— GESTAPÓ —
Hvað er besta lag í heimi að þínu mati?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 8/3/09 22:05

Það er sennilega ekkert eitt lag besta lag í heimi. Það fer allt eftir því hvar og hvenær og jafnvel, með hverjum hlustað er á lagið, hver upplifunin er. Og þegar maður hefur náð ákveðnum þroska í tónlistarsmekk og vali, þá fer maður að hætta að gapa af undrun yfir öllu nýju og nýjasta „Hæpið“ er venjulega eitthvað sem maður hefur heyrt margoft áður. Það eru því ekki margar hljómsveitir sem hafa fengið mig til að sperra eyrun síðustu 15 - 20 árin. En þær eru þó til og vil ég þar helst nefna Muse. Stockholm Syndrome er einhver öflugasti rokkari sem ég hef heyrt.
En það lag sem hugurinn hefur hvarflað hvað oftast til í gegnum árin heitir Firth of Fifth og er með hljómsveitinni Genesis. Lag þetta er á plötu sem heitir Selling England By The Pound.
Ég leitaði á Þúrörinu að útgáfu af þessu lagi sem væri nægilega lík frumgerðinni og fann þessa, sem er EKKI með Genesis. Þetta er tekið á heiðusrtónleikum sem einhver skólahljómsveit hélt Genesis til vegsemdar.
http://www.youtube.com/watch?v=eX_AB016Tl4&feature=related
Þetta er að mínu mati besta lag í heimi... - þar til ég skipti um skoðun.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gregoríus 9/5/09 20:52

Mjög svo sammála honum Huxa hér á undan mér, í rauninni er ekki til eitt lag sem er bara yfir höfuð best af þeim öllum. Þó dettur mér fyrst í hug lagið ,,Sigtryggur vann" með hinum íslenzka þursaflokki, þeim kynngimagnaða hóp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/5/09 21:13

Mér þykir landmánslagið Íslenska alltaf best og það þó að afar áhugaverð gjóskulög tengd merkisatburðum sé einnig að finna víða erlendis.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 12/6/09 18:11

Dont stop believing er með þeim betri, það var gaman að sjá einhvern minnast á það hérna að ofan. Comfortably numb er samt best.

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 16/6/09 05:49

Tobbi Túba.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 13/9/10 23:27

Grágrímur átti nú bestu tillögu þráðarins í sínu síðasta innleggi, en hann er hins vegar ekki með rétt svar í höndunum, frekar en einhver annar á svæðinu hingað til.

Nú kíkti ég í heimsókn til ættingja og vina af gömlu ættjörðinni í sumar og kíkti ég meðal annars til Genoa, Flórens og Rimini þetta árið. Og ég get sko sagt ykkur það að ég og félagi Don Berlusconi áttum margar góðar stundir í þeim margvíslegu svallveislum sem við duttum í það saman við undirleik þessa lags hér:

http://www.youtube.com/watch?v=CR8logunPzQ

Þetta lag er einfaldlega allt það besta sem heimurinn hefur uppá að bjóða við hvaða tilefni sem er, því það kemur manni alltaf í gott skap, alltaf! Auðvitað geri ég mér svossem alveg grein fyrir því að þetta er örlítið tormelt lag fyrir flesta og það þarf virkilega að fá nokkrar endurteknar hlustanir til að maður nái virkilega að kunna að meta það. Ég meina, það er auðvitað heilmikið um djúpar pælingar í þessu lagi sem skila sér ekki endilega í gegn við fyrstu hlustun. Og svo má auðvitað ekki gleyma pólítískum undirtóninum. En ég ítreka það að ég hef verið í góðu skapi alveg síðan að ég heyrði þetta lag í fimmta skipti!

‹Dansar til að gleyma›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/9/10 13:57

Krútt.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 14/9/10 14:01

Péturs Gauts svítan eins og hún leggur sig.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/9/10 14:02

Í hvaða hóteli er Pétus Gaust svítan?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 14/9/10 14:04

Líklega Grieg-hótelinu í Björgvin.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/9/10 14:07

hlewagastiR mælti:

Mér þykir landmánslagið Íslenska alltaf best og það þó að afar áhugaverð gjóskulög tengd merkisatburðum sé einnig að finna víða erlendis.

Þessa stundina eru öskulög mun mikilvægara málefni en bæði gjóskulög og landnámslagið. Það er t.d. bráðnauðsynlegt að setja lög um öskulög og fylgja þeim fast eftir. Svifryksmengun í Reykjavík á þessu ári hefur t.d. fyrir löngu brotið reglugerð þá er takmarkar fjölda daga á þessu ári þar sem slík mengun má fara upp fyrir heilsuverndarmörk. Þessi svifryksmengun er bein afleiðing öskulaga og því er lagasetning nauðsynleg.

Það er því spurning hvort öskulagið úr Eyjafjallajökli sje ekki versta lag í heimi um þessar mundir (svo vjer snúum oss nú að algjörri andstæðu þess er þráðurinn átti að snúast um).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/9/10 14:08

Er ekki örugglega til nóg af öskupokum?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugðir 14/9/10 15:47

Úr því talið berst að lagasetningu, þá vil ég benda á góða lagasetningu: "Skríddu ofan í öskutunnuna". Tel mikilvægt að hlúð sé að vel ígrunduðum lagasetningum.

Símamynd: Reuter
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 15/9/10 18:01

Rawhide og allar ábreiður því tengdar

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 15/9/10 21:27
Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 17/1/11 13:07

Mitt eigið lag - Victory of the Titans.....

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/2/11 18:24

Garbo mælti:

http://www.youtube.com/watch?v=ot7F9vrSKqY&feature=related

Mér finnst þetta nú betra:
http://www.youtube.com/watch?v=BVUTQ7stBng

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: