— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fælniflóki 25/10/08 18:37

Það virðist vera þannig að þegar ég skrái mig út með því að smella á útför og loka glugganum í framhaldi þá er ég ennþá innskráður þegar ég fer inná baggalút aftur. Í raun þá skiptir þetta mig ekki miklu máli en mig langaði til að koma þessu áleiðis til stjórnenda vefsins svo þeir vissu af þessu. Ég er að nota eldrefinn ef það hjálpar eitthvað.

Nefndarmaður í sendinefnd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 25/10/08 18:38

Þarft að gera það tvisvar.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 25/10/08 21:31

Nota eldrefinn tvisvar? ‹Klórar sér í höfðinu›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 25/10/08 22:22

Innskránignin felst í því að skráð er dúsa (cookie) merkt viðkomandi léni. Þetta dúsukerfi lítur á baggalutur.is og www.baggalutur.is sem tvö óskyld lén.
Það sem gerist er að þú velur slóðina http://baggalutur.is og vafrar þar um innskráður. Svo smellirðu á útför. Dúsunni fyrir baggalutur.is er þá eytt. Útfararsíðan framsendir þig á forsíðu www.baggalutur.is. Forsíðan byrjar að leita að dúsunni og finnur hana því að www.baggalutur.is dúsan er enn til. Það var hinni, þessari án www-sins sem var eytt. Því verður útför þín að fara fram að nýju og þá ertu loks úti.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/10/08 17:13

Ætli baggalútur.is, baggalút.is, baggalúti.is og baggalúts.is taki þá 4 kökur í viðbót?
Ég lendi a.m.k. í vandræðum með þetta í google chrome, en mun minni í exploder.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 27/10/08 13:07

Billi bilaði mælti:

Ætli baggalútur.is, baggalút.is, baggalúti.is og baggalúts.is taki þá 4 kökur í viðbót?
Ég lendi a.m.k. í vandræðum með þetta í google chrome, en mun minni í exploder.

Já þeir gera þetta líka. Þetta væri ekkert mál ef Enter myndi hætta að láta útfararsíðuna henda manni inn á www.baggalutur.is í stað þess að henda manni á rót þess léns sem maður er staddur á.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fælniflóki 27/10/08 15:59

Þegar ég smelli á útför í fyrsta skipti og er hent inn á www.baggalutur.is þá er ekki á þeirri síðu sá möguleiki að smella á útför. Svo ég sé ekki hvernig ég á að útskrá mig í annað sinn.
Hugsanlega er þetta vegna minna stillinga á dúsum.‹Klórar sér í höfðinu›

Nefndarmaður í sendinefnd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/10/08 17:34

Ég fer aldrei út af Gestapó. Af hverju ætti maður að vilja það? ‹Klórar sér í höfðinu›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 27/10/08 18:42

Þegar ég var líka með Gimlé var maður alltaf í þessu. Annars aldrei. Því álykta ég að þeir sem kvarta undan útskráningarvanda séu allir sem einn virkir notendur aukasjálfa. Nema auðvitað Ívar því að hann skráir sig bara út til að hleypa frúnni að. Sjálfur myndi hann aldrei stofna aukasjálf.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/10/08 18:46

Jamm og þið Jóakim skiptist bara annað slagið á tölvum...‹Glottir eins og fífl›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 27/10/08 19:21

Jóakim er gull af önd og sannur vinur.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 27/10/08 20:53

Ég held að ég þjáist af þessari útför.

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 27/10/08 22:24

Þarfagreinir mælti:

Ég fer aldrei út af Gestapó. Af hverju ætti maður að vilja það? ‹Klórar sér í höfðinu›

Akkúrat það sem ég var að hugsa.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 28/10/08 08:54

Mér finnst ótækt að kalla þetta ÚTFÖR. Í mörg ár hefur mér fundist það ætti að kalla þetta ÚTFERÐ.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/10/08 08:59

blóðugt mælti:

Mér finnst ótækt að kalla þetta ÚTFÖR. Í mörg ár hefur mér fundist það ætti að kalla þetta ÚTFERÐ.

Það er nákvæmlega það sem mér hefur fundist í mörg ár líka.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 31/10/08 21:41

Mér þykir útferð vera heldur dónalegra en jarðarför.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/11/08 21:47

Einnig ætti nefna þetta brottför. Eða jafnvel brotför þegar hún gerist á þennan hátt:

‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sjer›

Er þá gert ráð fyrir að hurðin á sviðinu sje eigi sterkbyggð.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: