik með Dóru

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/9/15 18:28

Nú er lag að losa smellu,
lyfta sér á kreik með Dóru.
Lesa henni ljóðavellu
úr ljóðakveri geysistóru.

Upp nú skyldi hugann herða,
hér er lag sem skyldi grípa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... , 10, 11, 12  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: