— GESTAPÓ —
Bókmenntir eyðilagðar með afskiptasemi
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 29/10/08 20:14

Tigra mælti:

En bíddu... eins og hárið á mér var nánast hvítt þegar ég var lítil, þá hefur það farið dökknandi með árunum. Þýðir það að ég er hætt að þrífa mig og verð sífellt óhreinni með árunum?

Nei, ekki endilega. Það er nóg að þú hafir verið óhlýðin og óþæg stelpa. Þá verður þú dökkhærð og skuggaleg...

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 29/10/08 20:23

Ég er nú kannski ekki orðin dökkhærð þótt ég sé ekki alveg leins jóshærð eins og ég var lengur.

En það er möguleiki að óþekktin spili inn í.
Hinsvegar þá held ég að ég hafi ekki verið neitt afburða þægur krakki heldur.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/10/08 20:23

Þá er þetta keytan.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 29/10/08 20:31

Huxi mælti:

Tigra mælti:

En bíddu... eins og hárið á mér var nánast hvítt þegar ég var lítil, þá hefur það farið dökknandi með árunum. Þýðir það að ég er hætt að þrífa mig og verð sífellt óhreinni með árunum?

Nei, ekki endilega. Það er nóg að þú hafir verið óhlýðin og óþæg stelpa. Þá verður þú dökkhærð og skuggaleg...

Útskýrir það afhverju ég er orðin svona rosalega dökkhærð ? ‹Klórar sér í höfðinu›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 29/10/08 20:34

En hvað þýða þá krullurnar? Ég var nefninlega með hvítt krullað hár þegar ég var lítil en núna er ég með tiltölulega ljóst hár en það er varla nokkur lyfting í því...

Mu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 29/10/08 20:35

Já, ég væri alveg til í að vita hvað krullurnar þýða. Því þessar krullur ágerast bara hjá mér. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 29/10/08 20:38

Ég skal skipta við þig Villimey, væri alveg til í smá lyftingu í mitt hár...

Mu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/10/08 20:38

Ég held þær tákni sykurskort. Ég innbyrði svo mikinn sykur að hárið á mér er rennislétt. Svo slétt raunar, að þessar tvær tilraunir sem voru gerðar til að setja í mig permanent (uss, ekki hlæja, þetta var í tísku þá) runnu bókstaflega út í sandinn.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 29/10/08 20:42

Álfelgur mælti:

Ég skal skipta við þig Villimey, væri alveg til í smá lyftingu í mitt hár...

Uss já, ég skal skipta. Þetta verður alltaf svo úfið og leiðinlegt.

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 29/10/08 20:56

Álfelgur mælti:

En hvað þýða þá krullurnar? Ég var nefninlega með hvítt krullað hár þegar ég var lítil en núna er ég með tiltölulega ljóst hár en það er varla nokkur lyfting í því...

Það sama kom fyrir systur mína. Mitt krullast bara meira og meira (ég hef hemil á krullunum með því að hafa hárið nógu sítt) en systir mín klippir sig styttra og styttra til að reyna að halda í þá litlu liði sem hún hefur.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skoffín 7/12/08 04:38

Þetta er áhugaverður þráður og þannig vill til að barnabækur eru svolítið áhugamál hjá mér. Ég man vel eftir bókum á borð við þá sem Þarfagreinir lýsti um einhvern sérkennilegan alheim þar sem börn voru í eðli sínu rökhugsandi, snyrtileg, kurteis og góðviljuð. Á fyrri hluta grunnskólaáranna lásum við nánast ekkert nema bækur skrifaðar um miðja öldina eða þar um bil um þæg og góð börn sem vita ekkert skemmtilegra en að fara í sveitina til ömmu og afa. Ég furðaði mig á því hvers vegna stelpurnar í bókinni vildu mest af öllu hjálpa mæðrum sínum í eldhúsinu á meðan strákarnir fóru út að leika sér, lentu í snjóboltaslag og frömdu þann glæp sem hroðalegastur var; að hanga aftan í bílum. Þar sem börn fædd 1985 eða þar um bil lærðu aldrei að hanga aftan í bílum þurfti kennarinn að útskýra fyrir okkur hvað færist í slíkri áhættuhegðun. En sem betur fer voru Lína Langsokkur og Ronja Ræningjadóttir til staðar til að leiðrétta þann leiða misskilning að börn mættu helst ekki hafa persónuleika.

Þau Ari og Vala eru og verða þeir leiðinlegustu karakterar sem íslensk bókmenntasaga hefur upp á að bjóða.

Jólaköttur Baggalútíu ~ Yfirrannsóknardómari ~ Skírlífisbrjótur~ Ofstopaköttur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 7/12/08 11:52

Skoffín mælti:

Á fyrri hluta grunnskólaáranna lásum við nánast ekkert nema bækur skrifaðar um miðja öldina eða þar um bil um þæg og góð börn sem vita ekkert skemmtilegra en að fara í sveitina til ömmu og afa.

Hm. Ég vissi nú ekkert skemmtilegra en að fara í sveitina til ömmu og afa.
Það var aðallega vegna þess að mér þótti svo gaman að vera innan um dýrin. Amma vitnar enn í mig þegar ég (þá innan við fjögurra ára aldurinn) sagði að kýrnar væru „svo sætar“. Ég fékk líka stundum spenvolga mjólk í fötuna mína með sandinum, það fannst mér gaman og líklega var það þar sem ég byrjaði að feta mig áfram í kakógerð.*
Í sveitinni voru líka til ógrynnin öll af lesefni. Reyndar var stór hluti þess eftir Enid Blyton, sem er rannsóknarverkefni út af fyrir sig. En þarna kynntist ég líka dönskum Andrésblöðum og Tinnabókunum eins og þær lögðu sig.
Mínar fyrstu tilraunir til bókasafnsfræði áttu sér líka stað í sveitinni hjá ömmu og afa, þegar ég raðaði Andrésblöðunum í tímaröð eftir árgöngum og tölublöðum, og Tinnablöðunum í ritraðarröð.

Það er ekkert skemmtilegra og meira mannbætandi en að fara í sveitina til ömmu og afa! ‹Ljómar upp›

*Ég er samt hætt að nota sand við kakógerðina.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 7/12/08 15:05

Úff ég man eftir "Við lesum." Og rétt eins og hjá Skoffíninu bjargaði Astrid Lindgren töluvert bókalestrinum í æsku.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 7/12/08 15:37

Skoffín mælti:

Á fyrri hluta grunnskólaáranna lásum við nánast ekkert nema bækur skrifaðar um miðja öldina eða þar um bil um þæg og góð börn sem vita ekkert skemmtilegra en að fara í sveitina til ömmu og afa.

Heyr heyr!
Mikið djöfull hataði maður og fyrirleit þessa ömurlegu sveitakrakka í bókunum. Maður sá strax að svona fífl gætu ekki verið til, ekki einusinni í sveitinni. Þetta voru hugarórar níræðu kallperranna sem sömdu þessar bækur. Sjálfur var ég harðákveðinn í að strjúka ef ég yrði sendur í sveit. Ég var m.a.s. byrjaður að gera áætlanir sem snerustu um að far um fjöll og heiðar svo það sæist ekki til mín frá þjóðveginum.

Foreldrar mínir skynjuðu fljótt þetta inngreypta sveitahatur sem bókmenntirnar lögðu á mig. „Ef þú verður ekki þægur sendum við þig í sveit“ sögðu þau. Aðalhótunun var þú Munaðarnes. Ég hafði lesið um það pleis og leist satt að segja mun betur á eilífa vist í Helviti en sumarvist hjá þeim viðrinum.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/12/08 17:06

Hexia de Trix mælti:

Skoffín mælti:

Á fyrri hluta grunnskólaáranna lásum við nánast ekkert nema bækur skrifaðar um miðja öldina eða þar um bil um þæg og góð börn sem vita ekkert skemmtilegra en að fara í sveitina til ömmu og afa.

Hm. Ég vissi nú ekkert skemmtilegra en að fara í sveitina til ömmu og afa.
Það var aðallega vegna þess að mér þótti svo gaman að vera innan um dýrin. Amma vitnar enn í mig þegar ég (þá innan við fjögurra ára aldurinn) sagði að kýrnar væru „svo sætar“. Ég fékk líka stundum spenvolga mjólk í fötuna mína með sandinum, það fannst mér gaman og líklega var það þar sem ég byrjaði að feta mig áfram í kakógerð.*
Í sveitinni voru líka til ógrynnin öll af lesefni. Reyndar var stór hluti þess eftir Enid Blyton, sem er rannsóknarverkefni út af fyrir sig. En þarna kynntist ég líka dönskum Andrésblöðum og Tinnabókunum eins og þær lögðu sig.
Mínar fyrstu tilraunir til bókasafnsfræði áttu sér líka stað í sveitinni hjá ömmu og afa, þegar ég raðaði Andrésblöðunum í tímaröð eftir árgöngum og tölublöðum, og Tinnablöðunum í ritraðarröð.

Það er ekkert skemmtilegra og meira mannbætandi en að fara í sveitina til ömmu og afa! ‹Ljómar upp›

*Ég er samt hætt að nota sand við kakógerðina.

úbbs.
‹veltir því fyrir sér hvert leyniefnið sé fyrst að það ekki sandur.›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 8/12/08 00:53

hlewagastiR mælti:

Skoffín mælti:

Á fyrri hluta grunnskólaáranna lásum við nánast ekkert nema bækur skrifaðar um miðja öldina eða þar um bil um þæg og góð börn sem vita ekkert skemmtilegra en að fara í sveitina til ömmu og afa.

Heyr heyr!
Mikið djöfull hataði maður og fyrirleit þessa ömurlegu sveitakrakka í bókunum. Maður sá strax að svona fífl gætu ekki verið til, ekki einusinni í sveitinni. Þetta voru hugarórar níræðu kallperranna sem sömdu þessar bækur. Sjálfur var ég harðákveðinn í að strjúka ef ég yrði sendur í sveit. Ég var m.a.s. byrjaður að gera áætlanir sem snerustu um að far um fjöll og heiðar svo það sæist ekki til mín frá þjóðveginum.

Foreldrar mínir skynjuðu fljótt þetta inngreypta sveitahatur sem bókmenntirnar lögðu á mig. „Ef þú verður ekki þægur sendum við þig í sveit“ sögðu þau. Aðalhótunun var þú Munaðarnes. Ég hafði lesið um það pleis og leist satt að segja mun betur á eilífa vist í Helviti en sumarvist hjá þeim viðrinum.

‹Bendir á innlegg sitt ögn ofar›
‹Brestur í óstöðvandi grát›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/12/08 01:42

‹Reynir að redda sér›
Ja.... sko... þetta var nátturlega ekki þú sem ég var að.... hérna.... meina.... ha?
‹Glottir eins og fífl›
‹Starir þegjandi út í loftið›
‹Klórar sér í höfðinu›
‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 8/12/08 10:28

Hm, ég er úr sveit. Það var ekkert eins pirrandi og krakkar sem komu úr borginni og héldu að nú væru þau komin í paradís þar sem alltaf væri gaman.
En reyndar voru það fæstir, flestir krakkarnir voru bara ósköp raunsæir.

Þar fyrir utan var þetta auðvitað paradís og alltaf gaman ... nema þegar rigndi svo lengi að við vorum farin að rífast hástöfum yfir mattadorinu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: