— GESTAPÓ —
Bókmenntir eyðilagðar með afskiptasemi
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 8/12/08 10:56

Þegar móðir mín elskuleg hótaði mér með "ef þú hagar þér ekki vel þá verður þú sendur í sveit!" þá skaut hún amma mín elskuleg gjarnan inn í "hvað hafa bændur nú gert þér?"

Það þótti mér alltaf sérlega fyndið hjá gömlu konunni.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 8/12/08 11:03

hlewagastiR mælti:

Skoffín mælti:

Á fyrri hluta grunnskólaáranna lásum við nánast ekkert nema bækur skrifaðar um miðja öldina eða þar um bil um þæg og góð börn sem vita ekkert skemmtilegra en að fara í sveitina til ömmu og afa.

Heyr heyr!
Mikið djöfull hataði maður og fyrirleit þessa ömurlegu sveitakrakka í bókunum. Maður sá strax að svona fífl gætu ekki verið til, ekki einusinni í sveitinni. Þetta voru hugarórar níræðu kallperranna sem sömdu þessar bækur. Sjálfur var ég harðákveðinn í að strjúka ef ég yrði sendur í sveit. Ég var m.a.s. byrjaður að gera áætlanir sem snerustu um að far um fjöll og heiðar svo það sæist ekki til mín frá þjóðveginum.

Foreldrar mínir skynjuðu fljótt þetta inngreypta sveitahatur sem bókmenntirnar lögðu á mig. „Ef þú verður ekki þægur sendum við þig í sveit“ sögðu þau. Aðalhótunun var þú Munaðarnes. Ég hafði lesið um það pleis og leist satt að segja mun betur á eilífa vist í Helviti en sumarvist hjá þeim viðrinum.

Já, ég fór einu sinni í bústaðarferð á Munaðarnesið og allir krakkarnir sem fregnuðu af því kölluðu mig munaðarlausan eftyir það, það var og lítið gaman.
Þú hefðir getað samið Flóttann Ritsöguvél.
Annars man ég aldrei eftir að hafa lesið neitt í grunnskóla, nema eina bók um strák sem bjó í kjallara og fannst gaman að gera stíflur þegar rigndi. Það var góð bók því mér þótti sjálfum mjög gaman að gera stíflur þegar rigndi og laug að samvistarmönnum á skóladagheimilinu að pabbi væri stíflugerðarmaðurinn sem stóð á bak við gerð Elliðaárstíflu og þess vegna væri ég svo góður stíflugerðarmaður.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 8/12/08 18:33

Regína mælti:

Hm, ég er úr sveit. Það var ekkert eins pirrandi og krakkar sem komu úr borginni og héldu að nú væru þau komin í paradís þar sem alltaf væri gaman.
En reyndar voru það fæstir, flestir krakkarnir voru bara ósköp raunsæir.

Þar fyrir utan var þetta auðvitað paradís og alltaf gaman ... nema þegar rigndi svo lengi að við vorum farin að rífast hástöfum yfir mattadorinu.

Matadorið já... Ég tapaði alltaf í því.
Rigningin var líka alveg ágæt, nema þegar vindurinn var of mikill með henni. Reyndar, svona þegar ég hugsa aðeins um það, þá var sveitabær afa og ömmu í þvílíku rokrassgati að þar gerði aldrei logn. Sem aftur á móti gerði badmintonleiki okkar ömmu afar áhugaverða... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 8/12/08 19:00

Bókin "Palli var einn í heiminum" er meingölluð. Palli var í draumnum sínum einn í heiminum. Ekki veit maður forsögu þessa drengs en í þessu tilfelli breytist hann í sannkallaðann glæpamann. Hann rænir banka, stelur bíl og stelur líka flugvél!! Hvurslags siðferði er þetta eiginlega? Eins gott að þetta var bara draumur!

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 8/12/08 19:06

Nermal mælti:

Bókin "Palli var einn í heiminum" er meingölluð. Palli var í draumnum sínum einn í heiminum. Ekki veit maður forsögu þessa drengs en í þessu tilfelli breytist hann í sannkallaðann glæpamann. Hann rænir banka, stelur bíl og stelur líka flugvél!! Hvurslags siðferði er þetta eiginlega? Eins gott að þetta var bara draumur!

Reyndar vekur þetta áleitna siðferðisspurningu. Hvar er glæpurinn þegar ekkert er fórnarlambið? Augljóslega getur ekki verið um neitt fórnarlamb að ræða, þegar Páll er eina manneskjan í heiminum - og varla er hann fórnarlamb sjálfs síns. Nema kannski ef hann fær tannpínu eftir allt sælgætisátið.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 8/12/08 19:08

Það var náttúrlega ofið í söguþráðinn, svona í undirmeðvitundinni allavega, að ekkert væri fórnarlambið. Engu að síður þurfti Palli að „gjalda fyrir glæpina“ ef svo má orða það, því hann gat ekki gert neitt við peningana. Peningarnir voru gagnslausir - og í rauninni var allt gagnslaust.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 8/12/08 19:09

Þarfagreinir mælti:

Nermal mælti:

Bókin "Palli var einn í heiminum" er meingölluð. Palli var í draumnum sínum einn í heiminum. Ekki veit maður forsögu þessa drengs en í þessu tilfelli breytist hann í sannkallaðann glæpamann. Hann rænir banka, stelur bíl og stelur líka flugvél!! Hvurslags siðferði er þetta eiginlega? Eins gott að þetta var bara draumur!

Reyndar vekur þetta áleitna siðferðisspurningu. Hvar er glæpurinn þegar ekkert er fórnarlambið? Augljóslega getur ekki verið um neitt fórnarlamb að ræða, þegar Páll er eina manneskjan í heiminum - og varla er hann fórnarlamb sjálfs síns. Nema kannski ef hann fær tannpínu eftir allt sælgætisátið.

Rétt. Auk þess berjast flestir fyrir jafnri dreifingu auðsins. Flestum þykir það sjálfsagt að deila jafnt á milli þeirra sem að kökunni sitja. Þar var Páll einn við borðið og því átti hann tilkall til hennar allrar.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 17/12/08 17:11

Palli vekur auðvitað upp spurningu um hvert sé gildi laga og reglna ef enginn er til að framfylgja þeim og veita honum aðhald. Svona n.k. "It´s not a crime if you don´t get caught" viðhorf. Hann lætur undan freistingunum og fremur þar með glæpina, hann ætti því að fá maklega refsingu í lokin, svo að lesendur fá þau skilaboð að þótt enginn sjái til sé ekki allt leyfilegt.

Það sem ég vildi hins vegar vekja athygli á er Robinson Cruso. Ég geri ráð fyrir að flestir hér á Gestpó hafi aðeins lesið myndskreyttu útgáfuna (sem var held ég frá Fjölva) eða sem myndasöguna í Sígildar sögur (man ekki hver gaf það út). Alltént þar er bara sagt að hann hafi verið á skipi á einhverri óljósri leið sem síðan hafi farist. Það var ekki fyrr en ég las textautgáfuna að ég komst að því að söguhetjan hafði verið plantekruueigandi í Brasilíu og var í umrætt sinn að fara frá Braslíu til Vestur-Afríku til að kaupa/veiða þræla til að flytja til Ameríku. Þetta virðist vera vandlega falið í myndasögu útgáfunum.

Auðvitað má benda á fleiri dæmi, Sherlock Holmes var ef ég man rétt háður ópíum eða e-h öðru eiturlyfi, og á þar af leiðandi bara að fara á Re-Hab, Lukku-Láki reykti og hefði því átt að vera með súrefniskút í eftirdragi þegar hann eltist við Daltón-bræður (skjótari en skugginn að skjóta ... en fyrst þarf hann að ná andanum), Viggó viðutan ætti að vera löngu dauður úr matareitrun, til varnaðar því að krakkar fari að taka upp á að hafa tilraunaeldhús og smakka það sem þar er sett saman, o.s.frv.

Kolbeinn kafteinn hefði náttúrulega þurft að ganga til sálfræðings og þurft að vera í tólf spora kerfi og þerapíu-grúppu skv. AA fyrirmynd til að reyna að vinna sigur á hvað hann bölvar mikið, BA eða Bölvers Anonymus. Maður getur alveg ímyndað sér hvernig það er: (Föðmumst nú öll og finnum hvernig blótsyrðin streyma burt, eins og óhreinindi sem streyma burt með læknum, burt þangað til við sjáum þau ekki meir, og við stöndum öll tandurhrein á eftir, og lofum sjálfum okkur því að bölva aldrei framar). En mikið djöfulli held ég að hann hefði þá orðið leiðinlegur.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 17/12/08 17:20

Mér fannst alltaf svo sorglegur endirinn á Palla-sögunni. Mer fannst ekkert að því að vera þarna einn alla ævi með aðgang að öllum heimsins gæðum. Sennilega hef ég þá þegar verið orðinn svona mikill sósíópat. Sjö ára, minnir mig.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skoffín 17/12/08 17:47

Það er sérkennilegur þessi ótti fullorðinna við að börn geti ekki höndlað að lesa um multi-dimensional karaktera. Heiminum er jú ekki skipt á milli góðs fólks og Drápara eins og Síríus nokkur Black mælti. Hvernig var það annars með Róbinson Krúsó, var þrælasalan einhver ákveðinn faktor í sögunni eða var hún bara McGuffin? Mér finnst nú í lagi að klippa slíkt snyrtilega út úr klassískri barnasögu ef þrælasala er þar sýnd sem eðlilegt eða jafnvel jákvætt fyrirbæri. En það er eins og Íslendinga skorti skilning á hörmungum fortíðarinnar sem snerta ekki þá sjálfa; Tíu litlir negrastrákar er þar gott dæmi. Það er auðvelt að skamma fólk endalaust fyrir að troða pólitískri rétthugsun upp á allt og alla en það verður einnig að taka með í reikninginn þann mörg hundruð ára sársauka sem liggur að baki orða eins og "nigger", eða "negri" á íslensku. Er uppbyggjandi fyrir þeldökkt íslenskt barn (já, þau eru til) að lesa um önnur þeldökk börn sem eru hlutgerð og afskræmd í sögu sem undirstrikar heimsku þeirra og villimennsku?

Jólaköttur Baggalútíu ~ Yfirrannsóknardómari ~ Skírlífisbrjótur~ Ofstopaköttur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 8/11/09 22:02

Síðan er líka hægt að eyðileggja myndasögur með afskiptasemi....

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 9/11/09 02:12

hvurslags mælti:

Síðan er líka hægt að eyðileggja myndasögur með afskiptasemi....

‹Brestur í óstöðvandi grát›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skoffín 9/11/09 02:18

‹kíkir á þráðinn fyrir helbera tilviljun›
Nei hæ hvurslags. Hvað kemur til að þú lífgar við dauðan þráð?

Jólaköttur Baggalútíu ~ Yfirrannsóknardómari ~ Skírlífisbrjótur~ Ofstopaköttur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/11/09 09:13

Skoffín mælti:

Það er sérkennilegur þessi ótti fullorðinna við að börn geti ekki höndlað að lesa um multi-dimensional karaktera. Heiminum er jú ekki skipt á milli góðs fólks og Drápara eins og Síríus nokkur Black mælti. Hvernig var það annars með Róbinson Krúsó, var þrælasalan einhver ákveðinn faktor í sögunni eða var hún bara McGuffin? Mér finnst nú í lagi að klippa slíkt snyrtilega út úr klassískri barnasögu ef þrælasala er þar sýnd sem eðlilegt eða jafnvel jákvætt fyrirbæri. En það er eins og Íslendinga skorti skilning á hörmungum fortíðarinnar sem snerta ekki þá sjálfa; Tíu litlir negrastrákar er þar gott dæmi. Það er auðvelt að skamma fólk endalaust fyrir að troða pólitískri rétthugsun upp á allt og alla en það verður einnig að taka með í reikninginn þann mörg hundruð ára sársauka sem liggur að baki orða eins og "nigger", eða "negri" á íslensku. Er uppbyggjandi fyrir þeldökkt íslenskt barn (já, þau eru til) að lesa um önnur þeldökk börn sem eru hlutgerð og afskræmd í sögu sem undirstrikar heimsku þeirra og villimennsku?

Af hverju leggur þú „negri“ að jöfnu við „nigger“, en ekki við „negro“?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 9/11/09 11:18

Mér finnst reyndar vanta að útgefendur taki að sér að uppfæra bókmenntaverkin svo að þau samræmist líðandi stundu, eins og tíðkast í kvikmyndageiranum. T.d. myndi Emil í Kattholti breytast í sögu um ungan dreng í Verzlunarskólanum sem hlustar á Linkin Park og skrópar í bókfærslu.

Palli var einn í heiminum yrði saga um miðaldramann sem hefur tapað fjölskyldu og vinum og gengur berserksgangi er hann upplifir frelsi í miðaldrakrísu sinni. Yrði svona modernísk endurgerð á Palla sögunni og Falling Down með Michael Douglas.

Möguleikarnir eru satt að segja endalausir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 9/11/09 11:23

Billi bilaði mælti:

Skoffín mælti:

Það er sérkennilegur þessi ótti fullorðinna við að börn geti ekki höndlað að lesa um multi-dimensional karaktera. Heiminum er jú ekki skipt á milli góðs fólks og Drápara eins og Síríus nokkur Black mælti. Hvernig var það annars með Róbinson Krúsó, var þrælasalan einhver ákveðinn faktor í sögunni eða var hún bara McGuffin? Mér finnst nú í lagi að klippa slíkt snyrtilega út úr klassískri barnasögu ef þrælasala er þar sýnd sem eðlilegt eða jafnvel jákvætt fyrirbæri. En það er eins og Íslendinga skorti skilning á hörmungum fortíðarinnar sem snerta ekki þá sjálfa; Tíu litlir negrastrákar er þar gott dæmi. Það er auðvelt að skamma fólk endalaust fyrir að troða pólitískri rétthugsun upp á allt og alla en það verður einnig að taka með í reikninginn þann mörg hundruð ára sársauka sem liggur að baki orða eins og "nigger", eða "negri" á íslensku. Er uppbyggjandi fyrir þeldökkt íslenskt barn (já, þau eru til) að lesa um önnur þeldökk börn sem eru hlutgerð og afskræmd í sögu sem undirstrikar heimsku þeirra og villimennsku?

Af hverju leggur þú „negri“ að jöfnu við „nigger“, en ekki við „negro“?

Ég legg til að hið rammíslenska orð „Surtur“ verði hér eftir notað um þeldökka menn.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 9/11/09 11:50

Huxi mælti:

Billi bilaði mælti:

Skoffín mælti:

Það er sérkennilegur þessi ótti fullorðinna við að börn geti ekki höndlað að lesa um multi-dimensional karaktera. Heiminum er jú ekki skipt á milli góðs fólks og Drápara eins og Síríus nokkur Black mælti. Hvernig var það annars með Róbinson Krúsó, var þrælasalan einhver ákveðinn faktor í sögunni eða var hún bara McGuffin? Mér finnst nú í lagi að klippa slíkt snyrtilega út úr klassískri barnasögu ef þrælasala er þar sýnd sem eðlilegt eða jafnvel jákvætt fyrirbæri. En það er eins og Íslendinga skorti skilning á hörmungum fortíðarinnar sem snerta ekki þá sjálfa; Tíu litlir negrastrákar er þar gott dæmi. Það er auðvelt að skamma fólk endalaust fyrir að troða pólitískri rétthugsun upp á allt og alla en það verður einnig að taka með í reikninginn þann mörg hundruð ára sársauka sem liggur að baki orða eins og "nigger", eða "negri" á íslensku. Er uppbyggjandi fyrir þeldökkt íslenskt barn (já, þau eru til) að lesa um önnur þeldökk börn sem eru hlutgerð og afskræmd í sögu sem undirstrikar heimsku þeirra og villimennsku?

Af hverju leggur þú „negri“ að jöfnu við „nigger“, en ekki við „negro“?

Ég legg til að hið rammíslenska orð „Surtur“ verði hér eftir notað um þeldökka menn.

Ekki „blámaður“? Mér hefur alltaf þótt svolítið vænt um að vera kallaður „bleiknefji“.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 9/11/09 11:52

Blámaður er ávallt gott og á sérstaklega vel við þegar rætt er um mjög dökka surta.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: