— GESTAPÓ —
Jóladagatal Geimverunnar
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 5/12/08 18:21

5. desember

Hollenska: Vrolijk Kerstfeest eða Zalig Kerstfeast.

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 5/12/08 18:34

Mikið er þetta jólalegur þráður. ‹Ljómar upp›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 5/12/08 19:59

Ég þoldi voða illa Á baðkari til Betlehem af þeirri ástæðu að ég var (og er ennþá) skíthrædd við fjandans krákuna.
Einnig var ég hrædd við kerlinguna í Bláma stjörnustrák. Pú og Pa var samt yndi.
Er ekki einhver ofurnörd sem getur hent því upp á Þúrör? ‹Vonar›

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/12/08 08:57

Besta jóladagatalið sem ég hef séð... er í gangi núna (reyndar það eina sem ég hef horft á)...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 6/12/08 09:45

Á baðkari til Betlehem var einkar gott fyrir þær sakir að ég skemmti mér óendanlega í baði meðan á sýningum stóð. Eins konar baðdraumar og þá var ímyndunaraflið frjótt. Ég held það hafi verið kappakstursbíll og flugvél, svo gat ég rennt mér í fjöllunum á því líka.
Ég lýsi hér með eftir ímyndunarafli!

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/12/08 09:57

‹Leggur „dun“ í púkkið hjá hórkarli› Það hljóta einhverjir að geta séð af hinum hlutunum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 6/12/08 16:25

6. desmber

Eistneska: Ruumsaid juuluphi.

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 6/12/08 17:56

6. Desember.

Suðurrízka: Mary Christmas y´all.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 6/12/08 18:07

Geimveran mælti:

6. desmber

Eistneska: Ruumsaid juuluphi.

Þá getum vér loks óskað vinkonu vorri formlega gleðilegra jóla.
‹Ljómar upp.›

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 6/12/08 18:22

Þetta jóladagatal er náttúrulega meingallað fyrirbæri. Ég horfði alltaf á megnið af þáttunum en missti svo af þeim síðasta. Það horfir enginn á sjónvarpið á aðfangadag!

Annars man ég best eftir Pú og Pa. Enda var það sýnt tvisvar í „minni tíð“...

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 7/12/08 13:08

7. desember

Annar sunnudagur í aðventu

Finnska: Hyvaa joulua.

Kvæði:

Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því drottinn sjálfur soninn þá
mun senda'í líking manns

                         Lilja S. Kristjánsdóttir

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 7/12/08 13:45

Þið eruð að grínast, er það ekki? „Á baðkari til Betlehem“ er eitt það alversta, ef ekki bara alvondasta, sem framleitt hefur verið. Ég fæ enn hroll bara við að hugsa um „leikkonuna“ sem lék vondu konuna. Þið verðið að fyrirgefa, mér finnst hún með eindæmum lélegur leikari og alltaf föst í sömu árans óþolandi svipbrigðunum. ‹Kúgast›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 7/12/08 13:50

Hexia de Trix mælti:

Þið eruð að grínast, er það ekki? „Á baðkari til Betlehem“ er eitt það alversta, ef ekki bara alvondasta, sem framleitt hefur verið. Ég fæ enn hroll bara við að hugsa um „leikkonuna“ sem lék vondu konuna. Þið verðið að fyrirgefa, mér finnst hún með eindæmum lélegur leikari og alltaf föst í sömu árans óþolandi svipbrigðunum. ‹Kúgast›

Þú ert ekki laus við væntingar, skál!

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/12/08 13:56

Á baðkari til Betlehem var fín hugmynd en afspyrnuilla framkvæmt. Lélegir leikarar og léleg vinnsla. Pú og Pa voru ógeðslega fyndnir!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 7/12/08 14:00

Pú og Pa voru ömurlegir! Hrikalega leiðinlegt sjónvarpsefni, en dagatalið um kallinn á bátnum og ísbjörninn var skemmtilegt... svo rámar mig í að ég hafi haft afspyrnu gama af Stjörnustráknum.

Mu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/12/08 14:04

Álfelgur mælti:

Pú og Pa voru ömurlegir! Hrikalega leiðinlegt sjónvarpsefni, en dagatalið um kallinn á bátnum og ísbjörninn var skemmtilegt... svo rámar mig í að ég hafi haft afspyrnu gama af Stjörnustráknum.

Pú og Pa voru uppfullir af bröndurum fyrir fullorðna.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 7/12/08 14:40

Brandarar fyrir fullorðna í barnaefni er alltaf mjög virðingarvert framtak. Mér sýnist hinsvegar á umræðunum hér að barnaefnið hafi ekki þótt skemmtilegt fyrir börnin. Það er verra.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 8/12/08 07:09

Ívar Sívertsen mælti:

Álfelgur mælti:

Pú og Pa voru ömurlegir! Hrikalega leiðinlegt sjónvarpsefni, en dagatalið um kallinn á bátnum og ísbjörninn var skemmtilegt... svo rámar mig í að ég hafi haft afspyrnu gama af Stjörnustráknum.

Pú og Pa voru uppfullir af bröndurum fyrir fullorðna.

Sem er ömurlegt þegar maður er krakki...

Mu!
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: