— GESTAPÓ —
Háttatalshesturinn
» Gestapó   » Kveđist á
     1, 2, 3  
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Kveldúlfur 12/9/08 01:01

Kannast einhver viđ háttatalshestinn?
Ţar er byrjađ á ţví ađ yrkja ferskeitt um hest eftir háttatali Sveinbjörns sem einnig má finna á heimasíđunni rimur.is (undirsíđa háttatal). Sá fyrsti yrkir eftir hćtti 1, sá nćsti tekur hátt 2 og svo koll af kolli. Ef menn yrkja ekki međ réttum hćtti, ţá má stökkva yfir ţá.

Háttur 1 - Ferskeytt

Hrossiđ mitt er magurt ć
meyrir jaxlar bitnir.
Mér ţađ ţykir hálfgert hrć
hófar alltof slitnir.

Nćst: Háttur 2 - Frumframhent

Ekki stíga svona fast í vitiđ, ţú gćtir hrasađ.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst

Skeiđar reiđar Blesi býsn,
býr í honum ţoriđ;
hesta mesta hefur fýsn
hart ađ taka sporiđ.

Nćst á dagskrá: #3 - Frumsamframhent

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 12/9/08 08:40

Hrossabossar bylta ţér
blauđa fylliraftinn.
Hnossakoss gaf heiđin mér
heldur fast á kjaftinn.

Nćst er ţá: #4 -Framhent

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Regína 12/9/08 14:08

Syngur yngissveinn um ţađ:
Sest í besta hnakkinn,
brokkar Sokki brátt af stađ,
beinn sem teinn er krakkinn.

Nćst : #5 Víxlframhent.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfrćđingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Wayne Gretzky 12/9/08 14:13

Hestur besti beint af stađ
brokkar,lokkur fagur.
En mesta pest er í ţví ađ
okkar Sokki'er magur.

Nćst: Alhent

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Loki 12/9/08 16:42

Fćrleiks nćr ei fjötrađ hvöt
for og torfćrt hauđur,
grundin undir gnötrar flöt
er greiđur skeiđar Rauđur

Nćst: #7 Síđframhent.

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
hvurslags 15/9/08 08:19

Í götu klárinn fimleg för
fótum skjótum vefur.
Međ hlaupum sínum hávćr svör
heiđaleiđum gefur.

Nćst: #8, Síđsamframhent.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Loki 15/9/08 18:47

Ţegar rennur Rauđur minn
rót á grjótiđ kemur,
veslings foldu fákurinn
fótum skjótum lemur.

Nćst: #9 Víxslalhent (Fagrislagur)

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 16/9/08 22:48

Reiđin greiđa, grönn hjóst hvönn
gárar ljárinn svörđu.
Sveiđ og freyđir fönn viđ tönn
frár fór klár um jörđu.

Nćst # 10 Frumbakhent

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Regína 21/9/08 18:04

Hljóp hún langan léttan sprett,
lék um tún og grundir,
greitt tók sporiđ Gletta nett,
glumdu steinar undir.

-----------
Nćst: Síđbakhent #11
l

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfrćđingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
krossgata 21/9/08 19:30

Tók viđ hesti telpa hér,
tignum, háum, gráum.
Ganga fjóra, glađur er
glóđ í skjáum bláum.

Nćst: #12 Bakhent
Dvergmálsháttur

Kvenskörungur forsetaembćttisins. Hlerari viđ HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef ţú getur lesiđ ţetta ertu of nálćgt. Laumuhluti: ŢráđurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
hvurslags 23/9/08 06:38

Stoltur hnakkinn stíg ég í
á stćrđar mar mér snara.
Til brottreiđar mig bý á ný
burtu ţar vil fara.

Nćst: #13, Frumsamframhent, síđbakhent.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
krossgata 23/9/08 18:00

Hestur bestur Hrímnir minn,
höfuđ reisti, ţeysti.
Undir grund nú greyiđ finn,
grafinn neisti hreysti.

Nćst: #14 Frumsamframhent, síđbakhent

Kvenskörungur forsetaembćttisins. Hlerari viđ HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef ţú getur lesiđ ţetta ertu of nálćgt. Laumuhluti: ŢráđurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Wayne Gretzky 23/9/08 18:14

Hvussi..13 átti ađ vera frumframhent..en Krossa reddađi ţví ( held ég ).

Hrossiđ Blossi, heldur ljótt
hefur skrítin lýti.
Oss međ hossast (alltof fljótt)
aulann skýt í flýti.

Nćst á dagskrá:15
Hályklađ, bakhent
Fagriháttur

 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Kveldúlfur 23/9/08 20:51

Meyjan ríđur meri hér
međfram fjallahjalla.
Freyjan baki ber nú fer
blíđkar karla alla.

Nćst: 16 Frumframhent, síđframsneitt

Ekki stíga svona fast í vitiđ, ţú gćtir hrasađ.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
hvurslags 2/10/08 21:54

Dyrum fyrir sunnan sest
sól viđ dalinn langa.
Bćđi mćđir mann og hest
mikil jökulganga.

Nćst: #17, Frumframsneitt

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
Útvarpsstjóri 2/10/08 22:37

Fetar latur lungur grár,
lúinn eftir túrinn.
Gleđur hlađiđ heima klár
hlýr nú bíđur skúrinn.

Nćst: 18. framsneitt

Fjósamađur Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiđlafulltrúi RBB
 • LOKAĐ •  Senda skilabođ Senda póst
hvurslags 2/10/08 23:15

Öflug stífla fljótt mig fann
fjandsöm reyndi ađ spilla.
Synd er andinn svíkur mann
sáriđ grćr ţá illa.

Nćst: #19, Alsneitt

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
LOKAĐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Kveđist á   » Hvađ er nýtt?
Innskráning:
Viđurnefni:
Ađgangsorđ: